Morgunblaðið - 29.12.2021, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021
_ Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvins-
dóttir úr Keili og sundmaðurinn Ró-
bert Ísak Jónsson úr Firði voru í gær
útnefnd íþróttafólk Hafnarfjarðar fyrir
árið 2021. Guðrún Brá er Íslands-
meistari í holukeppni og með fullan
keppnisrétt sem atvinnukylfingur á
Evrópumótaröð kvenna. Róbert fékk
bæði silfur- og bronsverðlaun á Evr-
ópumóti fatlaðra í sundi og náði best
sjötta sæti á Paralympics í Tókýó í
haust. Þá var kvennalið Hauka í körfu-
knattleik útnefnt afrekslið Hafnar-
fjarðar á árinu eftir að hafa orðið
bikarmeistari og meistari meist-
aranna, fengið silfur á Íslandsmótinu
og unnið Evrópuleik fyrst íslenskra
kvennaliða í körfubolta.
_ Knattspyrnumaðurinn Sindri
Björnsson er kominn aftur í raðir
Leiknis í Reykjavík eftir fimm ára fjar-
veru en hann hefur spilað með Grinda-
vík í 1. deildinni undanfarin tvö ár.
Sindri, sem er 26 ára miðjumaður, lék
með Leikni til 2015, en eftir fyrsta
tímabil félagsins í efstu deild fór hann
í Val. Hann kom aftur í lánsdvöl til
Leiknis hluta tímabilsins 2016 og var
síðan lánaður í ÍBV 2019. Sindri á að
baki 49 leiki í úrvalsdeildinni og 100
leiki í 1. deildinni, og lék 21 leik með
yngri landsliðum Íslands.
_ Tveimur leikjum sem fram áttu að
fara í úrvalsdeild kvenna í körfuknatt-
leik næstu tvo daga hefur verið frest-
að vegna kórónuveirusmita. Haukar og
Breiðablik áttu að mætast í kvöld og
Keflavík átti að taka á móti Njarðvík
annað kvöld.
_ Í ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu er búið að fresta viðureign
Everton og Newcastle sem fram átti
að fara annað kvöld. Beiðni Newcastle
um frestun var samþykkt en félagið
nær ekki að tefla fram fjórtán leik-
mönnum, þar af einum markverði,
sem er forsenda þess að leikjum sé
frestað.
_ Sádiarabíska fjárfestingarfyrir-
tækið Public Investing Fund er í þann
veginn að festa kaup á ítalska knatt-
spyrnufélaginu Inter frá Mílanó, sam-
kvæmt frétt International Business
Times. PIF festi kaup á enska félaginu
Newcastle fyrr á þessu ári en fyrir-
tækið er fjármagnað af ríkissjóði Sádi-
Arabíu. Kaupverðið á Inter er sagt vera
um einn milljarður dollara, um það bil
885 milljónir evra.
_ Franski knattspyrnumaðurinn Kyli-
an Mbappé sagði í gær að hann færi
ekki frá París SG í janúarmánuði en
hann hefur ítrekað verið orðaður við
Real Madrid. Mbappé er samningslaus
eftir þetta tímabil og getur þá farið
hvert sem er án greiðslu. Mbappé
sagði við CNN að hann vonaðist til
þess að vinna Meistaradeild Evrópu
með PSG næsta vor en franska liðið
mætir einmitt Real
Madrid í 16-liða úr-
slitunum í mars.
Eitt
ogannað
NOREGUR
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Brynjar Ingi Bjarnason, 22 ára
landsliðsmaður í knattspyrnu frá Ak-
ureyri, gekk í raðir norska félagsins
Vålerenga frá Lecce á Ítalíu á mánu-
dag og skrifaði undir fjögurra ára
samning. Brynjar var í herbúðum
Lecce í aðeins hálft ár og lék einn
deildarleik á yfirstandandi tímabili.
Eins og gefur að skilja var miðvörð-
urinn ósáttur við spilatímann og vildi
breyta til.
„Ég var búinn að finna það í dá-
góðan tíma að mig langaði að breyta
einhverju því ég fann að staðan var
ekki að fara að breytast hjá Lecce.
Það voru reynslumiklir menn að
spila mína stöðu og þjálfarinn vildi
ekki vera að breyta liðinu. Ég vil
spila og ég fann að ég þurfti að fara
eitthvað annað til að spila, meðal
annars út af stöðunni í landsliðinu.
Ég ákvað þetta fyrir rúmum mánuði.
Ég fékk ekki tækifærið og það var
ekki að fara að breytast á næstunni,“
sagði Brynjar í samtali við Morg-
unblaðið en lið Lecce er í hörðum
slag um sæti í ítölsku A-deildinni.
