Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.12.2021, Qupperneq 32
Jólabragur verður á dagskrá Ríkissjónvarpsins næstu vik-
urnar, eins og vera ber. Síðasta lag fyrir kvöldfréttir verður
tengt jólunum alla virka daga í desember og Jón Ólafsson pí-
anóleikari fær gesti til sín í sjónvarpssal á föstudagskvöldum;
næst er röðin komin að Ragnheiði Gröndal og Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur, Diddú, og í lokaþættinum, 17. desember,
kíkja Kristjana Stefánsdóttir og Þorsteinn Einarsson úr
Hjálmum í heimsókn.
Sama kvöld verður á dagskrá þátturinn Jóla-
lög vikunnar með Gísla Marteini, þar sem
sýndar verða upptökur frá flutningi hinna
ýmsu listamanna á jólalögum í þætti Gísla
á aðventunni undanfarin ár. Laugardags-
kvöldin 11. og 18. desember verða svo
Hraðfréttajól á dagskrá. „Hraðfrétta-
drengirnir Benni og Fannar eru
fengnir til að koma þjóðinni í
jólaskap, með mjög stuttum
fyrirvara, á þessum for-
dæmalausu tímum og það
er ekkert víst að það
klikki,“ segir í kynn-
ingu á vefsíðu RÚV.
Hraðfréttajól og jólatónar
Í dag er annar í aðventu og Ríkissjón-
varpið er óðum að komast í jólaskapið.
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 2021
MADE IN
DENMARK
Lama rúmin eru vönduð, falleg og þekkt
fyrir að veita heilbrigðan og góðan svefn.
Þau hafa verið framleidd í Danmörku síðan 1939.
Hægt er að fá þau með eða án stillanlegum botni. Í
boði eru þrír litir á áklæði og margar tegundir fóta
og rúmgafla.
Lama Premium rúmin eru með sérstakan mjóbaks-
stuðning og meiri dýpt fyrir axlir. Ef þú vilt að öxlin
detti meira ofan í dýnuna er Premium línan fyrir þig.
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
Alan Ball sendir fyrir frá hægri.
Gordon McQueen stekkur hæst
allra og skallar frá. En aðeins í
áttina að Kevin Keegan sem
skyndilega er flatur í loftinu og
klippir knöttinn í fjærhornið;
gjörsamlega óverjandi fyrir
Paddy Roche í markinu. „Stór-
kostlegt mark. Geggjað mark
hjá Keegan,“ gellur í goðsögn-
inni Brian Moore sem er að lýsa
leiknum í sjónvarpinu. Áhorf-
endur á The Dell ganga af göfl-
unum.
En hvað er a’tarna? „Ég held
að markið fái ekki að standa,“
heldur Moore áfram. „Línuvörð-
urinn er með hendur á mjöðm-
um sér. Hvers vegna í ósköp-
unum?“ Já, þetta glæsimark var
dæmt af, á „óljósum for-
sendum“, eins og Morgunblaðið
orðaði það í uppgjöri sínu eftir
helgina. Skýringin var rang-
staða; ekki á Keegan sjálfan
heldur félaga hans í Southamp-
ton-liðinu, David Armstrong,
sem var sannarlega fyrir innan
varnarlínu Manchester United –
án þess þó að hafa nein áhrif á
leikinn. Mark sem aldrei hefði
verið dæmt af í samtímanum.
Í dag eru fjörutíu ár liðin frá
því að Keegan gerði þetta fræga
(ó)mark. Mögulega það falleg-
asta í sparksögunni sem dæmt
hefur verið af. Armstrong bætti
hins vegar fyrir axarskaft sitt
með því að skora sigurmarkið á
lokamínútu leiksins, 3:2.
GAMLA FRÉTTIN
Frægasta
(ó)markið
Goðsögnin Kevin Keegan í leik með Southampton síðla árs 1981.
AFP
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Jamie Lee Curtis
kvikmyndaleikkona
Óskar Guðmundsson
rithöfundur
Anderson Cooper
fréttamaður
Hraðfréttabræðurnir Bene-
dikt Valsson og Fannar Sveins-
son snúa aftur fyrir jólin.
Hver er betur til
þess fallinn að
syngja inn jólin en
hún Diddú okkar
allra? Næsta
föstudag á RÚV.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Morgunblaðið/Eggert