Morgunblaðið - 29.12.2021, Blaðsíða 15
Hörpu. Hugurinn sveimar á
móti opnu hafi og þau stíga aft-
ur í vænginn hvort við annað á
nýjum stað.
Sigríður Magnúsdóttir
Ásmundur Friðriksson.
Ég á margar minningar um
yndislega vinkonu mína, en í
raun stendur engin ein þeirra
upp úr. Það er meira Harpa
sjálf, hennar persónuleiki og til-
vera í lífi mínu. Harpa var
traust, trygglynd, hlý og falleg
að innan sem utan. Hún var mér
sem stóra systir og ef henni
fannst ég ekki bregðast rétt við
sagði hún „nei Drífa“ og það
mikla virðingu bar ég fyrir
henni að ég hlustaði eftir hennar
sjónarmiði og fór eftir því. Þótt
ég hafi búið erlendis undanfarin
20 ár áttum við Harpa í daglegu
sambandi, mest í gegnum síma
og skilaboð sem gerði þessa
fjarlægð ekki svo mikla en mikið
var alltaf gaman að hittast.
Harpa kom ásamt dætrum sín-
um að heimsækja okkur í Kan-
ada árið 2017 og við áttum eft-
irminnilegar stundir. Þær komu
fyrir mæðradaginn og við Harpa
vorum dekraðar af dætrum okk-
ar og manni mínum sem kolféll
fyrir Hörpu. Við hjónin fórum
svo til Vestmannaeyja árið eftir
í boði Hörpu og fjölskyldu og
bjuggum til yndislegar minning-
ar.
Við Harpa ræddum oft um
ríkidæmi okkar í þeim börnum
og tengdabörnum sem við eign-
uðumst og vorum við sammála
um að það væri okkar helsta
lukka í lífinu.
Harpa var mér stoð og stytta
þegar maðurinn minn greindist
með illvígt krabbamein þótt hún
hefði sjálf greinst með sitt mein
á svipuðum tíma. Hún skildi vel
hvað þetta var mikið álag fyrir
okkur hjónin þar sem Harpa
hafði misst Gogga sinn árið
2001. Goggi var stóra ástin í lífi
hennar. Ég man daginn sem hún
kom með hann heim til mín í ris-
íbúðina og ég heyrði hana kalla
neðst í stiganum: „Drífa, ég er
trúlofuð“ og þvílíkir hnullungar
á fingrum þeirra eins og þá var
tískan. Þau giftu sig og þeirra
hjónaband stóð upp úr sem eitt
það hamingjuríkasta sem ég hef
vitað um. Henni fannst hann
alltaf sætur og var alltaf jafn
skotin í honum öll árin sem þau
áttu saman. Hún talaði alltaf um
hann sem „Gogga minn“ og
sagði að betri lífsförunaut væri
ekki hægt að finna. Mennirnir
okkar voru fæddir sama dag og
ár og alltaf fylgdu afmæliskveðj-
ur til Ron frá Hörpu.
Harpa mín átti góðan bak-
hjarl úr barnæsku sinni og upp-
eldi. Þótt þessi fjölskylda hafi
fengið mótvind mætti ég aldrei
öðru en æðruleysi, ást og skiln-
ingi á heimili þeirra. Það var
mannbætandi að fá að vera hluti
af þessari fjölskyldu. Rútur
þoldi aldrei ósætti og kenndi
okkur umburðarlyndi. Við
Harpa töluðum um hann sem
bangsapabba í Dýrunum í
Hálsaskógi sem sagði „öll dýr í
skóginum eiga að vera vinir“ og
„ekkert dýr má borða annað
dýr“.
Elsku Harpa mín, ég gæti
skrifað heila bók um þig og okk-
ar dýrmæta vinskap. Ég geymi
þig í huga mínum og hjarta.
Hvíldu í friði, elsku hjartans
Happy mín, ég elska þig til
tunglsins og til baka.
Elsku Lilja, Kiddi og Alda,
Ragga, Helga og Eyþór. Ykkar
sorg er mikil og ég á engin orð
til að auðvelda ykkur missinn og
sársaukann. Og þið elsku ömm-
ustrákar, hvernig er hægt að
skilja þetta?
Ég bið algóðan Guð að
styrkja ykkur og hugga. Eins vil
ég skila innilegri samúðarkveðju
til annarra vina og vinkvenna
Hörpu sem mér finnst ég þekkja
þar sem Hörpu varð svo tíðrætt
um ykkur. Guð blessi ykkur öll.
