Morgunblaðið - 28.12.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.12.2021, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021 Það verður forvitnilegt að sjá hvernig íslenska karlalands- liðinu í handknattleik reiðir af á Evrópumeistaramótinu í Ung- verjalandi og Slóvakíu sem hefst um miðjan janúar næst- komandi. Eftir kynslóðaskipti og heldur dræman árangur lands- liðsins á stórmótum á undan- förnum árum er farið að gæta nokkurrar bjartsýni á ný og ekki að ósekju. Íslenska liðið er lygilega vel statt þegar kemur að örvhent- um skyttum þar sem Ómar Ingi Magnússon, Teitur Örn Einars- son, Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson eru allir í lokahópnum enda erfitt að skilja nokkurn þeirra eftir. Leikstjórnendurnir og rétthentu skytturnar Aron Pálmarsson, Janus Daði Smára- son og Gísli Þorgeir Kristjáns- son glímdu allir við meiðsli fyrr á árinu en eru allir þrír í frá- bæru formi um þessar mundir og er það afar góðs viti fyrir EM í janúar. Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er þá marka- hæsti leikmaður þýsku 1. deild- arinnar og mætir sjóðheitur til leiks á mótið. Ætli liðið sér hins vegar að ná einhverjum árangri á mótinu nægir ekki bara að vera með öfluga sóknarmenn. Það er klisja að segja að varnarleikur og markvarsla verði að vera í lagi en hún er engu að síður sönn. Liðið hefur á að skipa gnægð sterkra varn- armanna og markvarða. Efniviðurinn til þess að ná góðum árangri á EM er því sannarlega fyrir hendi og vona ég að byrjunin á nýju gullaldar- skeiði handboltalandsliðsins fari brátt í hönd. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá franska karlalands- liðinu í handknattleik í undirbún- ingi þess fyrir EM 2022 í Ungverja- landi og Slóvakíu þar sem alls eru átta leikmenn smitaðir af henni. Þeir Nikola Karabatic, Benoit Kounkoud, Yanis Lenne, Rémi Des- bonnet, Hugo Descat, Aymeric Minne, Dylan Nahi og Élohim Prandi hafa allir greinst með veir- una og taka því ekki þátt í fyrsta hluta undirbúnings franska liðsins fyrir EM. Nedim Remili hafði áður dregið sig úr hópnum vegna fótbrots og markvörðurinn Vincent Gérard kemur ekki strax til móts við franska landsliðsins vegna fjöl- skyldumála. Aðalþjálfarinn Guillaume Gille hefur því þurft að kalla fjölda leik- manna á æfingar til bráðabirgða þar sem ansi fáliðað var orðið hjá þeim. Frakkar eru í riðli með Króatíu, Serbíu og Úkraínu á EM og mæta Íslandi í milliriðli ef báðar þjóðir komast þangað. Átta Frakkar eru smitaðir KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: MG-höllin: Stjarnan – Breiðablik ....... 18.15 TM-hellirinn: ÍR – Vestri .................... 19.15 Í KVÖLD! ÞJÓÐVERJAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Þrjú af þekktustu liðunum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu leggja traust sitt á þýska knattspyrnstjóra um þessar mundir. Jürgen Klopp gerði Liverpool að meisturum, nokk- uð sem engum hafði tekist í þrjá ára- tugi, og ferskir vindar virðast blása hjá Chelsea með tilkomu Thomasar Tuchels. Manchester United reri ný- lega á sömu mið og réð Ralf Rang- nick. Hans virðist bíða það verkefni að fara í stefnumótun hjá félaginu þótt hann sé alla vega fyrst um sinn knattspyrnustjóri þess. Rangnick er nokkru eldri en Tuch- el og Klopp. Hann fæddist 1958 og er því 63 ára gamall. Tuchel er hins veg- ar fæddur 1973 og Klopp 1967. Bæði Tuchel og Klopp höfðu kynnst Rangnick áður en þeir urðu sjálfir þekktir knattspyrnustjórar. Rangnick og Tuchel þekkjast vel því Rangnick var eins konar fyrir- mynd fyrir Tuchel þegar núverandi stjóri Chelsea var að færa sig yfir í