Viðbrigði utan vallar
Hann átti einnig erfitt með að að-
lagast lífinu í Lecce utan vallar en
hann gekk í raðir ítalska félagsins frá
KA og flutt einn til Ítalíu.
„Fyrir mig var þetta svolítið erfitt
því það er mikil breyting að fara
beint frá Íslandi til Ítalíu. Það tekur
mjög á að vera einn í þessari borg og
læra á nýja menningu frá byrjun því
þeir gera hlutina töluvert öðruvísi en
við erum vanir á Íslandi. Daglegt líf í
Lecce er allt öðruvísi. Það er t.d. allt
lokað þarna um miðjan dag og fólk er
að borða þarna í kringum 21-leytið
og ýmislegt fleira sem var öðruvísi
en á Íslandi.“
Lecce á forkaupsréttinn
Lecce hefur forkaupsrétt á Brynj-
ari og gæti miðvörðurinn því snúið
aftur til Ítalíu. Þrátt fyrir að hafa átt
erfitt uppdráttar innan- og utan-
vallar útilokar miðvörðurinn ekki að
fara aftur til Ítalíu einn daginn. „Ég
mun ekki útiloka það. Ég sagði við
félagið þegar ég var að skilja við það
að þetta hefði verið rétt lið á röngum
tíma. Ef félagið ákveður að kaupa
mig til baka snýst þetta allt um hvar
ég og liðið erum stödd á þeim tíma,“
sagði Brynjar.
Ætla sér í toppbaráttuna
Vålerenga er staðsett í Ósló,
höfuðborg Noregs. Liðið hefur fimm
sinnum orðið norskur meistari, síð-
ast 2005, og fjórum sinnum norskur
bikarmeistari, síðast 2008. Vålerenga
endaði hinsvegar í sjöunda sæti
deildarinnar á nýliðnu tímabili og
Brynjar vill hjálpa liðinu að komast
aftur í allra fremstu röð í Noregi.
„Mér leist mjög vel á þetta og fjög-
urra ára samningur hentar mér vel.
Ég átti gott spjall við þá og leist vel á
það sem þeir höfðu að segja og leist
vel á áhugann sem þeir sýndu mér.
Ég er hrifinn af stefnu félagsins og
næstu skrefum. Liðið ætlar sér aftur
í toppbaráttuna og ég vil hjálpa til við
það.“
Skömmu áður en Brynjar gekk í
raðir Vålerenga greindu fjölmiðlar
frá því að hann væri að öllum lík-
indum að ganga í raðir stórliðsins
Rosenborg. Akureyringurinn stað-
festir að Rosenborg hafi sýnt áhuga,
en hann var þó ekki nálægt því að
ganga í raðir félagsins.
„Þeir höfðu áhuga en ég held að
fjölmiðlar hafi verið að blása það að-
eins upp. Þeir sögðu að það hefði ver-
ið komið töluvert lengra en var í
rauninni. Ég fékk að vita af áhuga
frá nokkrum stöðum en ég lét um-
boðsmanninn minn sjá um það. Hann
lét mig vita af fleiri félögum í Skand-
inavíu en það var ekkert sem náði
langt.“
Markmiðið að spila meira
Þrátt fyrir að hafa ætlað sér stærri
hluti á Ítalíu og að norskur fótbolti sé
ekki eins hátt skrifaður og sá ítalski
segir Brynjar það ekki endilega
skref til baka að fara til Vålerenga.
„Það er klárlega markmiðið að fá
að spila meira. Ég ætla að taka það
sem ég hef lært á Ítalíu og með
landsliðinu með mér til Vålerenga.
Ég held að norska deildin sé sterkari
en margir halda. Þetta er ekki endi-
lega eitt skref til baka heldur er
þetta skynsamleg ákvörðun varðandi
mig og minn feril til að taka næsta
skref áfram,“ sagði Brynjar Ingi en
segja má að hann hafi slegið í gegn
með íslenska landsliðinu. Hann lék
sinn fyrsta A-landsleik í lok maí og
spilaði alla tíu leikina frá þeim tíma,
alla í byrjunarliði í hjarta íslensku
varnarinnar.
Tíundi Íslendingurinn
Vålerenga hefur verið hrifið af ís-
lenskum leikmönnum í gegnum tíð-
ina því Brynjar verður tíundi Íslend-
ingurinn til að leika með félaginu.
