Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.02.1996, Blaðsíða 1

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.02.1996, Blaðsíða 1
Fréttablað 5jálfsbjargar, landssambands fatlaðra FEBRÚAR 1996 7. ÁRGANGUR 1. TBL Þegar um er að ræða jafnréttismál, kvenréttindi, sjálfsákvörðunarrétt fólks og fleira í þeim dúr, og litið er tilbaka, þá sjáum við að okkur hefur orðið nokkuð ágengt á síðari tímum. Ymis réttindi hafa áunnist, konur hafa fengið tækifæri til að sjá fyrir sér, öryrkjum er tryggð lágmarksframfærsla, og stutt er við bakið á einstæðum foreldrum, svo dæmi séu tekin. Réttindi skerðast hins vegar ef hagur vænkast, t.d. ef einstætt foreldri fær betri laun, þá getur það misst barnabótaaukann, ef einstaklingur í eigin íbúð hækkar í tekjum þá lækka vaxtabætumar o.s.frv. Fólk sem er að hefja sambúð eða er að hugleiða giftingu neyðist oft til að velta fyrir sér, hvaða réttindi það fái eða missi. Þegar einstaklingar búa saman geta þeir skipt með sér föstum kostnaðarliðum t.d. leigu, húsnæðiskostnaði, rafmagni og hita o.fl. Launatekjur haldast óbreyttar þrátt fyrir sambúð, en vaxtabætur og húsaleigubætur skerðast. En ef örorkulífeyrisþegi, sem er einungis á bótum hjá Tryggingastofnun ríkisins, fer í sambúð, þá gerist fleira heldur en það sem að ofan er talið. Þá skerðast m.a örorkubætur óháð því hvort makinn hafi einhverjar tekjur eða sé einnig á örorkubótum. Ef sambúðaraðilinn er með launatekjur þá skrifast um helmingur af tekjum hans á öryrkjann og bætur hans lækka hlutfallslega, og í mörgum tilvikum svo mikið, að hann hefur einungis grunnlífeyrinn eftir. Hann er það lágur að hinn fatlaði verður gjörsamlega háður sínum maka peningalega, en slíkt hlutskipti hefur aldrei talist öfundsvert. Hann hefur m.a. ekki lengur efni á því að borga tannviðgerðir sjálfur eða standa straum af nauðsynlegum hjálpartækjum, hvað þá að eiga bíl. Umræddur maki er þannig farinn að taka á sig þau útgjöld sem ríkið annaðist áður. Hvað hefur þá áunnist? Lilja Þorgeirsdóttir,félagsmálafulltrúi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.