Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.1991, Qupperneq 5

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.03.1991, Qupperneq 5
Pistill frá Sjálfsbjörg í Reykjavík. í þessu greinarkorni sem hér er hafið er ætlunin að tæpa á ýmsu því helsta sem er að gerast í félagsstarfinu hjá Sjálfsbjörg félagi fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, (Kópavogur-Hafnarfjörður-Garðabær-Bessastaða- hreppur-Seltjarnarnes-Mosfellsbær). Það verður því miður aö segjast eins og er, að hinni almenni félagsdoði sem einkennir svo ísienskt samfélag um þessar mundir hefur knúið dyra hjá okkur í allnokkrum mæli. Þetta lýsir sér einna helst í því að mjög erfitt reynist að fá fólk til starfa og það er tiltölulega fámennur hópur sem heldur starfinu gangandi. Þetta veldur því að félagið getur ekki beitt sér eins og þyrfti. Það vantar nefnilega ekki verkefnin fyrir hagsmunafélag hreyfihamlaðra á þessu 150.000 manna félagssvæði. Nægir hér að nefna nokkra mikilvæga þætti: 1. Betra skipulag og tengsl við bæjarfélögin á félagssvæðinu, t.d. félagsfundir um staðbundin verkefni, betri upplýsingatengsl við félagsmálastofnanir og sveitarstjórnir. Samræmingu réttinda t.d. ferðaþjónustu og fleira. 2. Betri kynningu gagnvart hreyfihömluðum og fagfólki. Fólki hættir alltof oft til að setja öll "fötluðu" félögin saman í einn hrærigraut. Við höfum vissa sérstöðu sem almenningur þarf að vita um. 3. Nýjar hugmyndir í félagsstarfinu og þjónustu við félagsmenn. Hvernig getum við gert það eftirsóknarvert að vera félagi í Sjálfsbjörg? Þessar vangaveltur hér að framan breyta hinsvegar ekki þeirri staðreynd að sitt lítið af hverju gerist hjá þessu 1300 manna félagi með sína skrif- stofu og 1.5 starfskraft. Við erum með ferðanefnd sem skipulagt hefur ýmis ferðalög t.d. helgarferð í júlí sl. um Snæfellsnes, haustferð um Reykjanes og ákaflega ánægjulega heimsókn til Sjálfsbjargar á Suður- nesjum. Opin hús eru haldin í félagheimilinu þar sem ýmislegt er gert. Félagsfundir eru haldnir vor og haust og er oft þokkalega mætt á þá. Þegar um stærri samkomur er að ræða þurfum við reyndar að leita út fyrir félagsheimilið, þar sem stærð þess eða öllu heldur smæð þess stendur okkur nokkuð fyrir þrifum. Hugíþróttirnar, skák og bridge, eiga fastan sess í dagskránni. Spilað er öll mánudagskvöld og teflt er öll þriðjudagskvöld. Bridgeklúbburinn lagði nýlega höfuðið í bleyti og keppti við Vatnsveitu Reykjavíkur. Vatnsveitunni rann kalt vatn milli skinns og hörunds er úrslit voru kynnt því Sjálfsbjörg sigraði nefnilega. skrifstofuna, sem er mikil kjölfesta. Þar eru unnið fréttablað félagsins, miðlað upplýsingum hverskonar, félagsheimilið loigt út, afgreidd sundkort og svona mætti lengi telja. Allar fjáraflanir fara að sjálfsögðu í gegnum skrifstofuna. Nú er mál að linni máli mínu að sinni og verða ekki fleiri orð um félagsstarfið hjá Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra í Reykjavík og nágrenni. Með félagskveðju, Sigurður Björnsson, varaformaður Sjálfsbjargar, Reykjavík Fréttatilkynning frá Stöð 2 Þeir sem eru 75% öryrkjar njóta nú afsláttarkjara á áskrift að dagskrá Stöðvar 2. Fyrir þá 75% öryrkja sem nú þegar greiða áskrift að Stöð 2 með greiðslukorti eru þetta viðbótarafsláttur. Stöð 2 hvetur þá sem vilja nýta sér þennan afslátt að koma sjálfa, eða senda fulltrúa sinn með örorkuskírteinið svo hægt sé að færa inn afsláttinn. Þeir sem búsettir eru á landsbyggðinni þurfa að hafa samband við umboðsmenn Stöðvar 2 í viðkomandi byggðar- lagi. Aðeins er nauðsynlegt að hafa samband við Stöð 2 í Reykjavík eða umboösmenn hennar um land allt í fyrsta skipti, til að láta færa sinn inn á afsláttinn, eftir það gengur afslátturinn sjálfkrafa fyrir sig. Þessi afsláttur til 75% öryrkja er í fyrsta skipti veittur af Stöð 2 í samráði við Öryrkjabanda- lag íslands. Skákklúbburinn lagðist í víking í skákkeppni stofnana og fyrirtækja og er þar í toþpbaráttu í sínum flokki þegar þetta er skrifað. Þetta eru jákvæð dæmi um blöndun félagslífs okkar við almennt félagslíf. Meir af svo góðu! Góð samskiþti eru við Borgarleikhúsið og hefur verið farið á tvær sýn- ingar í vetur: "Á köldum klaka" og "Fló á skinni". Svo eru alltaf fastir liðir sem: basar - árshátíð - aðalfundur. Hér hefur verið minnst á ýmislegt sem gert er - eflaust eitthvað gleymst. En ekki er hægt að Ijúka umfjöllun sem þessari án þess að minnast á Mánaðaráskrift að Stöð 2 fyrir 75% öryrkja er með 10% afslætti kr. 2.142. Ef greitt er með greiðslu- korti eru það 2.035 mánaðarlega. Ársáskrift að Stöð 2 kostar kr. 22.356 fyrir 75% öryrkja og er þá miðað við árið fyrirfram. Þessi afsláttur tekur gildi 1. apríl og hvetur Stöð 2 75% öryrkja til að nýta sér þessi afsláttarkjör. Þessi fréttatilkynning byggir á samningi Ö.B.Í. og Stöðvar 2 og birtist því hér með.

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.