Morgunblaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 6
Ljóma-
vara
ársins!
Sensai Bronzing
Gel spf 6
Þessi afurð hefur
notið mikilla vin-
sælda í fjölmörg ár
og er ein mest selda
varan í Hagkaup.
Um er að ræða
brúnt gel sem annað
hvort er borið á and-
litið fyrir farða eða
það sett létt yfir and-
litið með bursta eftir
að farðinn er settur á.
Gelið er létt og gefur
ljómandi áferð sem er
svo eftirsótt – sér-
staklega á þessum
dimmasta tíma ársins.
Þá veitir fólki ekki af.
Gelið fæst í Hagkaup.
Húðdrop-
ar ársins!
OH MY COD!
Þetta einstaka serum
er framleitt og þróað á
Íslandi og er fyrir andlit
og háls.
Serumið hentar öllum
húðgerðum og inni-
heldur einungis 9 inni-
haldsefni. Á þessu ári
kom það aftur á markað
í endurbættri útgáfu.
Gott er að bera serumið
á andlitið kvölds og
morgna til að fá vel
nærða og slétta húð. Það
fæst í Hagkaup.
6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021
Augnskuggapalletta
ársins!
Lancôme Hypnôse Drama Eyeshadow
Palette 17 Golden Kaki
Á árinu sem er að líða voru augnskuggar
sérlega vinsælir en það voru fáir að skyggja
á sér augnlokið með bananaskyggingu.
Ljósir litir voru vinsælir. Besta augn-
skuggapalletta ársins er þessi fimm lita
palletta frá Lancôme. Það er auðvelt að
vinna litina saman en það sem einkennir
þessa litapallettu að hún fer langflestum
vel. Fólk sem vill hafa dökk augu getur farið
beint í dekksta litinn og sett svo svartan
blýant inn í augun en svo er ljósasti perslu-
liturinn guðdómlega fallegur hvort sem það
er vetur eða sumar. Þessi palletta fæst í
Hagkaup.
Sjampó og hár-
næring ársins!
label.m Diamond Dust Shampoo
og Diamond Dust Conditioner
Um er að ræða einu bestu hártvennu
sem hefur komið á markað. Þessar
vörur fást á hárgreiðslustofum.
Ilmur ársins!
Chanel N°5
Á þessu ári fagnar þessi sívinsæli
ilmur 100 ára afmæli sem er ein-
stakt afrek. Á þessum 100 árum
hefur þessi ilmur fært fólk nær von-
um og væntingum enda er miklu
líklegra að fólk láti drauma sína
rætast ef það er ánægt með sig og
ilmar vel. Þessi sögufrægi ilmur
fæst í Hagkaup.
Andlitshreinsir
ársins!
Shiseido Waso Gel-to-Oil Cleanser
Eitt af því sem fólk ætti alltaf að gera ef því
er annt um húðina er að hreinsa hana
kvölds og morgna. Þessi nýi andlitshreinsir
er alveg sérlega góður og frískandi. Hann
fjarlægir farða og óhreinindi af andliti, aug-
um og vörum. Þessi hreinsir breytist úr geli í
olíu þegar hann er borinn á andlitið. Hann
fæst á beautybox.is
Farðagrunn-
ur ársins!
Urban Decay All Nighter
Primer
Til þess að förðunin endist
sem lengst er gott að
setja farðagrunn á andlit-
ið. Þessi hefur að geyma
formúlu sem er létt og síli-
konlaus. Hún sléttir ásýnd
húðarinnar og fyllir létt
upp í fínar línur og svita-
holur. Þessi farðagrunnur
fæst í Hagkaup.
Sólarvörn
ársins!
/skin regimen/ urban
shield SPF 30
Þessi sólarvörn gefur
húðinni ljóma ásamt því
að jafna húðtóninn. Hún
ver húðina gegn meng-
un og sól. Það er gott að
nota þessa sólarvörn á
hverjum degi og setja
hana undir farða. Hún
fæst á útsölustöðum
merkisins.
Hyljari ársins!
Tom Ford Emotionproof Con-
cealer
Hönnuðurinn Tom Ford ruddist
inn í tískuheiminn þegar hann var
ráðinn sem hönnuður hjá Gucci
fyrir um 30 árum. Í dag hannar
hann undir eigin nafni og er með
mjög öfluga snyrtivörulínu. Ein
besta varan frá honum er þessi
hyljari sem þolir nánast allt. Hann
festist ekki í húðholum heldur
hylur vel svæðið undir augunum.
Gott er að setja einn dropa undir
hvert auga og svo einn dropa á
nefið til að fá örlítið meiri glans.
Snyrtivörurnar frá Tom Ford fást
á vefsíðum víða um heim eins og
á net-a-porter.com.
Varalitur ársins!
ILIA Color Block Lipstick
Amerlight
Árið í ár kallaði á ljósa og nærandi
varaliti enda frekar glatað að vera
með dökkan varalit á sér þegar
það er grímuskylda. Vesen ársins
var örugglega þegar of dökkur
varalitur var settur á varirnar en
svo þurfti að setja upp grímu.
Þegar gríman var tekin af var
varaliturinn búinn að klínast um
allt andlitið. Á tímum sem þessum
er Amberlight-liturinn frá ILIA
dásamlegur. Hann fæst á nola.is.
Augnblýantur
ársins!
Chanel Stylo Yeux
Water-proof Long-Lasting
Eyeliner
Þessi vatnsheldi blýantur frá
Chanel er mögulega besti
augnblýantur sem hefur komið
á markað. Nú er hann fáanlegur
í fjölmörgum litum þannig að
þeir sem vilja ekki kolsvartan
geta tekið dökkfjólubláan,
dökkgráan eða bara brúnan.
Hann fæst í Hagkaup.
And-
litskrem
ársins!
Bioeffect EGF
Power Cream
Íslenka húð-
vörumerkið Bio-
effect kom með
nýtt krem á markað á þessu ári sem er ríkt af EGF
próteininu sem kemur úr byggi. Kremið mýkir upp
húðina og hefur góð áhrif á fínar línur og annað
slíkt sem á það til að fara fyrir brjóstið á fólki þegar
aldurinn færist yfir. Kremið fæst í Lyfju.
Maskari
ársins!
GOSH Copenhagen
Just Click It!
Löng og þykk augnhár
hafa verið móðins allt
þetta ár. Til þess að fá
ríkulegri augnhár skiptir
máli að bera á sig al-
mennilegan maskara.
Óhætt er að segja að
þessi maskari sé sigur-
vegari í flokki góðra en
þó ekki of dýrra mask-
ara. Hann gerir það
besta úr öllu saman og
meira til. Hann fæst í
apótekum.
Andlitsmaski
ársins!
Guinot Masque Dynamisant
Anti-Fatigue Face Mask
Þessi maski er ljós í myrkrinu. Hann
hressir upp á okkur á ögurstundum og
tekur burt þreytumerki. Þessi maski
gerir gagn þótt fólk hafi hann bara á
sér í þrjár mínútur. Það er tilvalið að
setja hann á andlitið um leið og þú
vaknar og leyfa honum að vera þar á
meðan þú hitar þér kaffi. Þegar kaffið
er tilbúið er gott að taka maskann af,
bera á sig serum, dagkrem og farða.
Hann fæst á snyrtistofum.
Snyrtivörur
ársins 2021!