Drífa J. Foster.
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021
✝
Geir Ágústsson
fæddist á Rauf-
arhöfn 17. sept-
ember 1926. Hann
lést á Hrafnistu
Laugarási 13. des-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Kristbjörg
Stefanía Jóhanns-
dóttir, f. 23. júlí
1897, d. 14. desem-
ber 1976, og Guð-
berg Ágúst Magnússon, f. 28.
ágúst 1895, d. 5. október 1970.
Þau Ágúst og Kristbjörg eign-
uðust átta börn og eru þau öll
látin. Systkini Geirs eru: Magn-
ús, f. 1918, Ívar, f. 1921, Baldvin,
f. 1923, Karl, f. 1924, Guðný, f.
1929, Hilmar, f. 1931, og Gunn-
ar, f. 1932.
Geir kvæntist hinn 4. mars
1949 Ingigerði Guðmunds-
dóttur, f. 1. febrúar 1921, d. 12.
janúar 2018. Synir þeirra eru: 1)
Þór, f. 1960, maki Fjóla Kristín
Halldórsdóttir. Börn þeirra eru
Fanney, Sindri, Þórdís og Magni
Mar og barnabörnin eru átta.
Geir ólst upp á Raufarhöfn.
Eftir barnaskólagöngu stundaði
hann sjómennsku en flutti suður
og hóf nám í húsasmíði við Iðn-
skólann í Reykjavík árið 1945 og
síðar við Meistaraskólann. Eftir
nám vann Geir við húsasmíðar í
Reykjavík. Á þessum árum
kynntist hann Ingigerði Guð-
mundsdóttur frá Blesastöðum á
Skeiðum.
Geir og Ingigerður hófu bú-
skap í Vesturbæ Reykjavíkur
þar til þau fluttu til Raufar-
hafnar árið 1949 og bjuggu þar
til ársins 1966. Þá fluttu þau til
Reykjavíkur yfir vetrartímann.
Þau dvöldu á Raufarhöfn til árs-
ins 1975 er þau fluttu alfarið til
Reykjavíkur.
Geir var mikill athafnamaður
á Raufarhöfn, sat um tíma í
sveitarstjórn og var hann mik-
ilvirkur trésmiður á staðnum og
byggði þar fjölda húsa. Má
nefna Hafsilfursbraggann,
Borgarplanið, nýja Kaupfélags-
húsið, Læknishúsið, Barnaskól-
ann og félagsheimilið Hnitbjörg.
Auk þess fjölda íbúðarhúsa sem
hann teiknaði mörg hver. Hann
byggði húsið Breiðablik. Rak
þar trésmíðaverkstæði í öðrum
helmingi hússins en í hinum var
íbúð þeirra hjóna þar sem allir
fjórir synirnir ólust upp. Uppi á
lofti voru verbúðir á síldarár-
unum. Margar eldhúsinnrétt-
ingar sem hann smíðaði standa
enn í dag. Breiðablik er nú í eigu
eldri borgara á Raufarhöfn.
Sjómennskan átti einnig hug
hans allan og stundaði hann
smábátaútgerð í fjölda ára sam-
hliða smíðunum, í byrjun með
bróður sínum Hilmari eða einn
og átti í gegnum tíðina fjölda
báta á Raufarhöfn og Reykjavík.
Síðustu árin bjó Geir á Hrafn-
istu, Laugarási en þar áður í
Goðheimum 22 í Reykjavík.
Útför Geirs fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 29. des-
ember 2021, klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Ágúst, f. 1949, maki
Ingibjörg Sigurð-
ardóttir. Börn
Ágústs og Karenar
Eberhardtsdóttur
eru Geir, Ómar og
Svava og barna-
börnin eru sjö. 2)
Ingi Örn, f. 1951,
maki Soffía Stein-
unn Sigurðardóttir.
Börn þeirra eru
Inga Björk, Re-
bekka og Þröstur og barnabörn-
in eru sjö. 3) Guðmundur, f.
1957, í sambúð með Ástu
Snorradóttur. Barn Guðmundar
og Hildar Hilmarsdóttur er
Birna Málmfríður. Börn Guð-
mundar og Bryndísar Ottós-
dóttur eru Ingigerður, Edda,
Rannveig Ása og Magnús Ari.
