Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.12. 2021 TÍMAVÉLIN Þ að hefur vakið furðu mína, hvað ýmsir þeirra, sem hafa þurft að láta ljós sitt skína á almannafæri vegna sjónvarpsins, hafa haft daufa og fornfálega peru í heilalampanum. Menn, sem eru mér mörgum áratugum yngri, tala eins og eldgamlir afturhaldsgaurar, sem eru hræddir við allt nýtt, og eira engu fyrr en þeir hafa komið lögum yfir alla hluti og þá helzt bannlögum. Eg hélt, að ríkistilskipana- og bannlagaæði tilheyrði eingöngu fas- isma og kommúnisma, þar sem þró- unin er barin niður eins lengi og hægt er með kylfu löggjafans.“ Þannig komst maður sem kallaði sig „Sigurð gamla“ að orði í bréfi til Velvakanda í Morgunblaðinu á að- ventunni 1961. Hann taldi lítið gagn í því að spyrna fótum við hinu óhjákvæmi- lega. Sjónvarpið væri komið og kæmi í enn ríkara mæli, ekki síður en sími, útvarp og kvikmyndir. „Bændur riðu frá miðjum heyönnum til Reykjavík- ur til þess að mótmæla símanum, og nú fá menn mynd af sér í blöðum og fá að tala í útvarpið til þess að mót- mæla sjálfsögðum hlut.“ Sigurður gamli vakti athygli á því að „dagblað eitt“ hefði leitt fimm spekinga fram á ritvöllinn til þess að vitna um viðbjóð sinn á sjónvarpinu. Sá fyrsti þeirra, námsstjóri, hefði sagt: „Ég er yfirleitt á móti sjón- varpi.“ Samt viðurkenndi hann, að það kynni „að reynast gagnlegt sem kennslutæki í skólum“. „Veit mað- urinn ekki, að sjónvarpið er einhver mesta framför í kennslumálum, sem orðið hefur á þessari öld?“ spurði Sigurður gamli. „Og ekki bara í skól- um, heldur líka á heimilunum. Náms- efnið fangar hug barnanna, þegar myndir skýra það, og sjónvarp frá samtíma atburðum um heim allan efla þroska bæði ungra og aldinna.“ Fram kom í skrifinu að þjóðleik- hússtjóri héldi að „lítið verði um hag- rænt frístundastarf“ fólks, ef sjón- varpið fengi að koma til Íslands eins og annarra landa. „Ætli að Jón Páls- son í Tómstundaþætti útvarpsins sé á sama máli?“ spurði Sigurður gamli. „Væri það ekki munur að geta kennt og sýnt tómstundaiðju í sjónvarpi, þar sem hægt er að sýna öll hand- brögð, í stað þess að skýra allt í gegnum eyrað?“ Því næst vitnaði hann í tvo pró- fessora. Annar hafði litlar mætur á sjónvarpi og taldi enga tryggingu fyrir því að hægt yrði að framleiða frambærilegt efni hérlendis. „Hinn prófessorinn, sem líka hef- ur nöldrað í útvarp, eggjar alls konar stofnanir til klögumála. Hann vill láta þær stofnanir, „sem fyrir- sjáanlega verða harðast úti“, krefj- ast skaðabóta! Hér á hann aðallega við leikhús, útvarp og kvikmynda- hús. Það á sem sagt að krefjast skaðabóta fyrir óorðinn og ímynd- aðan hlut. Það er eins gott, að þetta er ekki prófessor í lögfræði, sem tal- ar.“ Sigurður gamli lauk máli sínu á þessum orðum: „Nei, það þýðir ekki að berjast gegn þróuninni, mínir herrar. Sjónvarpið er mesta menn- ingartæki, sem fundið hefur verið upp, næst leturgerð. Það flytur menninguna beint inn á heimilin, sjónleiki, balletta, kvikmyndir o.s.frv. og einna mestu máli skiptir fréttaþjónustan, sem færir þjóðir heims nær hver annarri.