Morgunblaðið - 01.10.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.2021, Blaðsíða 20
Listakonan Sigríður Sunna Reynisdóttir vonar að hugmyndin um ofurkonuna sé á undanhaldi sér í lagi á meðal komandi kynslóða. Sjálf veit hún fátt betra en að vera í gróðurhúsinu heima hjá sér með eiginmanni og börnum. Það líf er mikil andstæða þess sem hún upplifir í vinnunni en nýjasta verkefni hennar er bún- inga- og sviðsmyndahönnun í leiksýningunni Ásta. Elínrós Línda | elinros@mbl.is 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Hæ Við erummeðSWING gleraugu og þau eruÆÐI Kosta bara9.900 kr. L eikverkið Ásta, sem byggt er á ævi og höfundarverki Ástu Sig- urðardóttur hreyfði við Sigríði Sunnu sem man eftir því að hafa lesið smásögur Ástu fyrst í menntaskóla. „Mér fannst rödd hennar ólík öllu því sem ég hafði heyrt áður. Ég man hughrifin sem fylgdu því að lesa ,,Í hvaða vagni?“ Mér fannst ég hreinlega geta fundið lyktina upp úr barnavögnunum og fann ég djúpa samkennd með sögupersónunni. Í rannsóknarferlinu fyrir leikverkið fannst mér áhugavert að kynnast því hvað Ásta var jafnvíg á ólík listform og hvað hún átti sér margar ólíkar hliðar á tíma þegar tilhneiging var að setja konur í skýrt afmarkað box.“ Þykir ekki fínt að konur fari í fíkn Í nýlegum útvarpsþáttum er fjallað um hvernig Ásta missti forræði yfir börnunum sínum og glímdi við fíkn á þeim tíma þegar fordómar voru miklir í samfélaginu og úrræðin fá. Sumir gætu haldið því fram að fordómarnir væru vart minni núna. Það hefur aldrei þótt fínt að konur fari í fíkn. Eða hvað? Gróðurhúsið var sett upp í miðjum kórónuveirufaraldri. „Við klæðum okkur upp í ákveðin hlutverk“ 5SJÁ SÍÐU 22 Sítróna í fullum vexti. Vínberin eru gómsæt. Morgunblaðið/Eggert Sigríður Sunna Reynisdóttir búninga- og sviðsmyndahönnuður í fallega gróðurhúsinu sínu. Gangurinn upp stigann er þakinn fallegum fiðr- ildum sem tengjast tón- leikhúsverkinu Wide Slumber sem hjónin á heimilinu unnu saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.