Morgunblaðið - 28.12.2021, Side 11

Morgunblaðið - 28.12.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021 Snertifletir sem draga úr smitum Kynntu þér nanoSeptic á hreint.is Auðbrekka 8 s: 589 5000 hreint@hreint.is Söfnum í jólasjóðinn hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Jólasöfnun Guð blessi ykkur öll Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þegar veiran er að baki mun ferða- þjónustan koma efnahagslífinu aftur af stað. Menning og skapandi greinar skila sömuleiðis æ meiru til sam- félagsins, sama hver mælikvarðinn er. Hér helst allt í hendur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferða- mála, viðskipta og menningar. Upp- stokkun sú sem gerð var á skipan ráðuneyta og verkefna þeirra þegar ný ríkisstjórn tók við í lok nóvember sl. segir hún að hafi verið löngu tíma- bær. Þjóðfélagið þróist hratt og stjórnsýslan verði að fylgja því. Málaflokkar sem hugsanlega hafi verið afskiptir að nokkru leyti fái nú meira vægi og áhersluþunga. Bókastyrkir hafa skilað sér Menningar- og viðskiptaráðuneyti, sem er með aðsetur á Skúlagötu 4 í Reykjavík, tekur til starfa fljótlega á nýju ári. Helstu viðfangsefnin þar verða viðskiptamál, svo sem sam- keppnismál, ríkisaðstoð, neytenda- mál; einnig ferðamál, verslun og þjónusta, fjölmiðlar, safnamál, listir, hönnun, íslensk tunga og táknmál. „Brýnt er að hvetja íslenska lista- menn til dáða, svo vel gera þeir og bera hróður Íslands svo víða,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir þegar Morgun- blaðið ræddi við hana á dögunum. Fyrir liggur plaggið Menningarsókn – aðgerðaáætlun um listir og menn- ingu, verkefnaskrá í 18 liðum sem kynnt var í september sl. og var unn- ið að frumkvæði Lilju sem mennta- málaráðherra. Þar er að finna ýmsar tillögur að sterkara starfsumhverfi menningar í landinu, sem lögð er áhersla á að allir – sérstaklega börn- in – njóti. „Alþjóðlegra áhrifa gætir sterkt í menningu á Íslandi. Því þarf aðgerð- ir sem efla íslenska tungu og menningararfleifð. Veröldin er orðin meira og minna stafræn, sem hefur fært okkur nær hvert öðru, en líka breytt heimsmyndinni,“ segir Lilja. Hún getur þess að í sinni tíð í menntamálaráðuneyti hafi rekstr- arumhverfi bókaútgáfu í landinu ver- ið bætt og nú fáist um fjórðungur kostnaðar við útgáfu bóka end- urgreiddur. Þetta hafi skilað sér. Út- gáfa barna- og unglingabóka hafi aukist mikið sem skipti miklu fyrir lestrarhæfni ungs fólks. „Og nú verður gert betur á fleiri sviðum, svo sem með hækkun endur- greiðslna við kvikmyndagerð og stuðningi við tónlistarlífið,“ segir Lilja. „Til stendur að setja á lagg- irnar tónlistarmiðstöð, í samvinnu við listafólk, sem starfa myndi með líku lagi og til dæmis Kvikmynda- miðstöð Íslands og Miðstöð íslenskra bókmennta. Þegar hafa verið tryggð- ir fjármunir til þessa.“ Rekstrarumhverfi fjölmiðla verði bætt Rekstur íslenskra fjölmiðla er þungur. Bæði koma þar til þreng- ingar sem kórónuveiran hefur skap- að og breyttar aðstæður á markaði. Tekjumódel fjölmiðla, sem byggðist á sölu áskrifta og auglýsinga, er hrunið. Því hafa útgáfufyrirtæki á síðustu árum fengið rekstrarstyrki frá ríkinu. Lilja segir ljóst að áfram sé þörf á stuðningi við fjölmiðla, svo mikilvægir séu þeir fyrir upplýsinga- og fréttamiðlun, lýðræðislega um- ræðu og ekki síst íslenska tungu. „Framtíð fjölmiðla á Íslandi er í húfi og ég mun því á næstu mánuðum gera mjög ákveðna atlögu sem miðar að því að bæta rekstrarumhverfi þeirra. Eitt er