Morgunblaðið - 28.12.2021, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021
Jólasól Það hefur viðrað vel til gönguferða á höfuðborgarsvæðinu um jólin og það skemmir ekki fyrir göngufólki að sólin er aðeins farin að hækka á lofti og daginn tekið að lengja á ný.
Kristinn Magnússon
WASHINGTON,
DC – Vladimír Pútín
Rússlandsforseti lýsti
andstöðu sinni við
stækkun Atlantshafs-
bandalagsins, NATÓ,
á árlegum blaða-
mannafundi sínum 23.
desember. „Hvernig
þætti bandarískum
stjórnvöldum ef við
stilltum upp eld-
flaugum í nánd við
landamæri þeirra að Kanada eða
Mexíkó?“ nefndi hann sem dæmi.
Herskár málflutningur forset-
ans og hinn mikli söfnuður herafla
hans við úkraínsku landamærin
gefur til kynna yfirvofandi innrás
í því augnamiði að stækka rúss-
neskt áhrifasvæði og fyrirbyggja
hugsanlega aðild Úkraínu að
NATÓ. Þar með gæti Evrópa þok-
ast nær sinni háskalegustu milli-
ríkjadeilu frá því á dögum síðari
heimsstyrjaldarinnar.
Stríð er varla nein skyndi-
ákvörðun þegar litið er til þeirra
fórna, sem Rússar þyrftu líkast til
að færa við innrás í nágrannarík-
ið. Þrátt fyrir að herstyrkur
Úkraínu jafnist hvergi á við þann
rússneska standa Úkraínumenn
mun betur að vígi nú, en árið 2014
þegar Rússar sóttu að Krímskaga
og studdu aðskilnaðarsinna í aust-
urhluta Donbas-svæðisins. Fjand-
samleg stefna í samskiptum við
Úkraínu hefur snúið stærstum
hluta Úkraínumanna gegn Rúss-
um og aukið líkurnar á sterkri
andspyrnu almennings reyni
Rússar að leggja undir sig úkra-
ínsk landsvæði. Pútín mætti því
reikna með miklu mannfalli úr sín-
um röðum auk umfangsmikilla við-
skiptaþvingana af hálfu Banda-
ríkjanna og bandalagsþjóða þeirra
í Evrópu.
Gulrætur og
hvatakerfi
Þar sem Rússar
ættu von á svo blóð-
ugum fórnum, kjósi
þeir að hefja stríð,
ríkir nokkur von um
að diplómatísk sam-
skipti gætu komið í
veg fyrir átök. Hér
má minna á nýlega og
ítarlega viðræðu-
áætlun frá Moskvu
um samningaviðræður
er snúa að öryggis-
málum í Evrópu. Þrátt fyrir að
fjöldi slíkra áætlana af rúss-
neskum uppruna hafi runnið út í
sandinn, eru Bandaríkin og banda-
lagsþjóðir þeirra í Evrópu í start-
holunum fyrir viðræður við Rússa,
sem gætu jafnvel hafist fljótlega
eftir áramótin. Þar ættu banda-
lagsríkin að stilla upp hvatakerfi
gagnvart Rússum, vænlegu til að
varða leiðina að friði við Úkraínu,
en um leið með innbyggðum refsi-
vendi kjósi Pútín að fara í stríð.
Ein af gulrótunum í hvatakerf-
inu gæti sem best verið yfirlýsing
NATÓ um að þar á bæ sé ekki
ætlunin að gera Úkraínu að útstöð
fyrir fullkomnustu vopn vest-
urveldanna. Þrátt fyrir að frekju-
gangur Rússa í garð Úkraínu sé
með öllu óviðunandi má vel hafa
skilning á ótta Rússa við hugs-
anlega aðild hervæddrar Úkraínu
að NATÓ. Stórveldum er engin
þægð í að önnur stórveldi stilli sér
upp í forstofunni hjá þeim.
Engu að síður er það hárrétt
ákvörðun Bidens Bandaríkja-
forseta og bandalagsríkja hans í
NATÓ að neita Pútín um staðfest-
ingu á að Úkraínu verði ekki boð-
in aðild að NATÓ. Þegar allt kem-
ur til alls snýst ein meginreglna
bandalagsins um að fullvalda ríki
taki sjálf ákvarðanir í eigin mál-
um.
Auk þess er aðild Úkraínu að
NATÓ ekki fyrirsjáanleg. Fyrir
utan að ögra Rússum boðaði slík
aðild bandalaginu varnarskyldu
gagnvart ríki sem deilir 2.414 kíló-
metra löngum landamærum með
Rússlandi. Þetta hefur Biden ekki
farið í grafgötur með auk hins, að
ekki komi til greina að senda
bandaríska hermenn inn á úkra-
ínskt landsvæði.
Ef allt brygðist
Þarna eru staðreyndir sem
bjóða upp á tækifæri í diplómat-
ískum samskiptum, aðild að
NATÓ krefst samþykkis allra
gildra aðildarríkja. Biden ætti því
auðvelt með að sannfæra Pútín
um að Úkraína komi vart til
greina sem aðildarríki. Ef allt
brygðist gætu aðildarríki banda-
lagsins hið minnsta lofað hömlum
á þann vopnabúnað sem tiltækur
yrði í Úkraínu. Bandalagið gæti
enn fremur, að minnsta kosti í
fræðum heldur en framkvæmd,
staðið við að þangað séu ný ríki
velkomin. Slíkt uppfyllir kannski
ekki það loforð, er Pútín krefst,
en gæti þó slegið á þann ótta for-
setans að hann eigi von á NATÓ-
ríki upp við sín landamæri.
