Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Blaðsíða 5
Opið bréf númer fjögur til heilbrigðisráðherra Grein fyrrum heilbrigðisráðherra, „Mikilvægi bólusetninga“, sem birt var í Morgunblaðinu 9. nóvember sl. vekur upp margar spurningar sem nauðsynlegt er að nýr heilbrigðisráðherra taki ábyrgð á að svara. Um er að ræða málefni sem snýr ekki aðeins að lýðheilsu heldur einnig að borgaralegu frelsi og almennum mannréttindum. Nú sem fyrr ber stjórnvöldum að leggja heildarmat á þær aðgerðir sem þau standa fyrir, þ.m.t. áhættu, kostnað og ábata. Á þessum forsendum er þess óskað að heilbrigðisráðherra veiti skilmerkileg svör við eftirfarandi spurningum: Með hliðsjón af þeim miklu almannahagsmunum sem í húfi eru væntum við þess að ráðherra víki sér ekki undan því að bregðast skjótt við með skýrum svörum við þessu bréfi og fyrri bréfum sem Samtökin Frelsi og ábyrgð hafa sent heilbrigðisráðherra. Við væntum þess að sjálfsögðu að svör ráðherra verði studd tilvísunum í vísindalegar rannsóknir og gögn. Borgaralegt viðnám er eina vörnin gegn ofríki og harðstjórn. Virðingarfyllst, SAMTÖKIN FRELSI OG ÁBYRGÐ www.frelsiogabyrgd.is VIÐVILJUM SVÖR 1. Hafa heilbrigðisyfirvöld, þ.m.t. landlæknir, lagt mat á væntan ábata af sprautuherferðinni í samanburði við skaðleg áhrif sóttvarnaraðgerða á andlega líðan barna og ungmenna? 2. Hafa heilbrigðisyfirvöld, þ.m.t. landlæknir, lagt mat á kostnaðinn sem umfangsmiklar sóttvarnaraðgerðir og -auglýsingar stjórnvalda kann að valda í framtíðinni í formi álags vegna heilsukvíða, sýklahræðslu o.fl.? 3. Á hvaða vísindalegu forsendum eru einkennalaus börn sett í sóttkví og einangrun með því álagi og áhrifum sem það hefur á líf þeirra og heilsu? 4. Rannsóknir benda til að líkur á hjartavöðvabólgum hjá 12 – 17 ára börnum margfaldist eftir tilraunasprautu. Á hvaða vísindalega forsendum / hagsmunamati byggir sú ákvörðun að sprauta þau með tilraunaefnum sem langtímarannsóknir skortir um? 5. Hvað hafa mörg börn/unglingar hlotið alvarlegan skaða af SARS-COV2 sýkingu hér á landi og hversu mörg börn/unglingar hafa hlotið alvarlegan skaða af sprautunum? 6. Hvern telja Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Alma Dagbjört Möller landlæknir ábatann vera sem réttlæti slíkan fórnarkostnað á líf og heilsu barnanna? 7. Á hvaða vísindalegu forsendum byggði sú staðhæfing Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar LSH í Kveik 5. október sl., að ekki væri um tilraunaefni að ræða?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.