Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Qupperneq 29
ið einróma lof gagnrýnenda sem bera
Trivium á höndum sér.
Miðillinn Distorted Sound hendir í
10 af 10 mögulegum og segir Trivium
hafa skipað sér á bekk með fremstu
málmböndum þessa heims. „Þeim
hefur tekist að reyna á þanþolið án
þess að ganga á grunngildi sín sem
gert hafa þá að einu virtasta bandi
heims. Þannig hefur þeim tekist að
gera eina af sínum bestu plötum, ef
ekki þá allra bestu til þessa.“
Miðillinn Wall of Sound er líka í tí-
unni. „Núna er Trivium bara Trivium,
og In the Court of the Dragon er enn
ein afurðin sem skilgreinir hvað átt er
við með því – þeir eru eitt af bestu
málmböndum heims.“
Hið gamalgróna málmgagn Kerr-
ang! gefur plötunni fjórar stjörnur af
fimm fáanlegum og segir hana eina
bestu málmafurð ársins. Ljóst sé að
Trivium-liðar séu reiðubúnir að
leggja undir sig stærstu leikvanga
þessa heims. „Þessi lög eru samin til
að hljóma á stærstu sviðunum, og
eiga það skilið.“
Miðillinn Louder Sound splæsir í
fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögu-
legum og segir: „Þegar kemur að því
að leika nútímalegan málm hefur
Trivium staðið fremst um nokkra
hríð. Það breytist ekki hér og In the
Court of the Dragon er geggjuð
þungarokksplata. Efaðist einhver?“
Ræturnar liggja víða
Trivium er líklega með dýpstar rætur
í þrassi en einnig gætir augljósra
áhrifa frá tærmálmi, málmkjarna,
dauðarokki og jafnvel grúvmálmi. Þið
munið að við lifum á tímum póstmód-
ernisma. Bandið var stofnað í Orlando
árið 1999 og svo merkilega vill til að
enginn upprunalegur meðlimur á
ennþá aðild að því. Matt Heafy, söngv-
ari og gítarleikari, slóst þó í hópinn á
stofnárinu eftir að þáverandi söngvari,
Brad Lewter, kom auga á hann þrett-
án ára gamlan í hæfileikakeppni í
skólanum þeirra. Til að byrja með
spilaði Heafy aðeins á gítar en Travis
Smith trommari taldi hann snemma á
að taka sönginn líka að sér enda þótt
Heafy hefði á þeim tíma ekki mikla
trú á hæfileikum sínum. Saga sem
heimfæra má á átrúnaðargoð hans,
James Hetfield í Metallica.
Heafy lærði á tenórsaxófón sem
drengur en er sjálfmenntaður í gít-
arleik og söng. Það kom honum síðar í
koll en eftir að hafa beitt röddinni
lengi kolrangt við að rymja gaf hún
sig á tónleikum árið 2014. Það varð til
þess að Heafy fór að ráðum kollega
síns úr Avenged Sevenfold, M. Sha-
dows, og leitaði til hins virta radd-
þjálfara og óperusöngvara Rons And-
ersons, sem meðal annars hefur
þjálfað Axl Rose, Chris Cornell og
Adele. Eftir það hefur Heafy látið
hafa eftir sér að það sé í raun auðveld-
ara að rymja á sviði en að bjóða eig-
inkonunni góðan dag á morgnana.
Trivium var eiginlega bara tríó þeg-
ar fyrsta platan, Ember to Inferno,
kom út 2003. Heafy söng og spilaði á
gítar, Travis Smith á trommur og
Brent Young á bassa. Gítaristinn Co-
rey Beaulieu bættist við skömmu síð-
ar og Paolo Gregoletto leysti Young af
hólmi ári síðar. Báðir eru þeir enn í
bandinu en Young lést á síðasta ári.
Smith gekk úr skaftinu 2009 og síðan
hafa ýmsir menn haldið um kjuðana,
allt miklir vargar, svo sem tónlistin
gerir kröfu til, nú síðast Alex Bent
sem hertur er í eldi dauðarokksins
með böndum á borð við Dragonlord
og Brain Drill. Mikið séní þar á ferð.
Svolítil rússíbanareið
Trivium fékk fljúgandi start á plötum
á borð við Ascendancy (2005) og
Shogun (2009), þar sem Heafy vottar
uppruna sínum virðingu sína en móðir
hans er japönsk. Hann fæddist raun-
ar þar um slóðir en hefur búið í Or-
lando frá eins árs aldri og er víst ekk-
ert alltof sleipur í japönskunni. In
Waves (2011) hélt mönnum við efnið
en á Vengeance Falls (2013) fór að
halla undan fæti enda David Draiman
úr þeirri hroðalegu sveit Disturbed
kominn með puttana í takkana í stúd-
íóinu. Silence in the Snow (2015) var
síðan dauðhreinsuð og afleit og marg-
ir óttuðust að Trivium hefði verið
fórnað á altari Mammons, þeirra á
meðal þessi penni sem fylgst hefur
með bandinu svo að segja frá upphafi.
The Sin and the Sentence (2017)
kom því þægilega á óvart en þar end-
urheimti Trivium sína sterku og
ágengu rödd og lýsti því um leið yfir
að framvegis yrði listagyðjunni einni
þjónað. Við það var staðið á What the
Dead Men Say, sem kom út í fyrra, og
við vitum allt um In the Court of the
Dragon. Hún er negla!