“ Ungæðiskeimur af skrifunum Nafni gamla mannsins, Sigurður A. Magnússon rithöfundur, svaraði honum á sama vettvangi nokkrum dögum síðar. Grunaði hann „að kumpáninn, sem nefnir sig „Sigurð gamla“ og segir óbeinum orðum að hann væri „mörgum áratugum“ eldri en ég, veifi fölskum eða lituðum hær- um, og þykir mér nokkur ungæðis- keimur af skrifum hans“. Taldi Sig- urður A. nefnilega að gamlir menn gætu bókstaflega ekki verið eins jafnvægislausir og téður „öldungur“ – og það út af máli sem hlyti að mega ræða rólega og öfgalaust, án allra gífuryrða, uppnefna og útúrsnún- inga. Sjálfur kvaðst Sigurður A. hafa þriggja og hálfs árs reynslu af bandarísku sjónvarpi, og auk þess talsverða reynslu af sjónvarpi í Dan- mörku, Þýskalandi og Bretlandi. Á þeirri reynslu byggði hann afstöðu sína til sjónvarps á Íslandi. Hann viðurkenndi gildi þess til fréttaflutn- ings og kennslu, en taldi kostina ekki vega upp á móti löstunum, sem væru margir. Hann benti á að margfalt auðugri og mannfleiri þjóðum en Ís- lendingum hefði reynst nær ókleift að halda uppi sæmilegri sjónvarps- dagskrá, hvað þá meira. „Þessu til staðfestingar skal ég geta þess rétt til gamans, að fjölmargir Banda- ríkjamenn sem hafa spurt mig um sjónvarp á Íslandi, og fengið þau svör að hér væri ekki sjónvarp, hafa sagt við mig í römmustu alvöru: „Prísið ykkur sæla. Þið hljótið að búa í hreinni paradís.“ Sigurður A. mundi ekki til að hafa heyrt áþekk ummæli um kvikmynd- ir, síma eða útvarp, og gætu þó tvö síðastnefndu tækin vissulega stund- um orðið þreyttum taugum hvimleið. „Samanburður á þessu þrennu og sjónvarpi finnst mér vera út í hött, og yfirlýsing „Sigurðar gamla“ um að sjónvarpið sé „mesta menningar- tæki, sem fundið hefur verið upp, næst leturgerð“, stappar nærri því að vera f jarstæða, að ekki sé meira sagt. Sjónvarpið er sennilega áhrifa- mesta áróðurs- og útbreiðslutæki sem til er, en það er ekki fremur menningartæki en ómenningartæki, og hefur því miður gegnt seinna hlut- verkinu að langmestu leyti hingað til, hvað sem verða kann.“ Sigurður A. sætti sig þó við að sjónvarp kæmi hingað eins og annað, strax og það væri óhjákvæmilegt, þ.e.a.s. þegar alheimssjónvarp með gervihnöttum kæmist á. Hins vegar sá hann enga ástæðu til að fara að ana út í að reisa íslenska sjónvarps- stöð eða stækka erlenda stöð, sem væri óæskileg, fyrr en ljóst yrði hvaða skilyrði alheimssjónvarp út- heimti hér. „Fram að þeim tíma væri kannski ekki úr vegi að leitast við að hafa ögn bætandi áhrif á smekk landsmanna, t.d. með hóglátari og rólegri blaðaskrifum, „Sigurður“ minn góður.“ Þið hljótið að búa í hreinni paradís Árið 1961 þekktu Ís- lendingar sjónvarp að- eins af afspurn eða gegnum kanasjón- varpið. Meðan sumum þótti sjálfsagt og eðli- legt að fyrirbrigðið héldi innreið sína hing- að til lands fundu aðrir því flest til foráttu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Íslensk fjölskylda saman komin til að horfa á kana- sjónvarpið haustið 1961. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.