Barnabörnin eru sjö. Börn Ástu
eru Eydís Þuríður og Unnur Að-
alheiður Halldórsdætur. Barna-
börn Ástu eru þrjú. 4) Magni
Elsku afi minn. Svo margar
minningar fara í gegnum hugann
þessa dagana en það fyrsta sem
kemur upp í hugann eru stóru
hlýju hendurnar þínar sem tóku
utan um mann þegar maður kom
í heimsókn. Þú tókst í hendurnar
á manni og alltaf voru þínar
hendur hlýjar. Höndunum þín-
um fylgdi öryggi og hlýja sem ég
mun minnast alla tíð og tala um
þegar við minnumst þín. Börnin
mín tala líka um hlýju hendurn-
ar þínar þegar við minnumst þín
og það þykir mér vænt um. Mik-
ið sem ég er þakklát fyrir að
hafa getað verið hjá þér síðustu
dagana og haldið í hendurnar
þínar.
Goðheimarnir voru eins og
ævintýraheimur fyrir okkur þeg-
ar við vorum lítil. Þið amma vor-
uð alltaf tilbúin að taka á móti
okkur, hvenær sem var. Bílskúr-
inn þinn eins og fjársjóðskista
þar sem allt var í röð og reglu.
Hvert einasta skrúfjárn og tæki
átti sinn stað. Ótal margar trillu-
ferðir með þér og pabba sem
voru alltaf spennandi og eitthvað
sem ég man hvað var sérstakt.
Fyrir allar þessar minningar og
ótal fleiri er ég þakklát og ég
geymi þær í hjarta mér.
Knúsaðu fallegu ömmu frá
mér og gefðu Jenný minni hlýju
hendurnar þínar. Þangað til ég
hitti ykkur… knús og kossar.
Þín
Rebekka.
Elsku afi, nú hefur þú kvatt
þennan heim og ert kominn í
þann sama og amma. Þú varst
saddur lífdaga en umkringdur
lífi. Minningar mínar og þinna
fjölmörgu afkomenda um þig
munu lifa áfram. Þú varst mér
stór fyrirmynd og ég lærði mikið
af þér. Óþol þitt gagnvart lán-
tökum hefur til dæmis skilað sér
mjög vel til mín. Þú varst líka
mikill afi og langafi. Heimili þitt
og ömmu breyttist reglulega í
leikvöll hlaupandi krakka sem
æddu í allar skúffur og rákust í
allar hillur á meðan þú sast ró-
legur og fylgdist með öllum
hamaganginum. Stór hluti æsku-
minninga minna er frá þessum
aðstæðum og þær gerðu mig að
hluta að þeim manni sem ég er í
dag. Ég fullyrði að hið sama
gildi um flesta afkomendur þína.
Mér fannst alltaf gaman að
ræða stjórnmál og samfélagsmál
almennt við þig. Við vorum ekki
sammála um margt þar. Einu
sinni sagðir þú mér frá símtali
sem þú fékkst. Þar var maður á
hinum endanum sem ætlaði sér
að ræða við Geir Ágústsson
vegna blaðagreinar hans. Þú
þurftir að frábiðja þér það sam-
tal því þú værir ekki sami Geir
Ágústsson og skrifaði þá grein.
Það var ég hins vegar. Þú last
blaðagreinar mínar og skamm-
aðir mig stundum fyrir þær en
aldrei í geðshræringu. Okkar
samtöl voru uppbyggileg.
Þú varst mikill húmoristi. Í
eitt skipti þakkaðir þú mér fyrir
að koma í kvöldmat til þín og
ömmu því þá þyrftir þú ekki að
borða afganga. Matarsóun var
ekki liðin en fyrir gesti var alltaf
veislumatur. Þegar þér var á
tímabili farin að leiðast biðin eft-
ir fleiri barnabarnabörnum sagð-
ir þú mér að eignast bara barn
með einhverri. Fljótlega eftir
það fór að fjölga hratt í fjöl-
skyldunni en sennilega af öðrum
ástæðum.
Þú barst mikla virðingu fyrir
vinnusemi og því að maður væri
á uppbyggilegri leið í lífinu og
verðlaunaðir slíkt með ýmsum
hætti en fyrst og fremst með því
að sýna áhuga og hvetja áfram. Í
heimsóknum til þín og ömmu var
maður spurður út í allt og ekkert
af einlægri forvitni og lífsins mál
rædd og krufin. Ég tók því aldr-
ei sem sjálfsögðum hlut og mun
alltaf þykja vænt um þau samtöl.