að breyta leikreglum þannig að Ríkisútvarpið gefi öðrum miðlum meira rými á auglýsinga- markaði. Verði umsvif RÚV þrengd þarf vissulega að bæta stofnuninni slíkt upp, en bilið sem brúa þarf verð- ur samt ekki ýkja stórt,“ segir ráð- herrann og heldur áfram: „Í annan stað þarf að skapa jafn- vægi í rekstrarumhverfi milli inn- lendra fjölmiðla og félagsmiðla og er- lendra streymisveitna, sem eru umsvifamiklar á markaði hér. Skatt- lagningu þarna þarf að breyta og þar er valdið hjá fjármálaráðherra, sem ég legg mikla áherslu á að bæti úr. Fjölmiðlar eru aðgöngumiði okkar út í samfélagið og lykill að tungumálinu. Ef við drögum úr aðgengi ungs fólks að vönduðu fjölmiðlaefni á okkar móðurmáli veikist samkeppnishæfni Íslands. Sköpunarkraftur minnkar og við verðum ekki lengur þjóð. Þetta er mitt hjartans mál og ég kalla eftir liðstyrk.“ Hlustað sé á raddir borgarbúa Nú á fyrstu vikum sínum í nýju embætti hefur Lilja átt samtöl við fulltrúa til dæmis listafólks, ferða- þjónustu, viðskiptalífsins og fleiri. Kynnst þannig viðhorfum og hags- munum, sem stjórnvöldum sé í mun að mæta. Sér þyki stjórnmálin afar spennandi, hvort heldur er landsmál eða borgarpólitíkin. Á vettvangi Framsóknarflokks sé undirbúningur vegna borgarstjórnarkosninga í vor kominn á fullt. Verið er að móta stefnu og uppstilltur framboðslisti ætti að liggja fyrir í lok febrúar næstkomandi. Markmiðið er að koma flokknum í oddaaðstöðu í borgarstjórn, segir Lilja. „Ég vil borg þar sem hlustað er á raddir íbúa og farið að vilja þeirra. Þétting byggðar getur átt rétt á sér, en í Fossvogi, þar sem ég bý, finnst mér gengið fulldjarft fram eins og ég kom á framfæri á hverfisfundi með borgarstjóra á dögunum. Andstaða við byggingu háhýsa nærri versl- unarmiðstöðinni í Grímsbæ er mikil og almenn í hverfinu. Þar þarf hins vegar að styrkja svæðin og byggja sundlaug eins og lengi hefur staðið til. Einnig þarf að bæta umferðar- öryggi,“ segir Lilja og að lokum: „Við í Framsóknarflokknum sögð- um fyrir alþingiskosningarnar að framtíðin réðist á miðjunni og eins og kom á daginn. Þá var áherslumál okkar að fjárfesta í fólki og sér í lagi huga að börnum í veikri félagslegri stöðu. Þessa hugsun í velferðar- málum þarf að útfæra á fleiri sviðum og á þeim grunni mun minn flokkur berjast í borginni.“ Menning í staf- rænni veröld - Ferðaþjónusta aftur af stað - Fram- sókn nær oddaaðstöðu í borgarmálum Morgunblaðið/Eggert Fjölmiðlar eru aðgöngumiði okkar út í samfélagið og lykill að tungumálinu. Ef við drögum úr aðgengi ungs fólks að vönduðu fjölmiðlaefni á okkar móðurmáli veikist samkeppnishæfni Íslands, segir Lilja meðal annars í viðtalinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Túristar Ferðaþjónustan kemur efnahagslífinu aftur af stað, segir ráðherra. Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa ákveðið að virkja sms-skilaboð sem verða send til fólks sem fer inn á fyrirfram- skilgreint svæði umhverfis Heklu. Þetta er gert til þess að upplýsa ferðafólk um að það sé komið inn á svæði nálægt Heklu þar sem lítill fyrirvari er til þess að bregðast við ef eldgos hefst. Tekið er fram að engir fyrirboðar séu um að Hekla sé nær því að gjósa nú en áður. Telja almannavarnir rétt að nýta þessa tækni til þess að upplýsa fólk sem fer á þetta svæði um hættuna. Gripið var til sama ráðs um jólin við Fagradalsfjall, vegna aukinnar skjálftavirkni þar. Smáskilaboð virkjuð við rætur Heklu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.