Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1990, Side 8

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1990, Side 8
LL O Að svo komnu er ekki hægt að segja nákvæmlega til um verð, en það mun verða á bilinu 60-65.000 krónur. Innifalið er flug, ferðir til og frá flugvelli, ein heils- og ein hálfsdagsskoðunar- ferð, fararstjórn og gisting i orlofshúsi. Þeir sem hafa áhuga á að fara geta haft samband við Lilju Þorgeirsdóttur i sima 29133. Hún tekur við bókunum og svarar fyrirspurnum. Sætafjöldi er takmarkaður oq bví ráðleqt að tryqqja sér pláss sem fyrst. Lilja Þorgeirsdóttir -Félagsmáladeild- Kynlíf -óháð fötlun- Út er að koma á vegum Sjálfsbjargar bækling- ur, sem ber heitið: Kynlif, óháð fötlun. Þetta er leiðbeiningar- rit fyrir fatlaða sem búa á stofnunum, starfsfólk og ættingja. Einar Hjörleifsson hefur þýtt bæklinginn úr dönsku og annast út- gáfu. Ragnheiður Bragadóttir samdi kafla um islenska hegningar- löggjöf. Þetta er annað hefið i ritröð, sem Sjálfsbjörg hefur hug á gefa út smátt og smátt um mál- efni tengd fötlun. Fyrsta heftið er um mænuskaða. Bæði ritin eru fáanleg á skrifstfofu Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra, Hátúni 12, simi 91-29133. AÐLÖGUNARNÁMSKEIÐ FYRIR FATLAÐA Helgina 25.-27. maí sl. hélt Sjálfsbjörg aðlögun- arnámskeið fyrir fatlaða og aðstandendur þeirra. Námskeiðið var haldið I húsnæði Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra í Reykjadal, Mosfellsbæ. Þetta var fyrsta námskeiðið sinnar tegundar hérlendis, og var það styrkt að hluta til af Öryrkjabandalagi ís- lands. Námskeið sem þessi eru hluti af félagslegri end- urhæfingu. Markmiðið er að styðja hinn fatlaða og f jölskyldu hans til þess að gera sér grein fyrir og skilja betur félagslegar afleiðingar fötlunar, til dæmis viðhorf almennings, viðbrögð vina og vandamanna og einstaklingsins sjálfs við breyttum aðstæðum. Á námskeiðinu voru fluttir stuttir fyrirlestrar af ýmsum toga um tilfinningaleg viðbrögð við fötlun og tryggingamál. Einnig sögðu fjórir einstaklingar frá reynslu sinni af þvi að vera fatlaður. Þá var unnið i litlum hópum og ýmis mál rædd, bæði almenn og persónuleg. Einnig voru veitttar ýmsar upplýs- ingar hvað varðar þjónustu er tengist fötlun. Þátttakendum gafst einnig tækifæri til að ræða einslega við starfsfólk námskeiðsins. Þátttakendur voru 15 talsins með mismunandi fötlun. Sumir höfðu fatlast nýlega og aðrir verið fatlaðir lengi, en fötlun margra hefur aukist með timanum. Aðsókn var mjög góð utan af landi, en 9 komu þaðan og 6 af Stór-Reykjavikursvæðinu. Aðstaðan i Reykjadal er mjög góð og hentar einstak- lega vel fyrir svona námskeið. Hjálparmenn voru til staðar allan tímann. Boðið var upp á fæði og gistingu á staðnum. Greinlegt er að mikil þörf er fyrir svona námskeið og það stendur til að halda annað næsta vor. KLIFUR 8 Lilja Þorgeirsdóttir -Félagsmáladeild-

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.