Morgunblaðið - 28.12.2021, Side 26

Morgunblaðið - 28.12.2021, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021 heilbrigð húð er lífsstíll Nútíma lífsstíll, og þá sérstaklega aukin mengun og hraði í samfélaginu, hefur áhrif á húðina og veldur henni streitu. Húðin verður þreytt og þurr og tapar ljóma. Með tímanum hraðast öldrunarferlið sem verður fyrr sjáanlegt á húðinni. Sannprófað er að /skin regimen/ dregur úr áhrifum streitu á húð og vinnur gegn skaða sem nútíma lífsstíll veldur. Við erum öll einstök og það er húðin okkar líka. Þess vegna býður /skin regimen/ upp á úrval af unisex vörum sem hægt er að blanda saman í wsérsniðna húðumhirðu. Þú finnur upplýsingar um vörurnar okkar og sölustaði á skinregimen.is /SkinRegimenIceland @skinregimeniceland M argir létu nægja að kaupa nýjan sófa, ný ljós eða nýjar mottur en þeir sem kusu að skipta um innréttingar og gólfefni voru hrifnir af dökkum viðarinnréttingum og var marmara- borðplatan vinsæl. Fólk skipti plakötum út og keypti málverk eftir listamenn og hengdi upp á vegg hjá sér. Blöndunartækin voru svört eða úr brassi og mikið var lagt upp úr góðri lýsingu. Fólk vildi hlýleika og mjúkir jarðlitir voru vinsælir og voru margir í því að mála bæði veggi og loft í sama lit. Þeir sem þurftu að skipta um gólfefni völdu fiskibeinaparket, terrazzi-flísar eða marmaraflísar. Allt skapaði þetta heillandi heildarmynd sem var eftirsóknarverð 2021. Lampi ársins! Einn vinsælasti lampinn 2021 var litla krúttið frá Verner Panton, Flowerpot Portable VP9. Um er að ræða lampa sem sem hægt er að hafa hvar sem er því hann er hlaðinn eins og sími. Lampinn kemur í ótal litum og passar nánast við hvaða heimilisstíl sem er. Hann var þó ekki eini lampinn sem gerði góða hluti því stórar og myndarlegar ljósakrónur voru áber- andi. Pappakúlan frá Hay gerði til dæmis góða hluti á árinu, Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Persneskar mottur gerðu allt vitlaust á árinu. Það var enginn maður með mönnum nema eiga heimabar. Hér sést hvað það er fallegt að hafa litaðan spegil í bakinu á barskápnum. Þetta er hönnun eftir Sæju. Svona voru heimilin 2021 Fólk hefur sjaldan haft eins mikinn áhuga á heimilinu og 2021. Þetta byrjaði af fullum krafti 2020 þegar veiran breytti neysluvenjum fólks. Þegar fólk er meira heima leggur það meira upp úr því að hafa fallegt í kringum sig. Þegar heimilið breytist í vinnustað, skemmtistað og griðastað kallar það á aðrar þarfir. Marta María Winkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Hnausþykkur marmari naut vinsælda á árinu. Hér er baðherbergi eftir Sæju. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Marmari og svört blöndunartæki voru vinsæl. Hér má sjá eldhús sem hannað var af Hönnu Stínu innanhússarkitekt. Hér má sjá mynd úr eldhúsi á Seltjarn- arnesi. Þar mætir kampavínslitaður steinn brass PH-ljósum og opnum hillum. Ljósmynd/Guðfinna Magg Myndlist ruddi sér rúms á árinu. Hér má sjá myndavegg heima hjá Hildi Sverrisdóttur alþingismanni en hún var gestur Heimilislífs á árinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.