Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.02.1996, Blaðsíða 5

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.02.1996, Blaðsíða 5
og blátt fyrir karla... Bleikt handa konum Svona hljómar fyrirsögnin í félagsblaði „Norges Handikapforbund” frá síðasta ári, þar sem fjaliað er um mismunandi afstöðu karla og kvenna til hönnunar og útlits hjálpartækja. Hér á eftir fer lausleg þýðing og endursögn á þessari grein. Ef gerð hefði verið nákvæm rannsókn á mismunandi afstöðu karla og kvenna, gæti niðurstaðan væntanlega breytt tæknilegri þróun hjálpartækja. Þetta er að minnsta kosti skoðun Jorun Antonsen, yfirmanns sænsku Hjálpartækjamiðstöðvarinnar í Linköping í Svíþjóð. Sjálf byggir hún þessa skoðun sína á könnun meðal notenda hjálpartækja í heimabæ sínum. Könnunin sýnir að konur velja oft sín hjálpartæki eftir hönnun og lit, en karlar fara frekar eftir hinni tæknilegu hlið. Jorun Antonsen telur það alls ekki útilokað að í framtíðinni verði smíðuð hjálpartæki með karlmannlegu útliti fyrir karla en kvenlegum útfærslum fyrir konur. Könnunin sýnir líka að konur eigi að mörgu leyti auðveldara með að tileinka sér hjálpartæki á heimilinu. Þær eru vanari að nota alls kyns tæknileg eldhúsáhöld og því sé þeim eðlilegra að nota hjálpartæki sem bæta upp hreyfihömlunina. Þrátt fyrir að karlar séu yfirleitt taldir tæknilegra sinnaðir en konur, eiga þeir erfiðara með að nota sér einföld hjálpartæki. Þetta gildir sérstaklega um karla með vöðvarýmun og aðra sjúkdóma þar sem hreyfihömlunin ágerist hægt og bítandi. Það tekur langan tíma fyrir karla að sætta sig við að lífið sé auðveldara með hjálpartækjum. Undantekningin eru karlar sem fengið hafa slag. Þeir eiga auðveldara með að byrja að nota hjálpartæki vegna þess hve hreyfihömlunin er sjáanleg öðrum strax. Afstaðan til hjálpartækja ræðst af kyni en einnig af því hvaða kynslóð menn tilheyra. Auk þess hefur áhrif hvort menn vinna launavinnu eða ekki - og afstaða til tækni yfirleitt. Sænski iðjuþjálfinn, Bitte Isaksson og hjálpartækjasmiðurinn, Eva-Lena Höglund settust hvor í sinn hjólastól og reyndu að stilla þá þannig að þeir hentuðu þeim fullkomlega en það gekk illa. „Við gátum ekki skilið hvað við gerðum rangt fyrr en við mældum okkur við karlkynsstarfsfélaga okkar, sem eru jafn háir okkur. Allir karlarnir voru með lengri hendur en við - jafnvel þeir sem voru lægri í loftinu”, segir Bitte Isaksson. 5

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.