Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.12. 2021
LESBÓK
SPÉ Væri Ozzy Osbourne ekki tónlistarmaður í fullu
starfi ætti hann að vera uppistandari á sviði. Þetta er
sjónarmið vinar hans og samstarfsmanns til fjölda ára,
gítarleikarans Zakks Wylde. Í samtali við bandarísku
sjónvarpsstöðina AXS TV segir Wylde merkilegt að
menn komi yfirhöfuð einhverju í verk þegar þeir eru að
vinna með Ozzy enda standi spébunan án afláts upp úr
goðsögninni. „Eftir fimm mínútur er maður kominn í
gólfið, grenjandi úr hlátri. Hann er stöðugt að gera gys
að sjálfum sér eða þá því sem er á seyði í heiminum.
Hann er engum líkur. Óborganlegur.“ Þegar Wylde
spurði Ozzy hvernig honum líkaði nýjasta plata bands
síns, Black Label Society, svaraði sá gamli: „Hún er æð-
isleg, sérstaklega þegar maður tekur hana af fóninum.“
Ætti að vera í uppistandi Ozzy er
æringi af
Guðs náð.
AFP
GLÆPIR Bollywoodstjarnan Raveena Tandon er í
aðalhlutverki í nýjum indverskum glæpaþáttum, Ar-
anyak, sem koma í heild sinni inn á efnisveituna Net-
flix 10. þessa mánaðar. Þar leikur hún hæfileikaríka
og harðsnúna lögreglukonu úti á landi sem fær
„mál lífs síns“ inn á borð til sín. Ferðamaður er
horfinn í skóginum en fljótt kemur á daginn að
meira býr að baki. Parambrata Chatterjee
leikur félaga hennar úr borgarlögregl-
unni sem hún er þvinguð til að vinna
með. Af öðru nýju netlixefni í desem-
ber má nefna seríu 2 af Emily in Par-
is og The Witcher sem fjallar um
sjálfstætt starfandi skrímslabana.
Raveena
Tandon
er vinsæl
í heima-
landi
sínu.
AFP
Ted Nugent
Rokkhundar
í hár saman
DEILUR Bólusetningar eru há-
pólitískt mál í Bandaríkjunum.
Gamlir rokkhundar láta ekki sitt
eftir liggja í þeirri umræðu frekar
en aðrir og á dögunum sletti Ted
Nugent aurnum yfir Gene Simmons
fyrir að kalla óbólusetta „óvininn“ í
baráttunni gegn kórónuveirunni.
Nugent stakk niður penna á Twit-
ter, sagði Simmons toppmann á alla
kanta en hér væri hann í ruglinu.
Honum væri þó vorkunn þar sem
hann hefði búið svo lengi í Los Ang-
eles, þar sem vinstrimenn væru
búnir að heilaþvo fólk upp til hópa.
„Pólitísk rétthugsun markar enda-
lok mannkyns.“ Gary Holt úr Ex-
odus, sem sjálfur hefur fengið KÓ-
VEIS, er á öðru máli; segir þá sem
ekki láta bólusetja sig vera að tefja
baráttuna gegn veirunni og draga
hana að óþörfu á langinn.
Í huga flestra er þungarokkið
tengdara myrkri og drunga en
sól og salsa enda varð sú göfuga
stefna til í grámóskunni í Birming-
ham á Englandi fyrir ríflega hálfri
öld. Þar sem sjaldan sést til sólar.
Þess vegna sætir tíðindum að mörg af
áhrifamestu málmböndum sögunnar
koma einmitt frá mjög hlýjum og sól-
ríkum stöðum. Þrasströllin Metallica,
Slayer og Megadeth eru öll frá Kali-
forníu. Eins Guns N’ Roses. Pantera
gerði út frá Texas og Sepultura var
stofnuð í Belo Horizonte í Brasilíu,
þar sem hitinn getur farið yfir þrjátíu
gráður í öllum mánuðum ársins. Viss-
uð þið það? Meira að segja Iron Mai-
den er með rætur í þeim hluta Lund-
únaborgar, austurbænum, þar sem
sólin sest aldrei; alltént ekki í huga
íbúanna. Hvernig annars eiga þeir að
geta borið þann þunga kross að halda
með West Ham United? En það er
auðvitað allt önnur saga. Fyrir allt
annað blað.
Af yngri málmböndum sem látið
hafa til sín taka má nefna Korn,
Deftones, System of a Down og
Avenged Sevenfold frá Kaliforníu og
Trivium frá Flórída sem einmitt er
meginviðfangsefni þessarar greinar.
Tíunda hljóðversplata fjórmenn-
inganna, In the Court of the Dragon,
kom út fyrir skemmstu og hefur hlot-
Trivium-liðar í sínu fínasta pússi á
Grammy-hátíðinni 2019. Paolo
Gregoletto, Corey Beaulieu,
Matt Heafy og Alex Bent.
Reynt á þan-
þol málmsins
Málmbandið Trivium frá Flórída hefur fengið
glimrandi dóma fyrir nýjustu breiðskífu sína,
In the Court of the Dragon. Málmskýrendur segja
bandið hafa skipað sér í fremstu röð og sé þess
nú umkomið að fylla stærstu leikvanga heims.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Matt Heafy er jafnvígur á hreinan og óhreinan söng, eins og það kallast í
málmheimum. Raddþjálfari hans í seinni tíð er hinn virti Ron Anderson.
Matt Heafy hefur frá upphafi verið
helsti textasmiður Trivium. Textar
hans þykja ljóðrænir og höfundurinn
á köflum forn í máli sem helgast ekki
síst af dálæti hans á grískri goða-
fræði. Gaman yrði að vera fluga á
vegg ef þeir fengju sér einhvern tíma
kaffibolla saman, Heafy og Snæbjörn
Ragnarsson, hirðskáld Skálmaldar,
málmbandsins okkar góða, en sá síð-
arnefndi er sem kunnugt er afar vel
að sér í norrænni goðafræði.
Æska Heafys var ekki alltaf dans á
rósum og hann hefur viðurkennt að hafa íhugað sjálfsvíg á yngri ár-
um. Um það fjallar hann stundum í textum sínum, einkum á fyrstu
plötunum. Eins heimilisofbeldi og misnotkun á börnum, sem hann
reyndi ekki á eigin skinni en þekkir gegnum félaga sína. Þá vísar
hann gjarnan í brennandi orðræðu samtímans, svo sem samfélags-
miðla og gervigreind, og eilífðarmál eins og trú og stríð.
Þykir á köflum forn í máli
Umslag In the Court of the
Dragon.
Raveena Tandon er vin-
sæl í heimalandi sínu.
Glímir við glæpamál lífs síns