Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.02.1996, Blaðsíða 4

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.02.1996, Blaðsíða 4
EIGINAMIÐLUMN % SÍÐUMÚLA 21 108 Reykjavík • Pósthólf 8935 ■ 128 Reykjavík ■ Sími 588 9090 - Eignamiðlunin býður nú félagsmönnum í Sjálfsbjörg og "Hollvinum" Sjálfsbjargar afslátt af þjónustu sinni. - Auk þess rennur hluti af söluþóknun þeirra eigna er félagsmenn í Sjálfsbjörg og "Hollvinir" Sjálfsbjargar kaupa eða selja hjá Eignamiðluninni, til Sjálfsbjargar. - Eignamiðlunin heldur sérstaka skrá yfir þær eignir er geta hentað hreyfihömluðum. - Húsnæði Eignamiðlunarinnar er fullkomlega aðgengilegt hreyfihömluðum. Sverrir Kristinsson, AÐ HAFA TAKMARK Ljóðasamkeppni PARTÝPASTASALAT Að hafa takmark í lífinu gefur okkur stefnu. Þegar við reynum að ná ákveðnu takmarki í lífinu fáum við um leið lífsfyllingu sem gerir lífið meira spennandi og áhugaverðara og veitir okkur um leið ánægju. Þegar við náum árangri í að ná takmarki okkar gefur það okkur meira sjálfstraust, okkur finnst við einhvers virði og erum um leið betur undirbúinn að takast á við það þegar við gerum mistök. Árangur í því sem við gerum kennir okkur að nýta starfsorku okkar betur og gerir okkur um leið sterkari og hugrakkari svo við verðum betur undirbúin að slá til baka þegar við verðum undir í baráttunni. Án takmarks, án stefnu og án vilja til að gera betur hefur framtíðin lítið uppá að bjóða. Við höfum enga stefnu, og enga sérstaka ástæðu til að fara á fætur á morgnana, við spyrjum jafnvel okkur sjálf: “til hvers er ég að lifa”? Margt fólk með fötlun fær aldrei tækifæri til að uppgötva hæfileika sína og þroska þá. Það að fá tækifæri getur verið takmark í lífinu. Ekkert kemur af sjálfu sér og við megum ekki falla í þá gryfju að bíða eftir því að einhver geri hlutina fyrir okkur. Nei, við gerum hlutina sjálf, því annars vöknum við upp við það að við höfum engin takmörk að stefna að. Allt er ákveðið fyrir okkur. Jóhannes Þór Guðbjartsson Nú ætlum við að byrja aftur með ljóðasamkeppnina og vonum að hún fái jafngóðar viðtökur og í fyrra skiptið. Keppnin mun standa fram í desember á þessu ári og það ljóð sem vinnur, birtist í desemberblaði Klifurs 1996. Þið sendið okkur ljóð ásamt nafni og heimilisfangi og við birtum svo úrval af þeim ljóðum sem okkur berast. Utanáskriftin er: Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík og merkið umslagið “ Klifur-ljóð”. Síðastliðið haust fóru fram skipti á húsnæði við lands- sambandið. Húsnæði það, sem félagið átti í vestanverðu húsi Sjálfsbjargar fékk landssambandið, og félagið fékk húsnæðið sem er við hliðina á sundlauginni í Sjálfsbjargarhúsinu, gengið inn að sunnanverðu. Þar er félagið með sína félagsaðstöðu og skrifstofur. Benda má á að ýmisleg félagsstarfsemi er í gangi í viku 400 gr. pastaslaufur soðnar skv. leiðbeiningum á pakka. 1 bolli rækjur. 2-3 tómatar. 2 paprikur smátt skornar. 100 gr. ostur, skorinn í teninga. 10 svartar ólífur, skornar í sneiðar. Blandið saman pasta, rækjum, paprikubitum, tómötum, osti, svörtum ólífum og hverju sem þið viljið. Búið til salatsósu úr 1/2 bolla af sítrónusafa, 1/2 bolla af tómatsósu, 1/2 bolla af smátt söxuðum lauk, 1 teskeið salt, 3 matskeiðar hunang og 1 bolli af matarolíu. Hrærið vel saman og hellið yfir salat. Kælið í hálftíma. hverri, s.s. bridds á mánudögum, opið hús á þriðjudögum, bingó fyrsta þriðjudag í mánuði, skák á fimmtudögum og félagsvist á laugardögum. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér þessa starfsemi. Þá má benda á að skrifstofan veitir félögum ýmsa fyrirgreiðslu. Þá viljum við Iíka minna félaga á minningarkortin. Hringið ef þið hafið einhverjar spurningar. Síminn er 551 7868. Fréttir frá Sjálfsbjörg í Reykjavík og nágrenni 4

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.