Morgunblaðið - 28.12.2021, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Víða líta
menn um
öxl þessa
daga, eins og
hefðbundið er.
Sumir gefa sjálf-
um sér, og ekki
síst öðrum, einkunn fyrir
frammistöðu á liðnu ári. Og
hafi margt farið verr en
skyldi, þá er stóra afsökunin,
veiran vonda, innan seil-
ingar.
Fyrsta vor veirunnar, fyrir
hálfu öðru ári, þótti þeim sem
mest máttu vita, að þeirra
ráð hefðu dugað vel, eins og
sagt var í upphafi að ástæða
væri til að ætla, yrði þeim
fylgt út í æsar. Halda yrði
höfði og fylgja reglum fast
fram þar til kapphlaupið um
bóluefnið væri í höfn, en þá
yrðu kaflaskil. Og því verður
ekki neitað að þau skil urðu
fyrr en björtustu vonir stóðu
til og aldrei í sögu mannkyns
höfðu jafn margir varpað
öndinni léttar í senn og þá.
Jarðarbúum var vorkunn
að trúa á kraftaverk á slíkum
tímum, þegar ekki virtist
hægt að stóla á neitt annað.
Vissulega birti yfir með til-
kynningum um að bóluefnin
væru viðurkennd, þrátt fyrir
að hinu yrði ekki neitað að
æskilegt hefði verið að miklu
rýmri tími hefði gefist til að
sannreyna hvaðeina.
Ekki væri þó sanngjarnt að
halda því fram að heims-
byggðin hefði verið táldregin
og er þá átt við þann hluta
hennar sem eygði fyrstur
sprautuskammt, næsta miss-
erið eða svo.
En á daginn kom smám
saman að ekki var allt eins og
sýndist eða að öllu leyti í takt
við það sem mannskapurinn
hafði talið sig hafa ástæðu til
að vænta. Sprauturnar urðu í
flestum tilvikum tvær sem
þurfti til svo að þeim mætti
treysta til fulls gagns. Síðar
bættist einnig við það bólu-
efnið sem átti framan af að
duga eitt. Hjartalæknir
skrifaði grein í Morgunblaðið
í ágúst og benti þar á hættu á
fylgikvillum sem gætu vegið
á móti litlum ávinningi af því
að gefa ungu fólki sem fékk
Janssen-efnið örvunar-
skammt af öðru bóluefni.
„Fólk var eiginlega bara kall-
að inn, það fór kannski ekki
fram nógu mikil umræða um
að þetta gæti haft aukaverk-
anir, svo fórum við að sjá
þessi tilfelli,“ segir hann og
vísar þar til hjartavöðva- og
gollurhússbólgu.
Ríkisútvarpið
benti á að WHO,
Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunin, mælti
gegn örvunar-
bólusetningu á
þessu stigi. Rök
hennar voru m.a. þau, að
verulegar efasemdir væru
uppi um öryggi hennar og
gagnsemi og þess utan orkaði
tvímælis að setja fé og orku í
slíkt verkefni á meðan stór
hluti mannkyns hefði ekki
einu sinni fengið eina
sprautu og víða yrði enn
veruleg bið eftir henni og
reyndar með öllu óvíst hvort
úr því yrði nokkru sinni bætt.
Og við þetta allt bætist svo
að heilbrigðisyfirvöld í Bret-
landi upplýstu nú í vikunni
þær niðurstöður sínar að örv-
unarskammturinn dygði að-
eins í átta vikur, en eftir
þann tíma tæki að draga
mjög úr virkni hans!
Þá þykir mörgum mjög
vafasamt að efna til aðgerða
til að ýta á sprautun barna
frá 5 ára aldri og upp úr, án
þess að lágmarksumræða
hafi farið fram um það í land-
inu. Nýlega komu tilkynn-
ingar um að skólarnir yrðu
hafðir vettvangur bólusetn-
ingar, þótt tekið sé fram að
ekki sé um skyldubólusetn-
ingu að ræða. En þrýstings-
áhrifin á börn og foreldra,
sem fylgja þessari ákvörðun
um vettvang, eru augljós.
Fram að þessu hafa sömu yf-
irvöld játað að ekki sé verið
að bólusetja börnin vegna
þess að sýkingarhætta og
veikindi á meðal þeirra knýi
á um það, heldur er marg-
tekið fram þessi aðgerð sé
æskileg til að verja þann
hluta þjóðarinnar fyrir smit-
um, sem strax var lögð mest
áhersla á að verja, en sá hluti
er þegar svo gott sem full-
bólusettur!
Það eru mörg merki að
birtast síðustu vikur um að
heilbrigðisyfirvöld hafi ekki
sama traust og áður og mjög
æskilegt er að þau hafi svo
vel fari.
Smitrakningar og sóttkví
og einangrun á mönnum í
þúsundatali, sem ekkert er
að, eru gagnrýndar af sífellt
meiri þunga. Við þær að-
stæður er meira en lítið vafa-
samt að rjúka í barnabólu-
setningar í meintri þágu
annarra en barnanna sjálfra,
og án þess að raunveruleg
umræða við foreldra og for-
ráðamenn barnanna hafi átt
sér stað.
