Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1990, Blaðsíða 9
Félagsbiónusta
sveitarfélaqa.
Sameiginlegur fundur
milliþinganefnda og
framkvæmdarstjórnar
Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra,
haldinn i Sjálfsbjarg-
arhúsinu, dagana 23. og
24. nóvember 1990,
leggur áherslu á að
frumvarp til laga um
félagsþjónustu sveitar-
félaga verði samþykkt á
yfirstandandi þingi.
í þessum lögum telur
Sjálfsbjörg nauðsynlegt
að tryggja að þeir sem
njóta heimaþjónustu
greiði sama gjald, óháð
þjónustuþörf.
Framkvæmdasióður
fatlaðra
oqheimilisbiónusta við
fatlaða.
Sameiginlegur fundur
milliþinganefnda og
f ramkvæmda st j órnar
Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra,
haldinn i Sjálfsbjarg-
arhúsinu, dagana 23. og
24. nóvember 1990,
skorar á rikisstjórn
Steingrims Hermanns-
sonar að standa við
ákvæði i málefnasamn-
ingi sinum um að bæta
heimilisþjónustu við
fatlaða sem og að
treysta fjárhagsgrund-
vö11 Framkvæmdas j óðs
fatlaðra.
ÁLYKTANIR
Dagana 23. og 24. nóvember siðast liðinn var hald-
inn sameiginlegur fundur framkvæmdastjórnar
Sjálfsbjargar og ýmissa milliþinganefnda, sem
kjörnar eru á þingum landssambandsins til þess að
vinna að framgangi ákveðinna málefna.
Komandi Alþingiskosningar voru á dagskrá og ræddar
leiðir til þess að kynna væntanlegum frambjóðendum
baráttumál samtakanna. Ýmsar góðar tillögur komu
fram, meðal annars sú að vel undirbúnir Sjálfs-
bjargarfélagar, hópar eða einstaklingar, fari á
framboðsfundi, taki þátt i umræðum og beini spurn-
ingum til frambjóðenda. Þá verði öllum freunbjóð-
endum send stefnuskrá Sjálfsbjargar og henni
dreift á framboðsfundum. Einnig kom fram tillaga
um að nýta Alþjóðadag fatlaðra i sama tilgangi, en
hann er 24. mars 1991.
Sett var á laggirnar nefnd til undirbúnings "kosn-
ingabaráttu" Sjálfsbjargar.
Eftirfarandi ályktanir voru einnig samþykktar á
fundinum og hefur þeim verið komið á framfæri við
hlutaðeigandi:
Endurskoðun laqa um almannatryqqinqar.
Sameiginlegur fundur milliþinganefnda og fram-
kvæmdastjórnar Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra, haldinn i Sjálfsbjargarhúsinu dagana 23.
og 24. nóvember 1990, fagnar því að nú sér loks
fyrir endann á endurskoðun laga um almannatrygg-
ingar.
Fundurinn telur að hlutverk almannatryggingalag-
anna sé og eigi að vera að jafna aðstöðu og kjör
þegnanna og tryggja mannsæmandi lifeyri þeim sem
ekki geta unnið vegna fötlunar eða aldurs.
Fundurinn lýsir ánægju sinni með tillögur að ýmsum
úrbótum 1 þeim drögum að frumvarpi sem fyrir ligg-
ur, s.s. stórhækkun vasapeninga þeirra er búa á
stofnunum og að komið sé á fritekjumarki vegna
þeirra, umönnunarbótum og breytingum á skerðingar-
ákvæðum og fritekjumarki örorkulifeyris.
Fundurinn bendir á að þeir sem eru hreyfihamlaðir
verða óhjákvæmilega fyrir kostnaði vegna fötlunar
sinnar, nefna má greiðslur vegna heimilishjálpar,
viðhald bifreiðar og íbúðar, störf sem aðrir þjóð-
félagsþegnar geta unnið sjálfir. Sjálfsbjörg tel-
ur að hlutverk almannatrygginga sé m.a. að jafna
þann mun og þvi beri skilyrðislaust að bæta
hreyfihömluðum örorkukostnað sinn án tilits til
tekna. Að þvi tilskildu telur Sjálfsbjörg unnt að
fallast á tekjutengingu örorku- og ellilifeyris.
það er þó algjört skilyrði að lifeyririnn byrji
ekki að skerðast fyrr en aðrar tekjur einstakl-
ingsins hafi náð kr. 100.000.— á mánuði og að
allar tekjur hans, s.s. fjármagnstekjur, eigna-
tekjur og lifeyrissjóðsgreiðslur, hafi sömu áhrif.
Sjálfsbjörg skorar á heilbrigðisráðherra að láta
breyta drögum að frumvarpi til laga um almanna-
KLIFUR
9