Eins mættu bandarísk stjórn-
völd leggja sitt lóð á vogarskál
þess að halda Minsk-sam-
komulagið frá 2014 og ’15 og
skera þannig á frekari framrás
Rússa á Donbas-svæðinu. Þar með
væri fullveldisréttur Úkraínu yfir
svæðum, sem nú eru á valdi að-
skilnaðarsinna, hliðhollum Rúss-
um, að minnsta kosti í sjónmáli.
Slíkt skref ættu Rússar að launa
með því að falla frá öllum áætl-
unum um innrás og veita Úkra-
ínumönnum stjórn á Donbas á
nýjan leik.
Hvorki hefur gengið né rekið að
halda Minsk-samkomulagið, þrátt
fyrir dyggan stuðning Frakka og
Þjóðverja, er þar hvorum tveggju
um að kenna, Úkraínumönnum og
Rússum. Þarna ætti Washington
að sjá sér leik á borði. Vest-
urveldin og Rússland neyðast til
að vera sammála um að vera
ósammála um ólögmæta innrás
Rússa á Krímskaga, yrði Minsk-
samkomulagið í heiðri haldið gæti
það endað ófriðinn í Austur-
Úkraínu sem kostað hefur 10.000
manns lífið og gott betur.
Standi Rússar við sinn hluta
samkomulagsins væri vesturveld-
unum kleift að nota hótanir sínar
frá 2014 um viðskiptaþvinganir
sem skiptimynt. Auk þess að
áminna úkraínsk stjórnvöld um að
standa við sinn hluta samninganna
ættu þau vestrænu að nota tæki-
færið og hvetja stjórnendur í
Kænugarði til þess að draga úr
spillingu. Úkraína á sitt ekki ein-
göngu undir því að losna við frekj-
una í Rússum, heldur einnig að
hemja ólígarkana [fámennan hóp
viðskiptajöfra og að sumra áliti
spillingarpésa hverjum óx fiskur
um hrygg vegna ýmissa sérrétt-
inda eftir fall Sovétríkjanna, –
innsk. þýð] og taka til í stjórn-
málum á heimavelli.
Að velja sínar orrustur
Að lokum ætti NATÓ ásamt
bandamönnum að leggja of-
urþunga á tilboð Rússa um alhliða
viðræður um öryggi Evrópu. Úlf-
úð Rússa í garð vesturveldanna
hefur gert þá nánari Kínverjum
og getið af sér samband sem eflir
hvorn tveggja, Pútín og Xi Jinp-
ing Kínaforseta. Þar er Rússland
þó litli bróðirinn sem í raun ætti
ekki að sætta sig við framrás Kín-
verja í heiminum, nokkuð sem
Bandaríkin og Evrópa ættu að
nýta sér til að fá Rússa til að snú-
ast á sveif með sér. Stjórnendur í
Kreml þyrftu að átta sig á því að
þeim er í lófa lagið að bæta sam-
búðina við vestrið – þó með því
skilyrði að þeir beri klæði á vopn-
in gagnvart Úkraínu.
Þarna er heilmikið tækifæri.
Vesturlönd eiga ekki að fara í
grafgötur með að þau séu þess
albúin að beita Rússa við-
skiptaþvingunum ráðist þeir á
Úkraínu. Í þeim þvingunum fælist
meðal annars að útiloka Rússa frá
alþjóðlega greiðslukerfinu
SWIFT, lama stærstu banka
Rússlands, gera gasmiðilinn Nord
Stream 2 milli Rússlands og
Þýskalands að engu og sauma að
ólígörkum í innsta hring Pútíns.
Þá þurfa þeir NATÓ-menn
einnig að gera það með öllu skýrt
að Úkraína eigi stuðning þeirra
vísan láti Rússar til skarar skríða.
Pútín er því marki brenndur að
velja sér þær orrustur sem hann
getur sigrað í án mikilla fórna.
Leiða þarf honum fyrir sjónir að
innrás í Úkraínu verður honum
dýrkeypt.
Bandaríkjamenn eiga að ganga
fram fyrir skjöldu í einbeittu átaki
NATÓ til að láta reyna á dipló-
matískar lausnir, en um leið búa
sig undir að sýna tennurnar
bregðist þær lausnir. Aðeins
þannig má koma í veg fyrir átök
sem enginn yfirgefur sem sigur-
vegari.
© Project Syndicate, 2021
Eftir Charles A.
Kupchan » Vesturlönd eiga ekki
að fara í grafgötur
með að þau séu þess
albúin að beita Rússa
viðskiptaþvingunum
ráðist þeir á Úkraínu.
Charles A.
Kupchan
Höfundur er prófessor í alþjóða-
samskiptum við Georgetown-háskóla
auk þess að eiga sæti í ráðgjafaráði
Bandaríkjanna um erlend samskipti
og öryggisráði sömu þjóðar árin 2014
til 2017.
Milli skers og báru í Úkraínu