Það verður dýrkeypt
ef sóttvarnayfirvöld
missa trúverðug-
leika sinn að óþörfu}
Hollt að horfa um öxl
og þá fyrst fram á við
R
íkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
sem tók til starfa 28. nóvember
2021 leggur áherslu á vernd um-
hverfisins og baráttuna við lofts-
lagsbreytingar, með samdrætti í
losun, orkuskiptum og grænni fjárfestingu. Í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að
samhliða baráttunni við loftslagsbreytingar sé
það verkefni ríkisstjórnarinnar að búa sam-
félagið undir aukna tæknivæðingu og tryggja
áframhaldandi lífskjarasókn með því að leggja
áherslu á jafnvægi efnahagslegra, samfélags-
legra og umhverfislegra þátta.
Ljóst er að samdráttur í losun frá sjávar-
útvegi skiptir miklu máli svo Ísland standist
alþjóðlegar skuldbindingar og nái kolefnis-
hlutleysi. Að mati Umhverfisstofnunar er los-
un gróðurhúsalofttegunda í sjávarútvegi á Ís-
landi einkum vegna notkunar olíu sem eldsneytis í
fiskiskipum, flúoraðra gróðurhúsalofttegunda sem not-
aðar eru í kælibúnaði, og notkunar olíu sem orkugjafa í
fiskimjölsverksmiðjum.
Ég mun leggja áherslu á aðgerðir sem stuðla að um-
hverfisvænni sjávarútvegi í embætti ráðherra matvæla,
sjávarútvegs og landbúnaðar, samhliða því að leggja
áherslu á að stuðla að verndun, sjálfbærni og hagkvæmri
nýtingu nytjastofna í sjó og lifandi auðlinda hafs.
Í tíð síðustu ríkisstjórnar var unnin mikilvæg vinna
hvað varðar umhverfisvænni sjávarútveg sem byggja má
áframhaldandi vinnu á. Þar má til dæmis nefna skýrslu
starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra, Græn skref
í sjávarútvegi. Starfshópurinn sem vann
skýrsluna var skipaður í samræmi við aðgerð
í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í lofts-
lagsmálum um að dregið verði úr losun
gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi með
blönduðum aðgerðum (aðgerð B.1) og verk-
efni hópsins voru meðal annars að vinna til-
lögu að umfangi samdráttar í losun frá
sjávarútvegi árið 2030, tillögur um innleið-
ingu fjárhagslegra hvata og tillögur um
hvernig megi auka hlutfall endurnýjanlegra
orkugjafa í sjávarútvegi.
Samhliða skipan hópsins undirrituðu sex
ráðherrar og fulltrúar Samtaka fyrirtækja í
sjávarútvegi samstarfsyfirlýsingu sumarið
2020, um græn skref í sjávarútvegi, þar sem
kveðið var á um formlegt samstarf stjórn-
valda og sjávarútvegsins til að tryggja að
markmiðum Íslands í loftslagsmálum verði náð.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að tillögum
starfshóps um græn skref í sjávarútvegi verði fylgt eftir,
til að flýta eins og kostur er orkuskiptum í sjávarútvegi
og ná markmiðum um samdrátt í losun.
Það er sameiginlegt verkefni stjórnvalda og sjávar-
útvegsins að skapa umgjörð svo greinin geti haldið
áfram að leggja sitt af mörkum til þeirra nauðsynlegu
skrefa sem stíga þarf í loftslagsmálum, bæði til skemmri
og lengri tíma, og ég mun gera það sem í mínu valdi
stendur til að stuðla að framgangi þess stóra verkefnis.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Grænni sjávarútvegur
Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
B
ílgreinasambandið telur að
fyrirhuguð niðurfelling
virðisaukaskatts-ívilnana
fyrir tengiltvinnbíla nú um
áramótin sé stórt skref aftur á bak og
muni hægja á orkuskiptum bílaflota
landsmanna. Markmið stjórnvalda
um kolefnislaust Ísland árið 2040 séu
sett í uppnám. Til að tryggja að hraði
í orkuskiptum verði að minnsta kosti
sá sami og verið hefur undanfarin tvö
ár þurfi að framlengja ívilnanirnar.
Þetta kemur fram í viðbótar-
umsögn sem sambandið sendi efna-
hags- og viðskiptanefnd Alþingis á
Þorláksmessu. Með henni er brugð-
ist við röksemdum í greinargerð fjár-
mála- og efnahagsráðuneytisins í
kjölfar sameiginlegrar gagnrýni
sambandsins, Samtaka fyrirtækja í
ferðaþjónustu (SAF) og Samtaka
verslunar og þjónustu (SVÞ) á nið-
urfellinguna.