Takk fyrir allt, elsku afi. Hvíl
í friði.
Geir Ágústsson.
Geir Ágústsson
✝
Ingþór Th.
Björnsson
fæddist á Akureyri
14. júní 1939. Hann
lést á Hrafnistu við
Sléttuveg í Reykja-
vík 8. desember
2021.
Foreldrar hans
voru Sigríður Ing-
þórsdóttir, f. 24.
febrúar 1910, d. 26.
desember 1997, og
Benedikt Hjartarson (fóst-
urfaðir), f. 6. mars 1908, d. 16.
júlí 1981. Blóðfaðir Ingþórs var
Björn Pálsson, f. 10. janúar 1908,
d. 26. mars 1973.
Hálfbróðir Ingþórs sammæðra
var Hjörtur Benediktsson, f. 14.
desember 1944, d. 29. júní 2005.
Hálfsystkini Ingþórs samfeðra
eru Sveinn, f. 15. desember 1939,
Sólrún, f. 31. janúnar 1941, Arn-
heilsan leyfði. Hann var einn af
stofnendum Argentínu steak
house. Hann opnaði veitingastað-
inn Borgarvirkið ásamt öðrum
og vann þar samhliða pípulögn-
um.
Rétt undir sextugu fékk hann
heilablóðfall, sem gjörbreytti lífi
hans og varð til þess meðal ann-
ars að hann gat ekki lengur
keyrt bíl og hæfnin til að starfa
við sína iðn skertist verulega.
Hann var mikill Spánarunn-
andi og eftir þetta áfall sótti
hann mikið í að vera þar. Hann
var mörgum stoð og stytta með
húseignir sínar á Spáni þegar
ýmis vandamál komu upp sem
sneru meðal annars að pípulögn-
um. Haustið 2019 fékk hann
væga heilablæðingu og var þá
staddur á Spáni, í framhaldi af
því fluttist hann á hjúkr-
unarheimili Hrafnistu við Sléttu-
veg í Reykjavík.
Útför Ingþórs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 29. desem-
ber 2021, og hefst athöfnin kl. 13.
Hlekkir á streymi:
https://streyma.is/streymi
https://www.mbl.is/andlat
heiður, f. 20. janúar
1944, og Birna, f.
23. ágúst 1947.
Ingþór kvæntist
Köllu Lóu Karls-
dóttur 1962, þau
skildu. Börn þeirra
eru: 1) Ólöf, f. 13.
febrúar 1958, gift
Guðbirni Sævari. 2)
Garðar, f. 16. febr-
úar 1959, kvæntur
Ingibjörgu Óladótt-
ur. 3) Sigríður, f. 8. janúar 1961.
4) Bendedikt, f. 27. júní 1962,
kvæntur Mirjam van Schijndel.
5) Hjörtur, f. 10. janúar 1965,
kvæntur Þórunni Einarsdóttur.
Eftir almenna skólagöngu hóf
Ingþór nám í Iðnskólanum í
Reykjavík og lærði þar pípu-
lagnir. Hann starfaði sem pípu-
lagningamaður og síðar pípu-
lagningameistari á meðan
Í dag kveð ég elskulegan
tengdaföður minn Ingþór Theó-
dór Björnsson.
Hann kvaddi þessa jarðvist 8.
desember sl. Það er óhætt að
segja að desember sé sá mánuður
sem við höfum þurft að takast á
við mikla sorg vegna fráfalls ást-
vina.
Ég kynntist Ingþóri þegar ég
kom inn í fjölskylduna fyrir rúm-
um 30 árum og stendur þar hæst
veislustjórn sem hann tók að sér í
brúðkaupi okkar Hjartar sem
hann stýrði af sinni alkunnu snilld,
eins og honum var einum lagið.
Tengdapabbi var jákvæðasti
maður sem ég hef kynnst, tók
engu sem sjálfsögðum hlut og
gerði ekki kröfur til neins, eðal-
maður í alla staði, rólegur, hug-
ljúfur og yndislegur.
Það voru erfiðir tímar þegar þú
fékkst fyrsta áfalllið aðeins 58 ára
gamall en þú tókst því með þvílíku
æðruleysi eins og svo mörgu öðru,
jákvæðnin í fyrirrúmi og svo var
þetta bara svona augalega séð …
og höfuðlega séð … eins og þú
sagðir svo oft þegar þig vantaði
orð yfir eitthvað.
