Morgunblaðið - 17.12.2021, Side 40
DURANCE
JÓLAILMUR
2021
MODULAX
HÆGINDA-
STÓLAR
RAFSTILLANLEGIR
HLEÐSLUSTÓLAR
– FALLEG HÖNNUN
OG ÞÆGINDI
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
EIN ALLRA BESTA HEILSUDÝNA Í HEIMI
FULLKOMIN
ÞÆGINDI
um jólin
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Á septembertónleikum tónleikaraðarinnar Síðdegis-
tóna í Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld kl. 18 kemur
söngkonan Ragnheiður Gröndal fram. Efnisskráin verð-
ur í hátíðlegri kantinum, nú þegar styttist til jóla, og
„vel valdar jólaperlur á boðstólum,“ segir í tilkynningu.
Með Ragnheiði leika Haukur Gröndal á saxófón, Birgir
Steinn Theodórsson á kontrabassa og gítarleikarinn
Andrés Þór Gunnlaugsson. Tónleikarnir standa í um
klukkustund og er grímuskylda meðan á þeim stendur.
Ragnheiður Gröndal kemur fram
ásamt tríói í Hafnarborg í kvöld
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 351. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Everage Richardson tryggði Breiðablik dramatískan
sigur gegn Val þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í
körfuknattleik, Subway-deildinni, í Smáranum í Kópa-
vogi í tíundu umferð deildarinnar gær. Þá vann Þór frá
Þorlákshöfn óvæntan stórsigur gegn Tindastól á Sauð-
árkróki, Njarðvík fór illa með ÍR í Njarðvík og KR vann
Þór frá Akureyri með herkjum í Vesturbæ. »34
Blikar unnu val á lokasekúndunum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íslenskir matreiðslumenn kunna sitt
fag og félagar í Lávarðadeildinni
svokölluðu gera sitt til þess að minn-
ast gamalla og góðra tíma og halda
matreiðslu frumherjanna á lofti. „Í
þessum hópi eru ekkert nema snill-
ingar, sem flestir lærðu réttu hand-
tökin fyrir um 50 til 60 árum,“ segir
Lárus Loftsson.
„Við erum að sjálfsögðu í Klúbbi
matreiðslumeistara, KM, en Lá-
varðadeildin er á öðru og eldra sviði
en nútíminn, talar annað tungumál,
ef svo má segja.“
Þegar „lávarðarnir“ voru ungir
var ekki í mörg hús að venda til þess
að læra réttu handtökin. „Við erum
flestir á aldrinum 75 til 80 ára og
höfðum ekki úr mörgu að velja á sín-
um tíma,“ segir Lárus. „Helstu stað-
irnir sem tóku nema voru Hótel
Saga, Hótel Loftleiðir og Naustið.“
Um 20 manns eru í hópnum. Þeir
fara í fræðsluferðir árlega og hittast
í eftirmiðdagskaffi á veitinga-
staðnum Lauga-Ási einu sinni í mán-
uði, klæddir kokkatreyju, í svörtum
buxum og svörtum skóm. Helsta
umræðuefnið kemur ekki á óvart.
„Við tölum um matreiðslu, hvað er
að gerast í faginu og hvernig við fór-
um að í gamla daga,“ segir Lárus.
Hann segir tækninni hafa fleygt svo
fram að þessir eldri og reyndari
standi hreinlega á gati. „Í okkar hópi
eru menn sem voru sérfræðingar í
matseld á kolaeldavél, þurftu að
hugsa fyrir öllu, en nú eru tækin
orðin svo tæknileg að í sumum til-
vikum nægir að ýta á takka og á
svipstundu er dýrindismáltíð tilbúin!
Við þurftum að búa allt til frá
grunni, fengum skrokka í heilu lagi
og skárum niður, en nú má fá steik-
urnar tilbúnar á pönnuna eða í ofn-
inn. Okkur gamlingjunum finnst að
sjálfsögðu meiri glans yfir því liðna
en ungu, framsýnu og frábæru
kokkarnir eru örugglega ekki á
sama máli.“
Brautryðjendur
Karl Finnbogason er æðstur og
elstur lávarðanna, var lengi yfirmat-
reiðslumeistari á Hótel Loftleiðum.
Stefán Bjarni Hjaltested var fyrsti
yfirmatreiðslumeistari á Hótel
Holti, byrjaði að bjóða upp á graflax
og innleiddi Holtsvagninn svokall-
aða, sem fullur af mat var dreginn á
milli borða. Bragi Ingason var fyrsti
yfirmatreiðslumeistari í Klúbbnum,
þegar hann var upp á sitt besta, og
síðar á Hótel Sögu auk annarra
staða. Ib Wessman var yfirmat-
reiðslumeistari í Naustinu, þegar
það fyrst veitingahúsa byrjaði að
bjóða upp á þorramat og fyrsti for-
seti KM 1972. Og svo má lengi telja.
„Þessir menn og fleiri ruddu braut-
ina, eru fyrirmyndir okkar sem á
eftir komum,“ segir Lárus.
Hann leggur áherslu á að íslensk
matargerð sé á pari við það besta
sem gerist í heiminu en ekki megi
gleyma brautryðjendunum, sem
voru bestir á sínum tíma. „Umræðan
vill oft verða þannig að menn sjá
bara sig og sína,“ segir hann og vísar
í fótboltann, en hann var lengi þjálf-
ari félagsliða og unglingalandsliða í
fótboltanum. „Oft er hávær umræða
um hver sé bestur, en hún er yfir-
leitt ekki djúp, því hringurinn er svo
þröngur að jafnvel menn á besta
aldri og hvað þá eldri eru ekki
nefndir á nafn.“
Morgunblaðið/Eggert
Lávarðar Fremri röð frá vinstri: Sverrrir Þorláksson, Stefán Bjarni Hjaltested, Þorsteinn Kr. Guðmundsson, Karl
Finnbogason og Bragi Ingason. Aftari röð frá vinstri: Hilmar B. Jónsson, Jakob H. Magnússon, Eiríkur Friðriksson,
Friðrik Sigurðsson, Lárus Loftsson, Guðjón Steinsson, Gunnlaugur Hreiðarsson, Birgir Pálsson, Brynjar Eymunds-
son, Ragnar Guðmundsson, Hafdís Ólafsdóttir, Einar Árnason, Þórður Sigurðsson og Kristján Sæmundsson.
Lífsglaðir lávarðar
- Íslenskir matreiðslumenn minnast gömlu og góðu tímanna