Morgunblaðið - 28.12.2021, Page 36

Morgunblaðið - 28.12.2021, Page 36
enn. Ég drakk alltaf til að vera fullur og það fór mér illa að drekka. En ég fór að læra kokkinn og maður komst upp með að drekka þar. Ég hætti svo, en byrjaði aftur og þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum átti ég erfitt með að fá vinnu af því að það hafði spurst út að ég væri drykkfelldur. En ég hætti ekki, en var svo heppinn að þáverandi konan mín sagði við mig á ein- hverjum punkti: „Annaðhvort hættir þú að drekka vinur eða ég skil við þig.“ Það er engin lygi að mig langaði mest að skilja við hana og halda áfram að drekka, en ég vildi ekki tapa „djobbinu“, þannig að ég tók mig til og drakk ekkert í þrjú ár og það var dásamlegur tími. Þessi ár, sem voru í Grindavík, voru á margan hátt mín skemmtilegustu og bestu ár.“ Yfirgaf krefjandi forstjórastarf til að finna lífsfyllinguna Almar Örn Hilmarsson sagði frá því í viðtali á árinu að það hefði ekki gefið honum neitt að vera forstjóri í stóru fyrirtæki. Hann var forstjóri Sterling Airlines og Iceland Express en býr nú í Prag í Tékklandi og heldur úti hlað- varpinu The Bunker: How the hell did we end up here? Þegar ég spyr hann hvað verði til þess að fyrrverandi forstjóri í stóru fyrir- tæki flytji til Tékklands og snúi algerlega við blaðinu segir hann að lífsfylling hans sé allt önnur í dag en hún var áður. Áföllin í lífinu hafa mótað hann og hann veit núna hvað skiptir mestu máli. „Ég hef enga þörf í dag fyrir adrenalín-„rush“ sem fylgir því að vera í krefjandi starfi. Það að vera í krefjandi starfi er svolítið eins og að vera á eiturlyfjum,“ segir Almar. Missti móður sína 12 ára gömul Embla Sigurgeirsdóttir listamaður var aðeins tólf ára barn þegar móðir hennar og báðar ömmur féllu frá með nokkurra mán- aða millibili. Síðar eignaðist hún verulega fjölfatlaða dóttur með öllum þeim áskorunum sem því fylgja og þegar sonur hennar steig fram sem hinsegin tóku við flóknir erfiðleikar sem hún átti aldrei von á. Þrátt fyrir alla stormana hefur þessari fallegu og öflugu einstæðu mömmu tekist að hasla sér völl meðal vinsælustu hönnuða landsins. „Móðuramma mín fer fyrir jól 1990, mamma í maí 1991 og föðuramma haustið 1991. Pabbi stóð þá einn eftir með fjögur börn, búinn að missa allar konurnar í lífi sínu. Eiginkonu, mömmu og tengda- mömmu. Mamma var mjög ákveðin og kraftmikil. Hún hélt heimilinu gangandi ásamt ömmum mínum sem voru báðar ekkjur. Þær þrjár voru konurnar sem héldu utan um allt sem tilheyrði heimili og fjölskyldu. Þær létu hlutina ganga upp og þegar þær voru farnar þá stóð hann frammi fyrir því að kunna ekkert af því sem þær höfðu áður sinnt. Hann hafði einfaldlega alltaf þurft mjög mikið á þessum kon- um að halda og skyndilega eru þær allar farnar og hann stendur eftir ráðalaus með sorgina kraumandi undir yfirborðinu. Það var nefnilega aldrei talað um neitt og ekki tekið á hlutunum með neinum hætti. Svoleiðis var þetta bara hér áður. Fólk talaði bara ekkert um það hvernig því leið.“ Ég hef verið beitt öllum tegundum ofbeldis Elísa Elínardóttir skrifaði bók um hundinn sinn, Fenri. Meinfyndin samskipti hans við eiganda sinn kitla hláturtaugarnar en á sama tíma eru þau graf- alvarleg, sem gerir kímnina enn augljósari. Röð áfalla í lífi Elísu gerði það að verkum að hún ákvað að setjast við skriftir. Til þess eins að fá ró og næði frá áhyggjum, vanlíðan og kvíða. Að hennar sögn hefur hún verið beitt öllum teg- undum ofbeldis í gegnum tíðina sem hefur vitaskuld haft sínar afleiðingar í för með sér. „Ég var í erfiðu sambandi við barnsföður minn og þegar eldri strákurinn okkar var tveggja ára datt okkur í hug að fá okkur hund. Við urðum fljótt vör við fordóma gagnvart hundategundinni og þess vegna byrjaði ég að skrifa grínfærslur um hann. Eiginlega til þess slökkva í neikvæðum hugmyndum fólks um þessa hundategund,“ segir Elísa. „Ég hef oft fengið holskeflu yfir mig af drullu frá fólki á hundasvæðunum sem iðulega spyr mig hvað í ósköp- unum ég sé að gera með þessa drápsvél þarna og eitthvað svona,“ lýsir hún. Kynntist Sævari upp á nýtt þegar hann hætti að drekka Lögmaðurinn Lárus Sigurðsson kynntist eiginmanni sínum, Sævari Þór Jónssyni, upp á nýtt þegar sá síðarnefndi kvaddi Bakkus 2018. Í kjölfarið fór Sævar að vinna úr áföllum sem hann hafði orðið fyrir