Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1995, Síða 6

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1995, Síða 6
FFA, fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, stendur fyrir tveimur námskeiðum sem verða haldin í Gerðubergi í Reykjavík, dagana 6. og 13. maí n.k. Eftirfarandi félagasamtök eru aðilar að FFA: Landssamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangefinna. Framkvæmdastjóri námskeiðanna er Sigríður Ólafsdóttir. Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur FFA AÐ FLYTJA AÐ HEIMAN. NÁMSKEIÐ FYRIR ÞROSKAHEFTA 18 ÁRA OG ELDRI OG FORELDRA ÞROSKAHEFTRA. Tími: Laugardagurinn 6. maí n.k. Námskeiðið hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 17.00. Staður: Námskeiðið verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík. Fyrirkomulag: Námskeiðið verður að hluta til sameiginlegt fyrir þroskhefta og foreldra og að hluta til aðskilið. Á dagskrá verður m.a.: * Búsetumál verða í umsjón Bjargar Karlsdóttur og Dísu Guðjónsdóttur, félagsráðgjafa, og Kristínar Sigurjónsdóttur og Kristjáns Sigurmundssonar, þroskaþjálfa. Kynnt verða mismunandi búsetuúrræði og búsetuform á Stór-Reykjavíkursvæðinu og fjallað um umsóknir og meðferð þeirra. Kostnaðarhliðin verður einnig tekin fyrir. Fjallað verður um þá þjónustu sem er í boði eins og heimaþjónustu, heimahjúkrun, liðveislu og frekari liðveislu. Félagsleg réttindi og tryggingabætur verða einnig til umijöllunar. * Reynslusögur foreldra og fatlaðra af flutningi úr heimahúsum svo og þeirra sem eru að hugsa sér til hreyfings. * Sólveig Steinsson þroskaþjálfí verður með erindi sem Qallar um að flytja að heiman. Þar verður tekið fyrir ýmsar hliðar flutnings, áhrif á fjölskylduna og breytt hlutverk. * Á milli erinda verður unnið í litlum hópum. Skráning á námskeiðið fer fram hjá Landssamtökunum Þroskahjálp í síma 588 9390. Þátttakendaljöldi er takmarkaður. 2.500 kr. og greiðist á námskeiðsdaginn. Innifalið eru námskeiðsgögn, kaffí og léttur hádegisverður. AÐ EIGA FATLAÐ BARN. NÁMSKEIÐ FYRIR FORELDRA FATLAÐRA BARNA Á ALDRINUM 6-12 ÁRA. Laugardagurinn 13. maí n.k. Námskeiðið hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 17.00. Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík. Boðið verður upp á dagvistun á Lyngási, Safamýri 5 og ganga fötluð börn einstæðra foreldra og böm þeirra foreldra sem bæði sækja námskeiðið fyrir. Á dagskrá verður m.a.: * Reynslusögur foreldra af þjónustuúrræðum sem bjóðast fötluðum og ljölskyldum þeirra. * Hrefna Haraldsdóttir þroskaþjálfí mun kynna almenn og sérstök úrræði fyrir fjölskyldur fatlaðra bama á skólaaldri. Fjallað verður um félagsþroska, systkini fatlaðra og félaga. * Stoðþjónusta kynnt. Hanna R. Bjömsdóttir deildarsérfræðingur Svæðisskrifstofu Reykjaness, Dísa Guðjónsdóttir deildarstjóri málefna fatlaðra á Félagsmálastofnun Reykjavíkur, fulltrúar frá Tryggingastofnun og fleiri munu sjá um að kynna stoðþjónustu frá ýmsum hliðum. Má þar nefna stuðningsijölskyldur, skammtímavistun, heimaþjónustu, heimahjúkmn, liðveislu, tómstunda- og sumardvalartilboð. Umönnunarbætur og tryggingabætur verða til umfjöllunar. Rætt verður um fatlaða og heildagsskóla o.fl. * Foreldrar og uppeldi. Sæmundur Hafsteinsson sálfræðingur ræðir um vanda foreldra fatlaðra bama með tilliti til uppeldis. * Á milli erinda verður unnið í litlum hópum. Skráning fer fram hjá Landssamtökunum Þroskahjálp í síma 588 9390. Þátttakendafjöldi er takmarkaður. Þátttökugjald er 2.500 kr. og greiðist á námskeiðsdaginn. Innifalið em námskeiðsgögn, kaffi og léttur hádegisverður. Þeir sem nýta sér dagvistunina þurfa að greiða 500 kr. aukalega. Þátttökugjald er tiíi Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur FFA Tími: Staður: Dagvistun: 6

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.