Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.02.1996, Blaðsíða 7
SJALFSBJARGARHUSIÐ A SUÐURNESJUM
Sjálfsbjörg á Suðurnesjum
festi kaup á 350 fernretra hiisnæði í
apríl 1995 af Sparisjóði Keflavíkur.
Er það kallað “Landshafnarhús” og
stendur nálægt höfninni. Fékk félagið
húsið á góðu verði og að auki hefur
félagið fengið styrki frá ýmsum
aðilum að upphæð rúmlega kr. 800
þúsund auk vinnu og efnis til
framkvæmda frá fyrirtækjum og
félagasamtökum á Suðurnesjum.
Það þurfti að gera mikið við
húsið, svo það hentaði Sjálfsbjörg og
eitt af fyrstu verkum var að rífa
milliveggi til að gera sal, einnig að
byggja við húsið fyrir snyrtiaðstöðu,
þar sem þær þurfa að vera tvær og
auðvitað báðar með aðstöðu fyrir
hjólastóla. Þá þurfti að hækka lóðina
svo að það yrði slétt inn, en áður voru
tröppur. Þegar fréttamaður Klifurs
kom á staðinn var verið að leggja
flísar á forstofu og snyrtingu en það er
það síðasta sem þarf að gera svo hægt
sé að nota húsið. Þegar félaginu hefur
hlotnast meira fé (styrki) er
hugmyndin að laga húsið að utan.
Kveikjan að öllu þessu
brambolti er að félagið fékk arf eftir
fyrrum félaga sinn, Gísla Gíslason að
3/5 af eignum hans.
Stjórn Sjálfsbjargar á
Suðurnesjum vonar að með tilkomu
þessarar aðstöðu muni félagsstarfið
aukast og dafna.
Formaðurinn í óða önn að leggja flísar
Friðrik Ársæll Magnússon, formaður,
Jón Stígsson, gjaldkeri og Robert
Pollard, sem er frá Kiwanisklúbbnum
á Keflavíkurflugvelli og var að
tilkynna þeim um framlag frá
klúbbnum.
Ritsjórn Klifurs ósamt
Friðrik 'Arsœli, formanni
og Jóni Stígssyni, gjalkera
PLUSMARKAÐURINN
Hátúni 1 Ob
Sími: 552 6803
Opnunartími mánudaga til fimmtudaga: 9 til 18
Föstudaga: 9.00 til 19
Laugardaga: 10 til 18
og
Sunnudaga: 12 til 16.
Fríar heimsendingar.
Látiðfríið 6yrja stray...
... íþcegindunum íijá ofjjir
Reyígavíf^- Leifsstöð
1-4 farþegar %r. 3.900
5-8farpegar %r. 4.700
Linnig fiöfum við 4 fijófastóía6íía!
55-33-500