Kristinn Björnsson (1981), Brynjar
Björn Gunnarsson (1998), Árni Gaut-
ur Arason (2004-2007), Gunnar Heið-
ar Þorvaldsson (2007-2008), Veigar
Páll Gunnarsson (2011-2012), Elías
Már Ómarsson (2015-2016), Samúel
Kári Friðjónsson (2016-2018) og
Matthías Vilhjálmsson (2019-2020)
hafa allir leikið fyrir Óslóarfélagið.
Þá er Viðar Örn Kjartansson samn-
ingsbundinn Vålerenga, lék með lið-
inu 2014 og frá 2020, en hann mun
líklegast yfirgefa félagið á næstu vik-
um.
Rétt lið á röngum tíma
- Brynjar Ingi Bjarnason sá fram á að fá ekki tækifæri hjá Lecce á Ítalíu
- Hrifinn af stefnu Vålerenga - Ekki skref til baka heldur skynsamleg ákvörðun
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landsliðið Brynjar Ingi Bjarnason skallar að marki Rúmena á Laugardals-
vellinum. Hann lék tíu fyrstu landsleiki sína á árinu, alla í byrjunarliðinu.
Birkir Benediktsson, handknatt-
leiksmaður úr Aftureldingu, er á
leið til Frakklands þar sem hann
mun spila með B-deildarliðinu Nice.
Handbolti.is skýrði frá þessu í
gær og segir að Birkir fari utan
strax eftir áramótin. Birkir er 25
ára gamall, örvhent skytta, og hef-
ur verið í stóru hlutverki hjá Aftur-
eldingu en verið afar óheppinn með
meiðsli. Hann sleit m.a. hásin tví-
vegis á síðasta tímabili. Markvörð-
urinn Grétar Ari Guðjónsson leikur
með Nice sem er í sjötta sæti B-
deildarinnar.
Birkir á förum
til Frakklands
Morgunblaðið/Eggert
Nice Birkir Benediktsson mun spila
í frönsku B-deildinni eftir áramót.
Handknattleiksmaðurinn Óðinn Þór
Ríkharðsson úr KA hefur samið við
svissneska félagið Kadetten um að
leika með því í þrjú ár, frá og með
næsta sumri. Óðinn, sem er 24 ára
hornamaður, kom til KA síðasta
sumar eftir þrjú ár í Danmörku með
Holstebro og GOG en lék áður með
FH, Fram og HK. Hann var í láni hjá
Gummersbach í Þýskalandi í þessum
mánuði. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálf-
ar Kadetten sem er langefst og tap-
laust í svissnesku A-deildinni og í
baráttu um að komast áfram úr
riðlakeppni Evrópudeildar.
Óðinn fer til Sviss
næsta sumar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sviss Óðinn Þór Ríkharðsson fer
aftur frá KA eftir ársdvöl.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Manchester City er með sex stiga
forskot á Liverpool og Chelsea á
toppi ensku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu þegar öll liðin hafa leik-
ið nákvæmlega helming leikja sinna
á tímabilinu, 19 af 38.
Liverpool missti dýrmæt stig í
gærkvöld þegar liðið tapaði 1:0 í
Leicester. Ademola Lookman skor-
aði sigurmark Leicester, þremur
mínútum eftir að hafa komið inn á
sem varamaður. Á sunnudaginn tap-
aði Leicester 6:3 fyrir Manchester
City og hefur því heldur betur haft
mikil áhrif á toppbaráttuna. Kasper
Schmeichel, markvörður Leicester,
varði vítaspyrnu frá Mohamed Salah
í fyrri hálfleiknum.
Á sunnudaginn kemur, 2. janúar,
mætast Chelsea og Liverpool á
Stamford Bridge í London og þar
verður heldur betur mikið í húfi. En
í kvöld getur Manchester City hins-
vegar náð níu stiga forskoti á keppi-
nautana þegar toppliðið fer til Lond-
on og mætir nýliðum Brentford.
Þá mætast Arsenal og Manchest-
er City á nýársdag þannig að forysta
City gæti verið orðin tólf stig þegar
kemur að slagnum á Stamford
Bridge á sunnudaginn.
_ West Ham fór uppfyrir Totten-
ham og í fimmta sætið með því að
vinna Watford 4:1 í gærkvöld, á
meðan Tottenham mátti sætta sig
við jafntefli, 1:1, við Southampton
þrátt fyrir að vera manni fleiri í 50
mínútur. Harry Kane jafnaði þar
fyrir Tottenham úr vítaspyrnu en
síðan var dæmt af honum mark þar
sem sitt sýndist hverjum um rétt-
mæti þess úrskurðar.
Nær City tólf stiga forystu?
AFP
Leicester Ademola Lookman fagn-
ar sigurmarkinu gegn Liverpool.