Elsku Ingþór, ég vona svo inni-
lega að þú sért á Spáni í sumar-
landinu, því á Spáni leið þér vel og
þú vildir hvergi annars staðar
vera.
Hvíl í friði.
Kveðja, þín tengdadóttir,
Þórunn (Tóta).
Ingþór Th.
Björnsson
Ingvar Guð-
mundsson, félagi
okkar í Lions-
klúbbi Keflavíkur, lést 13. nóv-
ember sl.
Ingvar var stofnfélagi
klúbbsins okkar sem var stofn-
aður 7. apríl 1956. Hann gegndi
trúlega flestum ef ekki öllum
embættum fyrir klúbbinn sinn.
Hann var formaður þrisvar
sinnum. Hann var ritari
klúbbsins í tvígang og stallari
þrisvar sinnum.
Frá árinu 1985 var hann
gagnaritari klúbbsins. Þar seg-
ir hann frá hverjum einasta
manni sem í klúbbnum hafa
verið, hverjir þeir voru og
hvaða embættum þeir gegndu.
Þetta er stórt rit eins og
nærri má geta. Árið 1996 sat
hann í ritnefnd 40 ára afmæl-
isrits Lionsklúbbsins og var
formaður ritnefndar.
Hann varð Melvin Jones-fé-
lagi árið 1989, en það er æðsta
viðurkenning sem klúbbur get-
ur veitt félaga sínum.
Árið 1991 var hann gerður
að heiðursfélaga í klúbbnum.
Upptalning þessi segir okkur
auðvitað að Ingvar Guðmunds-
son eyddi drjúgum tíma í starf
fyrir klúbbinn sinn.
Hann var góður félagi og það
var gott að vinna með honum.
Ég minnist þess fyrir margt
löngu þegar við félagar gengum
í hús og seldum ljósaperur.
Ingvar G.
Guðmundsson
✝
Ingvar G. Guð-
mundsson
fæddist 16. maí
1928. Hann lést 13.
nóvember 2021.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey að ósk hins
látna.
Hann var drjúgur
sölumaður, kannski
drýgstur okkar
allra enda þekkti
hann hver einasti
maður í Keflavík.
Síðar breyttust
áherslur okkar í
sölumennskunni en
alltaf tók Ingvar
fullan þátt í öllu
okkar starfi eins
og kostur var þrátt
fyrir miklar annir en hann var
kennari að mennt og ævistarfi.
En umfram allt var Ingvar
einstaklega góður félagi og vin-
ur sem gott var að leita til.
Hann var skemmtilegur,
hress og léttur, átti auðvelt
með að létta mönnum lund með
skemmtilegum sögum og leggja
gott til mála.
Við urðum samkennarar við
Gagnfræðaskólann í Keflavík
sem síðar fékk nafnið Holta-
skóli árið 1964. Þar var hann
kennari og aðstoðarskólastjóri í
mörg ár eða þar til hann fór á
eftirlaun. Við urðum fljótt góðir
vinir og sú vinátta hélst alla tíð.
Enn nú er Ingvar látinn. Við
söknum vinar í stað. Starfið
mun breytast í klúbbnum okkar
þegar svo sterkur einstaklingur
hverfur af vettvangi.
Hafðu þökk vinur fyrir sér-
lega ljúft samstarf og hlýja vin-
áttu.
Ég votta fjölskyldu Ingvars
samúð mína, börnum hans og
fjölskyldum þeirra og alveg
sérstaklega Heru A. Ólafsson
eiginkonu hans.
Ég geri mér grein fyrir
þeirri tilfinningu sem grípur
hjartað þegar sá hverfur sem
gefið hefur lífinu stóran hluta
af tilgangi sínum.
Gylfi Guðmundsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR GUÐRÚN
SIGURÐARDÓTTIR,
Seljahlíð 13g,
Akureyri,
andaðist fimmtudaginn 16. desember á
Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hinnar látnu en athöfninni
verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju –
beinar útsendingar.
Guðmundur Hólm Kristjánsson
Sigurður K. Guðmundsson
Sólveig Guðmundsdóttir Jóhann G. Sævarsson
Katrín Guðmundsdóttir Haukur Bjarnason
Steinunn G. Guðmundsdóttir Júlíus Bjarnason
ömmu- og langömmubörn
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.