Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Side 2
Hver ert þú, Bergdís? Ég er sjálfstætt starfandi leikkona, útskrifuð frá Rose Bru- ford-skólanum í Bretlandi. Ég stofnaði leikhópinn Spindrift með bekkjarsystkinum mínum þar, en í dag erum við sex virkar í leikhópnum; þrjár íslenskar og þrjár finnskar leik- konur. Hvaða málefni fjallið þið um? Manneskjan er í fyrirrúmi og ímynd hennar og erum við mik- ið að skoða kvennasögur. Oft eru þessar sögur tabú. Við leikum á ensku, það er vinnutungumálið okkar, en höfum líka notað ís- lenskuna stundum í bland. Verkið THEM, hver er hugmyndin að baki því? Um er að ræða sviðsverk í vinnslu sem fjallar um eitraða karl- mennsku og hvernig hún lifir inni í okkur. Við tókum viðtöl við fjölda karlmanna sem við byggjum verkið á, en auðvitað erum við ekki hlut- lausar sem konur með okkar sjónarmið líka. Við áttum falleg og góð viðtöl við fólk sem skilgreinir sig sem karlkyns. Er þetta ein saga eða margar? Þetta eru nokkrar sögur og leikum við allar nokkrar persónur, jafnt kon- ur sem menn. Verður þetta sýnt oftar? Já, sýningarnar á sunnudag eru eins konar forsýningar en hin eiginlega frumsýning verður í júní á Reykjavík Fringe Festival og svo túrum við með verkið á fleiri Fringe-hátíðum erlendis. Vonandi fáum við svo að sýna það áfram ef við fáum styrki. Er þetta gamanverk eða drama? Það er blanda, þetta er mjög kómískt en getur líka snert við fólki. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon BERGDÍS JÚLÍA JÓHANNSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.12. 2021 Í FÓKUS Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 & "!(%'$# "$&'%#! "-+ ! !" &,'*)%(!$# Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Gjafakort Einstök jólagjöf L átinn er á Hesteyri Hergils Höpfnersson ritvélvirki. Banamein hans var nostalgía. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjórtán uppkomin börn, hvert öðru ófríðara en Hergils var óvenjulega barnljótur mað- ur.“ Munið þið eftir að hafa lesið þessa frétt eða getið þið ímyndað ykkur að þið eigið einhvern tíma eftir að lesa hana? Nei, ég bjóst ekki við því. Þá eruð þið ábyggilega að horfa á barnljótleikann enda myndi slíkt aldrei koma fram í andlátsfrétt á Íslandi – enda rakinn dónaskapur og vanvirðing við hinn látna. En hvað með hitt, nostalgíuna? Er hægt að deyja úr nostalgíu, eða þáþrá, eins og kalla má það á hinu ástkæra ylhýra? Segið þið mér! Ég viðurkenni að ég hafði aldrei velt þessu sérstaklega fyrir mér fyrr en ég datt inn í fróðlegan þátt um arfleifð rómantísku stefnunnar í Ríkissjónvarpinu í vikunni. Þar bar nostalgíu á góma. Nostalgía er hug- tak sem merkt getur tvennt: ljúfsár- an söknuð til fyrri tíma (þegar allt var einfaldara, betra, viðkomandi var yngri o.s.frv.) og í öðru lagi heimþrá. Orðið kom fyrst upp árið 1688 þegar Johannes Hofer, sviss- neskur læknastúdent, var að reyna að þýða þýska orðið Heimweh sem merkir heimþrá. Johannes þessi var einmitt í forgrunni í upphafi þáttarins en hann mun hafa pælt heilmikið í áhrifum og mögulegum afleiðingum nost- algíu og gat ekki útilokað að hægt væri að sálast úr þeirri hvimleiðu kveisu. Sjálfum brá mér nokkuð við þessi tíðindi enda býsna nostalgískur eða þáþráinn að upplagi. Hef til dæmis miklu meiri áhuga á ensku knattspyrn- unni á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en árið 2021 – sem er vesen út af því að afar lítið er um beinar útsendingar frá leikjum frá þessum tíma. Svo hlusta ég svo til eingöngu á þrass frá níunda áratugnum og skil ekki fyrir mitt litla líf hvers vegna öll önnur tónlist hljómar ekki nákvæmlega eins og það. Eðli málsins samkvæmt er ég í miklu uppnámi yfir þessari róttæku upp- stokkun ráðuneyta hér heima enda þótt ég viti innst inni að 21. öldin er runn- in upp og ugglaust snjallt að hafa ekki allt eins og það var haustið 1977. Talandi um sjónvarp þá er að finna hér í blaðinu grein um kostulega rit- deilu árið 1961, þar sem menn tókust á um það hvort hleypa ætti skaðræðinu inn í landið. Mikil nostalgía svífur þar yfir vötnum, einkum hjá menningar- spjótum þessa lands sem höfðu ekki trú á því að þessari þjóð væri treystandi til að fara sér ekki að voða fyrir framan imbann. Ó, hvað ég vildi að árið væri 1961! Banamein hans var nostalgía Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Hann mun hafa pælt heilmikið í áhrifum og mögulegum afleið- ingum nostalgíu og gat ekki útilokað að hægt væri að sálast úr þeirri hvimleiðu kveisu. Þóra Guðmundsdóttir Nei, ég er rétt að gera það núna. SPURNING DAGSINS Ertu búin(n) að kaupa margar jólagjafir? Óttar Gunnlaugsson Ég er búinn að kaupa handa konunni og börnunum, en ekki samt búinn. Guðrún Fransdóttir Ég þarf þess ekki. Ég og börnin mín þrjú leggjum andvirði gjafa frekar fyrir og förum til útlanda. Sverrir Borgþór Aðalbjörnsson Ég er ekki búinn að kaupa eina! Góð áminning. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Daniel Ek. Tvær sýningar á THEM, samið af norræna leikhópnum Spindrift Theatre, fara fram í Dansverkstæðinu sunnudagskvöldið 5. desem- ber kl. 18 og 21. Grímuskylda er og tólf ára aldurstakmark en ekki þarf að fara í hraðpróf. Miðar fást á tix.is. Eitruð karlmennska

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.