Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.02.1996, Blaðsíða 6
Þær stöllur komu upp
svokölluðu „sitt-team” (sitjandi hóp) í
Hjálpartækjamiðstöðinni í
Stokkhólmi. Tilgangurinn var að
reyna mismunandi hjólastóla með því
markmiði að finna stóla sem væru
auðveldir að stýra og aka og væru
með þægileg sæti. „Sjálft sætið þarf
oft að vera dálítið lægra til að
notandinn nái betra taki á hjólinu og
nýti náttúrulega hreyfingu handanna
betur við að hreyfa stólinn”, segir
Eva-Lena. Þær velta því fyrir sér
hvort framleiðendur hjólastóla gleymi
því að í sæti stólsins er þykkur púði
þannig að notandinn situr stundum of
hátt uppi. Þá minnkar jafnvægi
stólsins og hreyfieiginleikar hans
versna. Til að bæta þetta mætti
hugsanlega setja stærri hjól undir
stólinn.
Miklu máli skiptir þó að hver
og einn notandi reyni stólinn sjálfur.
Stundum verður jafnvel að minnka
hjólin svo notandinn þurfi ekki að
6
lyfta höndunum hátt upp og þarmeð
reyna of mikið á hnakka og axlir.
Þetta gildir ekki síst um smávaxnar,
aldraðar konur með bogið bak sem í
mörgum tilfellum hreyfa sig áfram
með litlum, varfærnislegum
handtökum fremst á hjólinu.
Bitte og Eva-Lena hvetja
hjólastólaframleiðendur að þróa fleiri
stóla með bakstykki sem er mjórra
uppi við axlir en niðri við mjaðmir.
Flestir hjólastólar nú eru með baki
sem gengur beint upp frá sætinu,
þannig að hjólastóll með breiðu sæti
hefur sjálfkrafa breitt bak. Konur eru
breiðari yfir mjaðmirnar en karlar;
þær eru með mjórra mitti og minna
bak og axlir. Þetta þýðir með öðrum
orðum að þegar kona ýtir hjólastól
áfram snerta armar stólsins hendumar
að innanverðu. Karlmaður með breitt
bak á hins vegar auðveldara með að
ýta stólnum áfram án þess armar
stólsins trufli hreyfinguna
Ljóð frá Brynhildi
Fljótsdalshérað
Þó að vefji þungur vetur
þig í skauti sínu
allt sem fegurst gróið getur
grær í fangi þínu.
Þegar vantaði efni í
„Vísnaþátt”
Hart ég skora á hal og víf,
hefja upp raust og sanna,
að aldna stakan á sér Iíf
enn hjá fjölda manna.
Brynhildur L. Bjarnadóttir