Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1995, Page 8

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.05.1995, Page 8
AÐLOGUNARNAMSKEIÐ FYRIR FATLAÐA DAGANA 20.-21. MAÍ N.K. Dagana 20.-21. maí n.k. gengst Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra fyrir aðlögunamámskeiði sem ætlað er hreyfihömluðu fólki. Námskeiðið verður haldið í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12, Reykjavík. Námskeið sem þessi eru hluti af félagslegri endurhæfmgu. Markmiðið er að styðja hinn fatlaða og fjölskyldu hans við breyttar aðstæður. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað þátttakendum sem hafa fatlast af einhverjum orsökum. Dæmi: Mænusköddun, vöðvasjúkdómar, liðagigt, klofinn hryggur, helftarlömun, útlimamissir, MS-sjúkdómur, og fleira. Auk fatlaðra era aðrir fjölsky 1 dumeö 1 imir velkomnir á námskeiðið. Námskeiðið er miðað við fólk 16 ára og eldra. Áætlaður fjöldi þátttakenda 15-20 manns. FYRIRKOMULAG NÁMSKEIÐSINS: Haldnir eru stuttir fyrirlestrar og áhersla er lögð á vinnu í litlum hópum. Þar gefst fólki tækifæri til að kynnast innbyrðis og ffæðast af reynslu annarra. Hópstjóri verður í hverjum hópi, sem hefur menntun og reynslu af vinnu með fötluðum. Alls hafa verið haldin Qögur námskeið af þessum toga. Á dagskrá verður m.a.: * Fyrirlestur um tilfínningaleg viðbrögð við fötlun. * Fyrirlestur um réttindamál fatlaðra, tryggingamál og ýmsa þjónustu og starfsemi sem tengist fötluðum. * Hreyfihamlaðir einstaklingar segja frá reynslu sinni. * Kynnt starfsemi Sjálfsbjargar og Iþróttasambands fatlaðra. * Hópefli. * Þátttakendum gefst tækifæri til að spjalla í einrúmi við fyrirlesara og starfsmenn. * Fræðsluhom með upplýsingum um ýmsa þjónustu og starfsemi sem tengist fötlun. * Góður matur og samvera á laugardagskvöldið. KOSTNAÐUR. Námskeiðsgjald er kr. 4.500. í því er innifalið, fæði, námskeiðsgögn og gisting fyrir fólk utan af landi. Ferðakostnaður er greiddur fyrir fólk af landsbyggðinni. Hjálparfólk verður til staðar. Þess skal getið að hvíldaraðstaða er á staðnum. Þátttaka tilkynnist Lilju Þorgeirsdóttur í síma 552-9133 á skrifstofutíma sem fyrst eða fyrir miðvikudaginn 10. maí. Klifur Fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Ábyrgðarmaður: Sigurður Einarsson Útlitshönnun og tölvuumbrot: Ingólfur Öm Birgisson Skrifstofa Sjálfsbjargar, lsf., Hátúni 12, 105 Reykjavík Sími: 552 9133. Framkvæmdastjóri: Sigurður Einarsson Félagsmálafulltrúi: Lilja Þorgeirsdóttir Ritari: Steingerður Halldórsdóttir Þetta var nú auma flugferðin en hvernig skyldi aðgengið vera fyrir fatlaða á skipinu?

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.