Morgunblaðið - 28.12.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Kæru viðskiptavinir
Gleðilegt nýtt ár
Þökkum frábær viðskipti á árinu sem er að líða
Bjarni Jónsson rafmagnsverk-
fræðingur gerir athugasemdir
við afstöðu nafna síns Bjarnasonar,
forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, á
blog.is og segir:
„Forstjóri OR hefur
lengi þann steininn
klappað, að ekki
vanti nýjar virkj-
anir hérlendis, og
alls ekki þurfi að
virkja til að knýja
farartæki á landi
með rafmagni eða rafeldsneyti.
Þetta er leiðinleg meinloka hjá
þessum jarðfræðingi.“
- - -
Rafmagnsverkfræðingurinn
ræðir því næst um hvað þurfi
af raforku til að knýja bifreiðar og
vinnuvélar hér á landi og segir að
vegna þessara farartækja þurfi að
framleiða með virkjun um 2 TWh/
ár. Álagið verði ekki jafndreift yfir
sólarhringinn eins og eigi við um
álverin og þess vegna þurfi tiltölu-
lega mikið uppsett afl að baki orku
til fólksbílanna en framleiðslan
verði jafnari fyrir vetnið sem
vinnuvélarnar gangi á. „Alls eru
þetta 2 TWh og 500 MW í orku- og
aflþörf vegna farartækja á landi
2030, ef vel á að vera,“ segir
Bjarni.
- - -
Við þetta bætist orkunotkun í
höfnum og lífeldsneyti á fisk-
veiðiflotann, segir Bjarni, og orku-
þörf því meiri ef nálgast eigi mark-
mið stjórnvalda. Þá bendir hann á
að landsmenn muni ekki vilja aka á
ótryggðri orku. „Þeir verða að
geta reitt sig á trausta for-
gangsorku, ef orkuskiptin eiga ein-
hvern tímann að verða barn í
brók.“
- - -
Bjarni nefnir einnig að
virkjunartími ásamt leyfisveit-
ingum sé langur hér á landi og
þess vegna veiti ekkert af því að
hefjast handa, enda sé aukin eftir-
spurn eftir orku á öðrum sviðum
líka.
Bjarni Jónsson
Vanmetin orkuþörf
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ef marka má könnun MMR meðal landsmanna þá
voru flestir með hamborgarhrygg á matseðlinum
á aðfangadagskvöld, eða 47%. Heldur hryggurinn
öruggu sæti sínu sem fyrsti kostur í hátíðar-
matnum þetta kvöld.
Næst á eftir hryggnum kom lambakjöt, annað
en hangikjöt, sem 10% ætluðu að vera með að
kvöldi aðfangadags. Nautakjöt kom sterkar inn
en áður, en 6% landsmanna ætluðu að hafa það
kjötmeti á borðum. Næst kom öndin (4%) sem fór
upp fyrir grænmetisrétt miðað við könnun MMR
fyrir ári.
Séu svör skoðuð eftir aldri þá var hamborgar-
hryggur vinsælastur í hópi 50-67 ára en þar var
svarhlutfallið 52%. Elsti aldurshópurinn var svo
líklegri en aðrir til að snæða lambakjöt á að-
fangadagskvöld. Þá reyndust svarendur í yngsta
aldurshópi líklegastir allra til að segjast ætla að
gæða sér á kalkún (11%) eða öðrum réttum en
þeim sem hér hafa verið taldir upp (22%).
Séu svörin í könnun MMR skoðuð eftir stuðn-
ingi við flokka þá naut hamborgarhryggur mestr-
ar hylli meðal kjósenda Flokks fólksins.
Hamborgarhryggur vinsælastur
- Lambakjöt lenti í öðru
sæti á aðfangadagskvöld
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hátíðarmatur Hamborgarhryggur var á flestum
borðum landsmanna á aðfangadagskvöld.
Sigurdór Sigurdórsson
blaðamaður lést á
Landspítalnum á öðr-
um degi jóla, 83ja ára
að aldri. Sigurdór var
fæddur á Akranesi 24.
nóvember 1938 og voru
foreldrar hans hjónin
Sigurdór Sigurðsson
netagerðarmaður og
Guðrún Tómasdóttir.
Ungur flutti Sigur-
dór frá Akranesi til
Reykjavíkur, þá eftir
gagnfræðapróf frá
Héraðsskólanum í
Reykholti. Nam prent-
verk og lauk prófi í þeirri iðn árið
1961. Starfaði sem prentari næsta
áratuginn og fór svo þegar fram liðu
stundir að sinna íþróttafrétta-
mennsku í ígripum. Árið 1970 gerð-
ist Sigurdór blaðamaður á Þjóðvilj-
anum og starfaði þar til ársins 1986.
Færði sig þá yfir á DV og starfaði
þar til 1997. Var blaðamaður á Degi
1997 til 2001 og eftir það til starfs-
loka á Bændablaðinu. Sem blaða-
maður skrifaði Sigurdór mikið um
pólitík, verkalýðsmál og sjávar-
útveg. Á öllum blöðunum, sem fyrr
eru nefnd, var Sigurdór jafnframt
með þætti með kveðskap og lausa-
vísum, sem hann safnaði og skráði.
Síðustu árin birti hann slíkt efni
gjarnan á netinu.
Sem ungur maður
var Sigurdór vinsæll
söngvari, meðal annars
með Hljómsveit Svav-
ars Gests. Árið 1960
söng hann inn á hljóm-
plötu Þórsmerkurljóð
við texta Sigurðar Þór-
arinssonar jarðfræð-
ings. Lagið náði mikl-
um vinsældum sem
varað hafa til þessa
dags. Á sumrin frá
1976 til 1988 var Sig-
urdór fararstjóri Ís-
lendinga á Spáni á veg-
um Úrvals.
Eftir Sigurdór liggja tvær ævi-
sögur. Spaugsami spörfuglinn, saga
Þrastar Sigtryggssonar skipherra,
kom út árið 1987. Áratug seinna
skrifaði Sigurdór bókina Það var
rosalegt þar sem Hákon Aðal-
steinsson, skáld og skógarbóndi,
sagði frá. Einnig var Sigurdór annar
tveggja höfunda bókarinnar Til
fiskiveiða fóru, sem út kom árið 1977
og fjallaði um starfsfólk og starfsemi
útgerðarfyrirtækisins Haraldur
Böðvarsson og co. á Akranesi.
Eftirlifandi eiginkona Sigurdórs
er Sigrún Gissurardóttir, en þau
gengu í hjónaband árið 1961. Dætur
þeirra eru Halldóra Guðrún, f. 1961,
og Nanna Dröfn, f. 1961, d. 2011, og
aðrir afkomendur eru fjórir.
Andlát
Sigurdór Sigurdórsson