í æsku. Á dögunum kom bókin Barnið í garðinum út. Þótt bókin fjalli um Sævar og hans lífshlaup skrif- uðu þeir bókina saman. „Ég ólst upp við sterk fjölskyldugildi og samheldni. Þessi gildi eru innréttuð í mig. Það felst í því mikið öryggi að eiga traust bakland. Það er alls ekki sjálf- gefið og ætti ekki að taka sem sjálfsagðan hlut. Skilnaður var mér mjög fjar- lægt hugtak enda hafði ég ekki haft nein kynni af slíku í mínu uppeldi eða nær- umhverfi. Þessi bakgrunnur og þessi sterku gildi hafa mótað mína afstöðu til hjónabandsins og fjölskyldunnar. Ég vildi ekki gefast upp og var ekki reiðubú- inn til þess. Svo lengi sem ástin var til staðar þá var von. Það má heldur ekki líta á mig sem einhvern þolanda í þessu hjónabandi, alls ekki. Við vorum báðir týndir á tíma og leituðum báðir að huggun annars staðar. Það sem máli skiptir er að við náðum aftur saman og höfum saman náð að vinna okkur í gegnum erfiðleikana. Ástin hefur alltaf verið til staðar á milli okkar, það þurfti bara að finna henni réttan farveg,“ segir Lárus. Sá í fréttum að móðir hans hefði verið myrt Gylfi Þór Þorsteinsson hefur varla farið úr rauðu flíspeysunni allt þetta ár og síðasta ár en hann stendur vaktina í farsóttarhúsunum nánast allan sólar- hringinn. Í einlægu viðtali í tímariti Smartlands sagði Gylfi sögu sína en hann hefur upplifað ýmislegt. Þegar hann var 26 ára var móðir hans myrt á bóndabæ norður í landi. Eftir þá lífsreynslu fór hann að hjálpa fólki að komast í gegnum sín áföll sem leiddi hann í starfið sem hann sinnir í dag. „1996 er móðir mín myrt af bróður sínum og það var eitthvað sem mað- ur býst aldrei við að lenda í. Að einhver sé tekinn frá manni svona snemma. Það er rosalega erfitt að viðurkenna þann möguleika að þetta geti yfirhöfuð gerst,“ segir Gylfi. Þegar hann og faðir hans fengu upplýsingar um að móðir hans væri lát- in vissu þeir ekki að um morð væri að ræða. Móðir hans hafði gert sér ferð norður í land til að heimsækja bróður sinn til að gera upp erfið mál eftir andlát ömmu Gylfa. „Mamma var asmaveik og við feðgarnir vorum eiginlega vissir um að asminn hefði dregið hana til dauða. Daginn eftir að við fréttum af andlátinu förum við til Akureyrar, en hún hafði ver- ið að heimsækja bróður sinn sem framdi verknaðinn. Þegar við lentum þar beið lögreglan eftir okkur þar sem þetta hafði verið andlát í heimahúsi. Við förum upp á lögreglustöð og ég fór í stutta yfirheyrslu hjá lögreglunni en pabbi var þarna í fleiri fleiri klukkutíma. Ég beið eftir honum frammi og vissi ekkert hvað var að gerast. Á lögreglustöðinni mættum við bróður mömmu, morðingja hennar, og gengum eiginlega í fangið á honum. Hann vottaði okkur samúð sína og við sögðum sömu- leiðis enda vissum við ekkert hvað hafði raun- verulega gerst á þessum tímapunkti. Þegar pabbi losnaði úr yfirheyrslunni hjá lögregl- unni fórum við upp á hótel og kveiktum á sjónvarpinu. Þar var fyrsta frétt að morð hefði verið framið á þessum bæ og mynd af bænum. Þannig fréttum við að hún hefði verið myrt,“ segir Gylfi. „Annaðhvort hættir þú að drekka vinur eða ég skil við þig“ Tómas Tómasson er löngu hættur að drekka. Hann sagði frá því í viðtali við Sölva Tryggvason fyrr á árinu að fyrrverandi eiginkona hans hefði hótað honum. „Ég byrjaði mjög snemma að drekka, þegar ég var 13 ára gamall og þá opnuðust himnarnir eina ferðina 36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021 NÝTT FRÁ LABEL.M HAMINGJUSAMT HÁR UM HÁTÍÐARNAR MEÐ HEALTHY HAIR MIST Almar Örn Hilmarsson var einu sinni forstjóri í stórum fyrirtækjum en hann segir að það hafi ekki gefið honum neitt. Á árinu sem er að líða birtust fjölmörg viðtöl við fólk sem hefur lent í ýmsu á ævinni án þess að láta það stoppa sig. Þessi viðtöl vöktu mikil viðbrögð í samfélaginu. Marta María Winkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Lárus Sigurðsson var við það að gefast upp á Sævari Þór Jónssyni eiginmanni sínum. Svo hætti Sævar að drekka og þá gekk allt betur. Embla Sig- urgeirsdóttir missti móður sína þegar hún var 12 ára. Tómas Tómasson neyddist til að hætta að drekka. Gylfi Þór Þor- steinsson sagði frá harminum sem hann upp- lifði þegar móðir hans var myrt. Elísa Elínardóttir hefur upplifað mikið ofbeldi. Viðtölin sem hreyfðu við fólki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.