þjálfun. Rangnick útvegaði Tuchel starf hjá um aldamótin hjá VfB Stuttgart, liði sem Íslendingar fylgd- ust vel með á árum áður. Rangnick stýrði þá aðalliði Stuttgart og fékk Tuchel til að stýra U15 ára liðinu en einnig mun Tuchel hafa verið með unga leikmenn á aukaæfingum. Þar hafa til dæmis verið nefndir til sög- unnar Mario Gómez og Holger Badstuber. Kynntust hjá Ulm Rangnick er fæddur og uppalinn í Backnang sem er um 30 kílómetra norðaustur af Stuttgart. Klopp fædd- ist í Stuttgart en ólst upp annars staðar í Baden-Württemberg- héraðinu. Tuchel ólst hins vegar upp í Krumbach í Bæjaralandi og var sem ungur leikmaður hjá Augsburg, liði Alfreðs Finnbogasonar. Hann lék hins vegar aldrei með aðalliði félags- ins. Tuchel lék nokkra leiki með Stutt- garter Kickers en var síðar hjá Ulm frá 1994 til 1998 þegar meiðsli bundu enda á leikmannsferilinn. Rangnick tók við liði Ulm árið 1997 og var þar til 1999. Leiðir knattspyrnustjóra Manchester United og Chelsea lágu því saman hjá hinu lítt þekkta liði Ulm. Borgin Ulm er í Baden- Württemberg-héraðinu en við Bæj- araland. Hún hefur verið einna þekktust fyrir að vera fæðingar- staður Alberts nokkurs Einsteins. Hér má skjóta því inn til fróðleiks að einn Íslendingur hefur leikið með Ulm en Helgi Kolviðsson gerði það 2000-2001. Helgi rétt missti því af Tuchel og Rangnick en Helgi lék hins vegar með Klopp hjá Mainz áður en Helgi fór til Ulm. Það vakti ekki sér- staklega mikla athygli á Íslandi þeg- ar Helgi gekk til liðs við Mainz árið 1998 en það er merkileg staðreynd að bæði Jürgen Klopp og Thomas Tuc- hel hafa stýrt liði Mainz. Báru ekki af á vellinum Rangnick, Tuchel og Klopp eiga það sameiginlegt að þeim tókst ekki að leggja heiminn að fótum sér sem leikmenn. Rangnick lék ekki með þekktum liðum frekar en Tuchel. Klopp var hjá Mainz í meira en ára- tug sem er ágætt út af fyrir sig en myndi ekki flokkast undir það að slá í gegn. Eitt sinn voru menn varla ráðnir knattspyrnustjórar nema þeir hefðu sjálfir verið atvinnumenn í knattspyrnu og helst þekktir. Þetta hefur breyst mikið í seinni tíð sem betur fer eins og sést hjá þessum þremur Þjóðverjum. Í bókinni Soccernomics frá 2014 koma þeir Simon Kuper og Stefan Szymanski inn á hvernig þetta hefur breyst og nefna Arrigo Sachi sem einn þeirra fyrstu sem treyst var fyrir stórliði eins og AC Milan þótt hann hafi ekki verið atvinnumaður í íþróttinni áður. Tuchel var 25 árs þegar hann lék síðast með Ulm og var 27 ára þegar Rangnick útvegaði honum starfið hjá Stuttgart. Ulm var í 3. deild þegar Tuchel var þar ungur leikmaður og kynntist Rangnick. Tuchel hefur greint frá því að hann sé undir áhrif- um frá Rangnick sem knattspyrnu- stjóri. Enda var það svo að Tuchel setti sig sjálfur í samband við Rang- nick þegar Tuchel hafði afskrifað að snúa aftur á völlinn eftir meiðsli. Þá var Rangnick eins og áður segir hjá Stuttgart og var í aðstöðu til að rétta Tuchel hjálparhönd. Eftir að hafa verið með U15 ára liðið tók Tuchel við U19 ára liðinu hjá Stuttgart. „Mér fannst mjög sárt að geta ekki spilað lengur en Rangnick hjálpaði mér að finna nýja ástríðu,“ segir Tuchel í samtali við Ben Lyttle- ton í bókinni Edge. Þar ræðir Lyttle- ton einnig við Rangnick sem segir það hafa blasað við að Tuchel gæti orðið snjall þjálfari. „Spurningarnar sem hann spurði og gagnrýnin nálgun á leiki liðsins báru það með sér að þar færi hæfi- leikaríkur ungur maður sem ætti framtíðina fyrir sér sem þjálfari. Fjótlega fannst mér það vera aug- ljóst,“ sagði Rangnick. Bauð Tuchel aftur starf Svo fór að Rangnick og Tuchel áttu eftir að verða andstæðingar í Þýskalandi og eru