Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Síða 3

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Síða 3
Endurskoðun laga um málefni fatlaðra Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til að fara yfir og endur- skoða lög um málefni fatlaðra. Starf hennar er tvíþætt. Annarsvegar skal nefndin leggja mat á það hvernig lögin hafa reynst og hversu til hefur tekist um framkvæmd einstakra þátta þeirra. Hinsvegar, skal hún í ljósi þeirrar athugunar og nýrra viðhorfa gjöra tillögur til breytinga og endurbóta á lögunum í heild. Formaður nefndarinnar, Bragi Guð- brandsson, var skipaður af ráð- herra, en aðrir nefndarmenn voru Frumvarp til laga um fé A siðasta starfsdegi Alþingis á þessu vori, laugardaginn 5. maí s.l. var samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um Hús- næðisstofnun ríkisins, en það fjallar um félagslega húsnæðis- kerfið. Samtökin Þak yfir höfuðið áttu fulltrúa í nefnd þeirri sem fél- agsmálaráðherra skipaði til þess að vinna frumvarpið. Sjálfsbjörg l.s.f. er aðili að þessum samtök- um, eins og kunnugt er og hafði þvi tök á að leggja sitt til mál- anna. í þriðju grein segir svo um mark- miðið: "Markmið með lánsveitingum til félagslegra íbúða samkvæmt lögum þessum er að jafna kjör og að- stöðu fólks í landinu og skapa fólki öryggi að því er húsnæðis- mál varðar. tilnefndir af stjórnarflokkunum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn sameiginlegur fulltrúi af hálfu hagsmunasamtakanna. Þeir eru: Arnór Helgason, Fram- sóknarflokki, Asta B. Þorsteins- dóttir, Þroskahjálp og öryrkja- bandalagi íslands, Helgi Seljan, Alþýðubandalagi, séra Jón Einars- son, Sambandi ísl. sveitarfélaga, Páll Svavarsson, Borgaraflokki og Rannveig Guðmundsdóttir, Alþýðu- flokki. Nefndin hóf störf 12. janúar s.l. og á að skila af sér fyrir vorið. OR. lagslega húsnæð iskerf ±<5 Skal það gert með því a. að gera sveitarfélögum, félagasamtökum eða fyrirtækjum kleift, með hagstæðum lánum, að koma upp húsnæði ætlað sem eignaribúðir, leiguíbúðir, leiguibúðir með hlutareign eða leiguíbúðir með kaup- rétti, b. að gefa fólki kost á þvi að eignast húsnæði á félags- legum kjörum, c. að gefa fólki færi á að leigja húsnæði, eða leigja með hlutareign eða kauprétti á félagslegum kjörum." Sjálfsbjörg væntir sér mikils af þessari lagasetningu. í ársriti Sjálfsbjargar l.s.f., sem kemur út í haust verður nánar fjallað um lögin og húsnæðismál yfir- leitt. OR. Lyklakippur með Sjálfsbjargarmekinu félagsdeildum Sjálfsbjargar. Framleiðandi er Glaðnir, Hveragerði. f ást hjá öllum 3

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.