Morgunblaðið - 28.12.2021, Qupperneq 1
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landspítali Fjölgun smita hefur ekki leitt
til innlagna í sama mæli og áður tíðkaðist.
_ Tölfræði landlæknisembættisins
sýnir að þrátt fyrir að smitum hafi
fjölgað gríðarlega síðustu vikur
hafa þau enn sem komið er ekki
leitt til sjúkrahúsinnlagna í sama
mæli og gerðist í fyrri bylgjum.
Úr þeim tölum má einnig lesa að
þrátt fyrir að bólusettir séu nú um
75% þeirra sem greinast með smit,
þá hafa 86,5% þeirra sem lagðir eru
inn á sjúkrahús vegna alvarlegra
einkenna ekki lokið bólusetningu. Í
þeim hópi eru einnig margir sem
aldrei hafa þegið bólusetningu við
kórónuveirunni.
Þetta er mjög í samræmi við
reynslu af faraldrinum erlendis síð-
ustu vikur. »4 og 10
Innlögnum ekki fjölg-
að eins og smitum
SMARTLAND
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. D E S E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 304. tölublað . 109. árgangur .
KONA ÁRSINS
BJARGAÐI
LÍFI BARNS
SMARTLAND 40 SÍÐUR
Fólk á öllum aldri nýtti góða veðrið í gær og heimsótti bað-
ströndina í Nauthólsvík, enda margir enn í jólafríi og verða
fram yfir áramót. Mörgum þykir einstaklega notalegt að ylja
sér í heitum pottum Nauthólsvíkur, ekki síst þegar kalt er úti.
Hugrakkir sundgarpar fengu sér sundsprett í sjónum áður en
þeir yljuðu sér í rjúkandi heitu pottunum.
Á sumrin er þó nokkuð vinsælt að fara í sjósund í Nauthóls-
vík, en færri sjást í sjónum á þessum tíma árs. Einungis þeir
allra hörðustu og hugrökkustu fara líka á veturna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ungir sem aldnir yljuðu sér í rjúkandi heitum pottum í Nauthólsvík
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Thelma Björk Wilson, framkvæmda-
stjóri þjónustu- og notendaupplifun-
ar hjá Heimkaup, segir fyrirtækið
vera að ráða fólk
vegna aukinnar
eftirspurnar í
faraldrinum.
„Það er til dæmis
mikil aukning í
matvörunni og
kemur þar bæði
til aukin eftir-
spurn um jólin og
að margir eru nú
lokaðir inni [út af
faraldrinum].
Sala á matvörum jókst mikið í far-
aldrinum,“ segir Thelma Björk.
Vegna aukinnar sölu hafi Heimkaup
fjölgað bílstjórum sem séu nú hátt í
60 en alls starfi nú um hundrað
manns hjá fyrirtækinu við útkeyrslu,
við að tína til vörur og við vörumót-
töku í vöruhúsinu.
Ríflega tíu þúsund manns
Síðastliðinn föstudag voru 3.159
einstaklingar í sóttkví og 2.622 með
virkt smit og í einangrun, alls 5.781
einstaklingur. Í gær voru 6.187 í
sóttkví og 4.174 í einangrun, alls
10.361 einstaklingur, sem er tæplega
80% aukning yfir jólahelgina.
Þetta árið fer því saman faraldur
og ein þyngsta vika ársins í matvöru-
verslun en flest bendir til að á því
sviði hafi met fallið í netverslun.
Ásta Sigríður Fjeldsted, fram-
kvæmdastjóri Krónunnar, segir
fyrirtækið hafa sett met í netsölu um
jólin í gegnum snjallverslun Krón-
unnar.
Salan hefur komið á óvart
„Það var holskefla sem reið yfir en
það átti líklega enginn von á að þetta
ástand myndi skapast svona skjótt í
samfélaginu og margir nýta sér þá
heimsendingarþjónustuna eða sækja
pöntun í verslun. Þetta hafa verið
stærstu dagar okkar frá upphafi
Krónunnar,“ segir Ásta Sigríður um
jólasöluna. Hún segir aðspurð að
netsala á matvöru sé komin til að
vera. Veiran hafi breytt kauphegðun
og þjónustuþörf viðskiptavina.
Erlendar rannsóknir bendi til
mikillar aukningar í netsölu í ár.
Fjölgun smita skapar
metsölu í netverslun
- Heimkaup fjölgar starfsfólki - Sölumet hjá Krónunni
MMetsala á netinu … »12
_ Áfram er þörf
á stuðningi rík-
isins við starf-
semi fjölmiðla,
enda er framtíð
þeirra í húfi.
Þetta segir Lilja
Alfreðsdóttir,
ráðherra við-
skipta- og menn-
ingarmála, sem
kveðst á næstu mánuðum munu
hefja skipulega vinnu sem miði að
því að styrkja rekstrarumhverfið.
Framtíð fjölmiðla sé í húfi. Til
greina komi að þrengja umsvif
RÚV á auglýsingamarkaði, enda
verði stofnuninni bættar upp minni
tekjur sem því nemur.
„Í annan stað þarf jafnvægi í
rekstrarumhverfi milli innlendra
fjölmiðla og félagsmiðla og er-
lendra streymisveitna, sem eru um-
svifamikil á markaði hér. Skatt-
lagningu þarna þarf að breyta og
þar er valdið hjá fjármálaráðherra,
sem ég legg mikla áherslu á að bæti
úr,“ segir Lilja í viðtalinu. »11
Fjármálaráðherra
breyti sköttum í
fjölmiðlarekstri
Lilja Alfreðsdóttir
Thelma Björk Wilson