það aftur nú í ensku úrvalsdeildinni. Um tíma stýrðu þeir liðum í Þýskalandi á sama tíma og Klopp og Pep Guardiola stjóri Manchester City. Guardiola var hjá Bayern München og Klopp hjá Dortmund. Þegar Rangnick var yfirmaður knattspyrnumála hjá RB Leipzig bauð hann Tuchel knatt- spyrnustjórastöðuna. Tuchel var hik- andi og þáði ekki starfið. Hann réð sig til Borussia Dortmund árið eftir og náði þar eftirtektarverðum árangri. Erfitt er að geta sér til um hvernig ferillinn hefði þróast ef Tuchel hefði ráðið sig til Leipzig. Bók Lyttletons kom út árið 2017 en þar segir Rangnick að Tuchel hafi valið vel. „Hann gerði allt rétt og hef- ur náð miklum árangri með Dort- mund. Ég er viss um að hann gæti stýrt hvaða liði sem er í heiminum í framtíðinni,“ hefur Lyttleton eftir Rangnick. Þegar þeir ræddu saman var Tuchel sem sagt ennþá hjá Dort- mund en átti síðar eftir að taka við París Saint-Germain og Chelsea. Gaf Tuchel tækifæri - Töluverð tengsl eru á milli knattspyrnustjóra Manchester United og knatt- spyrnustjóra Chelsea - Þrjú af þekktustu ensku liðunum treysta á Þjóðverja AFP Chelsea Thomas Tuchel stendur sig vel á Stamford Bridge. AFP Man Utd Ralf Rangnick reynir að reisa við veldið á Old Trafford. Brynjar Ingi Bjarnason, landsliðs- miðvörður í knattspyrnu, er orðinn leikmaður Vålerenga í Noregi en Óslóarfélagið tilkynnti í gær að gengið hefði verið frá kaupum á honum frá Lecce á Ítalíu og samið við hann til 2025. Brynjar, sem er 22 ára gamall, lék tíu af tólf lands- leikjum Íslands á árinu og fór til Lecce frá KA á miðju sumri en spil- aði aðeins einn leik í B-deildinni. Hann verður tíundi Íslendingurinn til að spila með Vålerenga frá upp- hafi en fyrir hjá félaginu er fram- herjinn Viðar Örn Kjartansson. Sömdu við Brynj- ar Inga til 2025 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ósló Brynjar Ingi Bjarnason er kominn til liðs við Vålerenga. Knattspyrnukonan Fanndís Frið- riksdóttir hefur staðfest að hún er með slitið krossband í hné og mun hún því ekki leika með Val á kom- andi tímabili. „Fótboltahjartað er í 1.000 molum. Krossbandið slitið, langt og strangt ferli fram undan. Knús og kossar,“ skrifaði Fanndís á instagram-aðgangi sínum í gær. Fanndís, sem er 31 árs, hafði snúið aftur á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð snemma á síðasta tíma- bili og lét vel að sér kveða þegar Valur stóð uppi sem Íslandsmeist- ari í haust. Fanndís ekki með á næsta ári? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meiðsli Fanndís Friðriksdóttir er með slitið krossband í hné. Newcastle var óheppið að landa ekki öðrum sigri sínum á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld þegar Manchester Unit- ed kom í heimsókn á St. James’ Park. Allan Saint-Maximin kom New- castle yfir á 7. mínútu en varamað- urinn Edinson Cavani jafnaði fyrir United á 71. mínútu, 1:1. David de Gea kom í veg fyrir sigur Newcastle með frábærri markvörslu og þá átti Jacob Murphy, leikmaður Newcastle, stangarskot rétt fyrir leikslok. Jafnteflið þýðir að New- castle situr áfram í næstneðsta sæti og er með flest töpuð stig af öllum í deildinni. Heil umferð var á dagskrá deild- arinnar næstu þrjá daga en þegar hefur tveimur leikjum af sex sem fram áttu að fara í dag verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Wolves getur ekki sótt Arsenal heim og Leeds getur ekki tekið á móti Aston Villa þar sem of mörg smit eru í leikmannahópum Wolves og Leeds. Newcastle var nálægt sínum öðrum sigri í vetur AFP Góður David de Gea með eina af markvörslum sínum gegn Newcastle.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.