Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.02.1996, Blaðsíða 3
Mœnuskaði
Við slys getur mænan
skaddast. Skemmdin á mænunni
getur verið algjör þ.e.a.s. náð þvert
yfir mænuna í ákveðinni hæð. Við
það rofnar allt samband frá heila og til
þess hluta mænu og úttauga sem eru
fyrir neðan skaðasvæðið og svo öfugt.
Við takmarkaðan skaða eyðileggst
hluti af mænunni þannig að mismikið
samband og mismikill flutningur
taugaboða er yfir skaðasvæðið. Ef
skaðinn verður í hálshluta mænu
verður þverlöntunin af þeirri gerð sem
kallast háþverlömun. Lömunin er þá í
öllum útlimum. Sé hún bundin við
ganglimina eina er talað um lága
þverlömun. Samfara lömuninni
verður tilfinningaleysi á líkamanum
neðan við það svæði sem skemmdin
takmarkast af, svo og lömun á
þvagblöðru og þörmum. Því ofar sem
skemmdin er í mænunni því stærra
svæði er tilfinningalaust og lamað.
S.l. rúm 20 ár hafa um 100
manns hlotið mænuskaða á íslandi og
komið til endurhæfinga á
Grensásdeild Bsp. Fyrstu lOárin
voru þetta um 6-7 einstaklingar á ári
en síðustu ár u.þ.b. 3 og er þá tíðnin
orðin svipuð og í nágrannalöndum
okkar. Unt helmingur slasaðra var
innan við þrítugt. Karlmenn voru í
miklum meirihluta. Algengustu
orsakir voru umferðarslys. Tæpl.
helmingur þeirra sem sködduðust hér
á landi voru hjólastólsbundnir eftir að
hafa farið í gegnum endurhæfingu.
Þegar kontið er að slösuðum
einstaklingi er mænuskaði sennilegur
ef viðkomandi hefur sársauka í
hnakka eða baki og getur ekki hreyft
fætur eða útlimi. Mikilvægt er að
hlúa að honum og bíða flutnings á
spítala með sjúkrabíl. Við komu á
spítalann er gerð læknisskoðun og
afstaða tekin til rtg. rannsókna og
hugsanlegs uppskurðar.
Mænan getur verið sködduð með eða
án hryggbrots. í fyrra tilfellinu merst
hún eða blæðir inn á hana, í síðara
tilfelli þrýstir aflaga bein á hana eða
beinflísar stingast inn í hana. Hafi
hálsliðir færst úr stað eða hryggbolur
fallið saman er þetta lagfært með
sérstökum togútbúnaði. Hálsbrot eru
lagfærð með uppskurði.
Skurðaðgerðin er gerð til að flýta fyrir
hreyfimöguleikum, minnka sársauka,
hindra aflögun á hryggsúlu og stytta
tíma á spítala en hún læknar ekki
lömunina. Engum hefur enn tekist að
lækna þverlömun með því að tengja
aftur saman mænu sem hefur farið
sundur. Svo kann þó að verða í
framtíðinni.
Strax eftir slysið er mjög erfitt
að segja til um hversu mikil lömunin
kemur til með að vera. Haldist hún
algjör í 1-2 sólarhringa eru miklar
líkur á að svo verði áfram um alla
framtíð. Horfurnar eru mikið betri hjá
þeim sem hafa lömun að hluta.
Endurhæfing hefst fljótt. Hún er
teymisvinna og mikið þolinmæðisverk
fyrir sjúkling, aðstandendur og
heilbrigðisstarfsmenn. Getur tekið frá
4-12 mánuðum hjá þeim sem hafa
algjöra þverlömun. Markmið
endurhæfingarinnar er að gera
viðkomandi eins sjálfbjarga og nokkur
kostur er á þrátt fyrir ntikla fötlun.
Mænuskadddaðir hafa myndað með
sér SEM hópinn eða Samtök
endurhæfðra mænuskaddaðra.
Samtökin voru stofnuð 1981 og hafa
unnið mjög gott starf í þágu
mænuskaddaðra, sérstaklega er varðar
atvinnu- og húsnæðismál. Einnig hafa
samtökin verið virk í slysavarnar- og
öryggismálunt.
(ÁBE)
3