Um sjö prósent bílaflotans
Tengiltvinnbílar eða tvíorkubíl-
ar hafa tvískiptar vélar, annars vegar
fyrir bensín (eða dísel) og hins vegar
fyrir rafmagn. Hafa þeir verið mark-
aðssettir sem góður kostur fyrir þá
ökumenn sem vilja skipta yfir í raf-
magnsbíl en þurfa gjarnan að aka
mikið. Fram kemur í viðbótar-
umsögn Bílgreinasambandsins að
tengiltvinnbílar verði nú um áramót-
in að líkindum 6,7 prósent af heildar-
bílaflota landsmanna. Hreinir rafbíl-
ar verði 4,6 prósent.
Bílgreinasambandið á við
ramman reip að draga í baráttu sinni
fyrir framlengingu ívilnananna því
meirihluti efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis styður tillögu fjár-
mála- og efnahagsráðuneytisins. Er
kostnaður við framlenginguna sagð-
ur alltof mikill fyrir ríkissjóð. Ólík-
legt verður að telja að stjórnarmeiri-
hlutinn á Alþingi skipti um skoðun en
það kemur þó ekki í ljós fyrr en síðar
í vikunni við atkvæðagreiðslu um til-
löguna. Hún er ein af mörgum í svo-
kölluðum „bandormi“ sem tengist
fjárlögum næsta árs.
Í viðbótarumsögn Bílgreina-
sambandsins er sagan að baki íviln-
uninni rakin. Hún hafi komið til árið
2012 og markmiðið verið að flýta
orkuskiptum. Áhrifin hafi verið lítil
fyrstu árin vegna þess að framboð
tengiltvinnbíla hafi verið mjög tak-
markað. Breyting hafi fyrst orðið á
þessu 2016 þegar úrvalið jókst og
næstu árin hafi hlutdeildin aukist
jafnt og þétt. Þetta hafi gerst í kjöl-
far þess að drægni í akstri á raf-
magni fór að aukast verulega. Enn sé
þó sú staða uppi að úrval rafbíla sé
lítið, sérstaklega bíla með drægni
yfir 400 km á sama tíma og innviðir
hleðslukerfisins séu mjög veikir.
Meðan svo sé þurfi að viðhalda íviln-
ununum.
Varðandi þá fullyrðingu í grein-
argerð ráðuneytisins að miklir fjár-
munir hafi verið lagðir í að byggja
upp innviðina segir Bílgreina-
sambandið að aðeins sé um að ræða
„dropa í hafið í strjálbýlu landi eins
og Íslandi“. Þéttleiki hleðsluinnviða
þurfi að vera mun meiri, einstakar
stöðvar vera mun öflugri en nú er og
tengja þurfi þær við gististaði, vinnu-
staði og heimili.
Hækkar um milljón krónur
Bílgreinasambandið segir að
niðurfellingin um áramótin muni
hækka verulega verð tengiltvinnbíla.
Slíkur bíll sem nú kostar 5,5 milljónir
króna muni hækka í ársbyrjun 2022
um 960 þúsund krónur og kosta um
6,5 milljónir.
„Mikill munur er á að kaupa bíl
sem kostar 5,5 milljónir eða bíl sem
kostar 6,5 milljónir á sama tíma og
hægt er að fá bensín- eða díselbíl sem
er um 10% ódýrari eða 500 til 650
þúsund krónur,“ segir Bílgreina-
sambandið.
Sambandið bendir einnig á að í
útreikningum stjórnvalda virðist
ekki vera tekið neitt tillit til þess að
þær ívilnanir sem snúa að hreinum
rafbílum og bundnar eru við 15 þús-
und bíla kvóta muni renna sitt skeið á
enda um mitt næsta ár. Þá muni raf-
bílar einnig hækka umtalsvert í verði
eða um rúmlega hálfa aðra milljón
króna. Þetta verði til þess að hefð-
bundinn bensín- eða díselbíll verði
frekar fyrir valinu hjá kaupendum.
Þetta vinni gegn loftslagsmark-
miðum stjórnvalda.
Rúmlega 11 milljarða ívilnanir
Fjármála- og efnahagsráðu-
neytið bendir á ríkið hafi veitt raf-
magns-, tengiltvinn- og vetnisbílum
vsk-ívilnanir í tæp tíu ár og hafi þær
frá upphafi numið 21,2 milljörðum
kr., þar af 11,4 milljörðum vegna
tengiltvinnbíla. Fjöldi tengiltvinnbíla
sé orðinn rúmlega 13 þúsund og raf-
magnsbílar liðlega 10 þúsund. Þetta
telur ráðuneytið sýna að orkuskipti í
samgöngum séu komin á fullt skrið.
Ríkisstjórnin hafi sett sér metnaðar-
full markmið um að Ísland nái kol-
efnishlutleysi og fullkomnum orku-
skiptum ekki seinna en árið 2040 og
verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst
ríkja. Er vísað til þess að í Noregi
hafi gengið hraðast að ná upp hlut-
deild rafbíla og þar í landi beinist
vsk-ívilnanir eingöngu að hreinorku-
bílum.
Tekist á um ívilnanir
fyrir tengiltvinnbíla
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tengiltvinnbíll Hér er Range Rover Evoque. Rafdrægnin er 54 km og
meðaleyðsla 1,7 lítrar. Tekur um sex sekúndur að ná 100 kílómetra hraða.