Morgunblaðið - 01.10.2021, Blaðsíða 46
P
úðurgelsaugnskuggarnir frá
Shiseido eru vinsælir núna.
Líkt og tískan í dag eru lit-
irnir annaðhvort mjög klassískir
eða frekar djarfir. Liturinn Zawa-
Zawa Green - 16 minnir á töfra
náttúrunnar í bland við svolítinn
glamúr. Litinn má setja á allt augn-
lokið eða sem línu undir augun.
Fyrir þá sem elska ljósa tóna og
lágstemmda förðun þá má mæla
með ljósa perlulitnum Horo-Horo
Silk - 02. Liturinn er eins og freyðandi kampa-
vín á augunum. Zoku-Zoku Brown - 05 er góður
brúnn litur með örlítilli sanseringu og gengur
hann bæði fyrir klassíska förðun og einnig fyrir
indjánaprinsessuna sem velur að vera aðeins
dramatískari en gengur og gerist í lífinu.
Glansandi tónar
sem minna
á fegurð
náttúrunnar
Nýjustu augnskuggarnir frá Shiseido eru
annars vegar mjög klassískir og hins vegar
töfrandi, öðruvísi og skemmtilegir.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Það getur verið fallegt að vera með
Zawa-Zawa Green litinn númer 16
við svartan klassískan fatnað.
Púður gel augnskuggi
frá Shisheido, Zawa-
Zawa Green - 16.
Púður gel augnskuggi
frá Shisheido, Zoku-
Zoku Brown - 05.
Púðuraugnskugginn Zoku-Zoku
Brown númer 05 er glansandi brúnn
litur sem hentar við mörg tækifæri.
E
rborian hefur fengið mikið lof fyrir að tvinna saman franska sérfræðiþekkingu í
snyrtivörum við hátækniaðferðir kóreska K-beauty-iðnaðarins til að skapa ótrúlega
áhrifaríkar vörur. Þeir urðu fljótlega leiðandi í þróun á litaleiðréttandi vörum og þá
sérstaklega BB- og CC-kremum, en þeir voru fyrstir til að koma með BB-krem á
Evrópumarkað. Hugmyndafræði Erborian er tekin beint úr fegurðarvenjum kór-
eskra kvenna, en Erborian hefur einfaldað hina 10 þrepa kóresku fegrunarrútínu í þremur ein-
földum skrefum; DETOX – BOOST – FINISH. Vörurnar eru hannaðar með langtímaávinning
húðarinnar í huga og vinna allar í átt að einu markmiði: Að fá sem fallegustu áferðina á húðina!
Hvað þýðir detox?
Fyrsta skrefið til að öðlast fallega húð er djúphreinsun. Erborian-andlitshreinsarnir nýta
virkni kóreskra jurta til að sigrast á mismunandi húðvandamálum en lykilatriðið er að
hreinsa húðina með tvöfaldri hreinsun: Fyrst eru farði og óhreinindi hreinsuð af með
olíuhreinsi en í seinna skrefinu er afgangsfarði og óhreinindi hreinsuð af með gel- eða
froðuhreinsi. Með tvöfaldri hreinsun tryggir þú að húðin sé tandurhrein og móttæki-
leg fyrir virkum efnum næstu skrefa.
Hvað þýðir „boost“?
Annað skrefið í átt að fallegri húð er að veita húðinni nægan raka og
næringarefni sem veita djúpa virkni. Kóreskar jurtir eru þekktar fyrir
kröftuga virkni á húðina en hvert innihaldsefni er valið til að tækla mis-
munandi húðvandamál.
Hvað þýðir „finish“?
Þriðja og áhrifaríkasta skrefið til að öðlast fallega húð er að nota farða
sem gefur húðinni sömu næringu og virkni og húðvörur, en þar liggur
sérfræðiþekking Erborian. Allar „FINISH“-vörurnar sameina eig-
inleika húðvara og farða í eina vöru. „FINISH“-kremin slétta, næra og
mýkja húðina um leið og þau hylja litamisfellur og ójöfnur í húðinni.
BB- og CC-krem
Með sérfræðiþekkingu og hátækni að leiðarljósi hefur Erborian þróað
svokölluð Hybrid-krem sem innihalda bæði virkar kóreskar jurtir sem
næra og slétta húðina ásamt breytanlegum litarefnum sem aðlaga sig
fullkomlega að litatóni húðarinnar þegar varan er borin á. Húðin fær á
sig fullkomna áferð og verður laus við litamisfellur og ójöfnur.
Frönsk-kóresk töfralausn
Snyrtivörurnar
frá Eborian fást
á Beautybox.
Það skiptir
mjög miklu
máli að
hreinsa húð-
ina vel ef þú
ætlar að fá
bestu áferð
sem völ er á.
BB kremið er í miklu uppá-
haldi hjá fólki um allan heim.
CC-kremið frá
Eborian hefur
hlotið mikið lof.
Á dögunum kom hið margrómaða snyrtivörumerki,
Erborian, til Íslands. Merkið var stofnað árið 2007 af
frönskum og kóreskum frumkvöðlum.
Marta María | mm@mbl.is
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021
7.
Peysa
vero