AFP
5.12. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
FJAÐRAFOK A Very British Scandal
nefnast nýir dramaþættir sem frum-
sýndir verða í breska ríkissjónvarpinu,
BBC, í mánuðinum. Þar er til umfjöll-
unar frægt skilnaðarmál hertogans og
hertogaynjunnar af Argyll árið 1963
en þau voru áberandi fólk á þeim tíma.
Hertoginn sakaði spúsu sína opinber-
lega um að halda fram hjá sér eftir að
honum bárust í hendur ljósmyndir af
henni í félagsskap annarra karla. Úr
varð mikið fjaðrafok. Claire Foy og
Paul Bettany eru í helstu hlutverkum
en handritið skrifar Sarah Phelps.
Hertogahjón skilja með látum
Claire Foy leikur hertogaynjuna.
AFP
BÓKSALA 1.-29. NÓVEMBER
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Sigurverkið
Arnaldur Indriðason
2 Lok, lok og læs
Yrsa Sigurðardóttir
3 Lára bakar
Birgitta Haukdal
4 Úti
Ragnar Jónasson
5 Útkall – í auga fellibylsins
Óttar Sveinsson
6 Lára lærir á hljóðfæri
Birgitta Haukdal
7 Sextíu kíló af kjaftshöggum
Hallgrímur Helgason
8
Fjárfestingar
Aníta Rut Hilmarsdóttir,
Kristín Hildur
9 Þín eigin ráðgáta
Ævar Þór Benediktsson
10
Alexander Daníel
Hermann Dawidsson:
Bannað að eyðileggja
Gunnar Helgason
11 Jól á eyjahótelinu
Jenny Colgan
12 Jómfrúin
Jakob E. Jakobsson
13 Prjón er snilld
Sjöfn Kristjánsdóttir
14
Heima hjá lækninum í
eldhúsinu
Ragnar Freyr Ingvarsson
15 Litlir lærdómshestar – stafir
Elisabeth Golding
16
Læknirinn í engla-
verksmiðjunni
Ásdís Halla Bragadóttir
17
Rætur – á æskuslóðum
minninga og mótunar
Ólafur Ragnar Grímsson
18 Jól með Láru
Birgitta Haukdal
19
Bílamenning – aksturs-
gleði liðinnar aldar í máli
og myndum
Örn Sigurðsson
20 Horfnar
Stefán Máni
Allar bækur
Tveggja ára dóttur minni finnst
gaman að láta lesa fyrir sig. Hún
biður mig um að „lesa bók“ í tíma
og ótíma. Ég held að hún fari þess
á leit við mig 20-30 sinnum á dag,
og það við ólíklegustu tækifæri.
Fyrir skemmstu bað hún mig um
að lesa bók á rauðu ljósi.
Hún var ekki
orðin hálfs árs
þegar hún bar
kennsl á Míu,
Múmínsnáðann
og Línu Lang-
sokk, og þessa
dagana eru Einar
Áskell, pabbi hans og Milla í guða-
tölu. Engan asa, Einar Áskell er
mikil eftirlætisbók hjá okkur feðg-
inum. Þar segir frá því þegar Ein-
ar, pabbi hans
og Milla fara í
innkaupaleið-
angur á laugar-
degi. Það liggur
hálfilla á pabba
Einars, og þeg-
ar hann ætlar
að setja vör-
urnar á sinn
stað verður honum heldur betur á
í messunni.
Í morgunsárið eftir Junko Naka-
mura í íslenskri þýðingu Sverris
Norland er lík-
lega sú bók sem
ég hef lesið hvað
oftast fyrir hana.
Hún er hugljúf
og falleg, og
skreytt sérlega
glaðlegum
teikningum.
Ég get ekki mælt nógsamlega
með barnaljóðabókum Þórarins
Eldjárns. Þær eru óhemju
skemmtilegar. Dóttir mín rak upp
stór augu um
daginn þegar
ég las fyrir hana
ljóðið „Bóka-
gleypir“ sem
fjallar um Guð-
mund á Mýrum
sem borðar
bækur/það
byrjaði uppá grín og varð svo kæk-
ur. Og síðan eru myndirnar henn-
ar Sigrúnar yndislegar.
Nætur-
bókin eftir
Mauri Kunnas
í íslenskri
þýðingu Þor-
steins frá
Hamri er iðu-
lega dregin
fram
skömmu fyrir
háttatíma. Dóttir mín hefur sér-
stakt dálæti á flugvallaropnunni.
Stundum látum við bara hana
duga.
Og oftar en
ekki slær
bókin Allir
geispa eftir
Anitu Bij-
sterbosch
botninn í dag-
inn. Þar segir
meðal annars
frá kanínu sem geispar afar hljóð-
lega, flóðhesti sem geispar þrisvar
sinnum, og krókódíl sem sýnir all-
ar tennurnar þegar hann geispar.
ÞÓRÐUR SÆVAR JÓNSSON ER AÐ LESA
Beðinn um að lesa
bók á rauðu ljósi
Þórður Sævar
Jónsson er
þýðandi og
skáld.
Komdu til okkar
í mat og drykk
Fjölbreyttur og spennandi matseðill
þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi
Kringlan ... alltaf næg bílastæði
Borðabókanir á
www.finnssonbistro.is eða
info@finnssonbistro.is