Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1990, Page 5
ATVINNUHAL FATLM5RA
Félagsmálaráðherra Jóhanna
Sigurðardóttir hefur ráðið Mörthu
Jensdóttur til að sinna tíma-
bundnu verkefni varðandi atvinnu-
mál fatlaðra. Jafnframt hefur
verið skipaður fimm manna starfs-
hópur til ráðgjafar um þetta
verkefni. Starfshópinn skipa
eftirtaldir aðilar: Margrét
Margeirsdóttir frá félagsmála-
ráðuneytinu, sem jafnframt er
formaður starfshópsins, Arni Sig-
fússon frá Sambandi ísl. sveitar-
félaga, Asmundur Hilmarsson frá
Alþýðusambandi íslands, Helgi
Hróðmarsson frá Samtökum fatlaðra
og Jón Rúnar Pálsson frá Vinnu-
veitendasambandi íslands.
HLUTVERK
Verkefni hópsins er að gera út-
tekt á stöðunni í atvinnumálum
fatlaðra, bæði hvað varðar al-
menna vinnumarkaðinn og verndaða
vinnustaði. Að lokinni úttekt
skal starfshópurinn leggja fram
tillögur um úrbætur og stefnu í
atvinnumálum fatlaðra.
VERNDAÐIR VINNUSTAÐIR
Byrjað var á að senda spurningar
til allra verndaðra vinnustaða.
Martha hefur siðan verið önnum
kafin við að fylgja þessu eftir.
Upplýsingum hefur verið miðlað og
farið fram á skýra og góða svör-
un. Þessi vinna hefur borið
ávöxt og nú hafa borist svör frá
öllum vinnustöðunum. Þegar þetta
er skrifað, er komið að því að
vinna úr upplýsingunum og setja
þær i skýrsluhæft form.
ALMENNUR VINNUMARKAÐUR
Eins og að framan greinir var
ákveðið að athuga einnig stöðuna
á almennum vinnumarkaði.
Hópurinn kom sér saman um að
besta leiðin til að afla upp-
lýsinga væri að snúa sér milli-
liðalaust til fyrirtækjanna.
Þann 27. febrúar voru sendar
spurningar til fyrirtækja og
stofnana um land allt. Reynt var
að velja fyrirtæki af öllum gerð-
um og stærðum til þess að fá sem
besta mynd af ástandinu. Þær
upplýsingar sem hefur verið aflað
er varða bæði fjölda fatlaðra í
vinnu og einnig möguleika þeirra
i framtíðinni. Þá er farið fram
á viðhorf þeirra til þessara mála
og reynt að fá fram þætti sem
geta leitt til úrbóta.
NIÐURSTAÐA
Það er von þeirra sem standa að
þessu verkefni að framkvæmd þess
verði til að við stlgum skrefi
nær í átt til úrbóta í atvinnu-
málum fatlaðra. Upplýsingar úr
þessum könnunum eru ekki aðeins
mikilvægar fyrir þá sem starfa að
málefnum fatlaðra beint og óbeint
heldur ekki síður fyrir þá sem fá
spurningarnar í hendur. Þ.e.
þetta hvetur atvinnurekendur til
umhugsunar um hvað betur má fara.
Þó að ofangreindar kannanir séu
mikilvægar eru tillögur að úrbót-
um og framkvæmdir í framhaldi af
því að mínu mati það sem upp úr
stendur og mestu máli skiptir.
Helgi Hróðmarsson, starfsm.
Landssambands Þroskahjálpar
og öryrkjabandalags íslands.
Pennavinir=
Þrjátíu og fjögurra ára gömul kona frá Filippseyjum óskar
eftir að eignast pennavin á íslandi.
Nafn hennar og heimilisfang er: Ms. Simone M. Malana,
340 Kaunlaran St.
Brgy. Commonwealth
Quezon City
Philippines
Simone hefur áhuga á ð fræðast um málefni hreyfihamlaðra á
íslandi, en hún er sjálf lítillega fötluð. Simone skilur
ensku.
5