Morgunblaðið - 01.10.2021, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.10.2021, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 WWW.ASWEGROW.ISUMHVERFISVÆN ÍSLENSK HÖNNUN Málið er að litla stelpan horfir á foreldra sína og finnst þeir fullkomnir. Hún spyr sig: Af hverju eru mamma og pabbi ekki saman og hvers vegna eru þau ekki alltaf með mér? Síð- an tekur litla stelpan þessu persónulega. Að það hlýtur að vera eitthvað að henni. Það er auðveldara að upplifa að það sé eitthvað að þér frekar en að veröldin hrynji með því að foreldr- arnir séu ekki fullkomnir. Fólkið sem þú treystir á og lítur upp til. Fólkið sem eru þínar helstu fyrirmyndir.“ Sá alltaf ljósið í pabba sínum Vala segir ljós og skugga í öllum og eftir því sem við lendum í meiri erfiðleikum, þeim mun meira stækka skuggarnir. Sumir verða myrkraverur og þurfa því að leggja meira á sig að sækja í ljósið. „Þeir sem hafa farið út af hinu hefðbundna samfélagslega spori, hafa uplifað áföll, höfn- un og lítið sjálfsvirði. Þessir einstaklingar eru þá með veikari mörk en aðrir. Þeir upplifa hluti í samskiptum við aðra sem þeir sem eru með sterk mörk upplifa ekki. Þangað til þeir verða myrkaverur. Við erum öll með þessar tvær hliðar og hvora þeirra ætlum við að rækta? Sást þú alltaf ljósið í pabba þínum? ,,Já, það gerði ég. Ein fyrsta minning mín sem unglingur af honum var þegar ég var með vinkonu minni að fara niður í bæ. Það var um miðjan dag og ég heyri skarkala og læti og þá kemur pabbi. Eins og eitt stórt ljós, hress, kátur og skemmtilegur. Hann býður mér í nefið eins og hann vildi fá mig inn í sinn heim. Ég þáði það ekki, enda mjög ung en ég vildi vera með honum sama hvað. Það sem laðaði mig að honum var hvern- ig hann samþykkti mig eins og ég var. Ég fann svo sterkt hvað hann elskaði mig. Hann var með mikla sektarkennd gagnvart mér, en var mjög gefandi og hlustaði á mig. Hann hafði svo mikinn áhuga á öllu því sem ég var að gera, var eldklár og gaf mér svo margt jákvætt inn í sjálfsmyndina mína þó hann væri svona veikur. Það voru allir bræður hans og systur og hann mátti ekkert aumt sjá. Pabbi var í kjarna sínum góður maður, með fallegt hjarta.“ Vala segir að þá strax hafi farið af stað ákveðinn hlutverkaruglingur þeirra á milli. Þar sem hún fór að reyna að bjarga pabba sín- um. „Ég gaf honum tjald sem mamma átti inni í geymslu svo hann hefði einhvern stað til að sofa á. Hann tjaldaði því síðan í Laug- ardalnum. Svo keypti ég eitt sinn hótelher- bergi handa honum en það dugði skammt. Þetta var auðvitað ekki að ganga upp. Pabba vantaði ekki bara húsaskjól, heldur vantaði hann sálarlega og andlega aðstoð, sem ég var of ung til að kunna að gefa honum.“ Vala segir veturna vera erfiðan tíma fyrir aðstandendur þeirra sem búa á götunni, þá hafi þeir áhyggjur af því hvort og hvernig við- komandi muni lifa af. „Ég man sem betur fer ekki allt, en ég man að það var alltaf eitthvert þema hjá okkur á veturna. Sumir vetrarmánuðir voru þannig að ég setti mat út fyrir pabba. Aðrir mánuðir voru þannig að hann var sífellt að gefa mér eitthvað lítið og sætt. Við vorum alltaf í sambandi þó það hafi ekki verið sársaukalaus tengsl. Ég held að það sé mikilvægt að skoða fyrir þá sem vilja breyta þessum málaflokki að fólk með fíknivanda hefur tilfinningar gagnvart börnum sínum líkt og aðrir foreldrar.“ Lenti í áföllum sem hann hafði ekki unnið úr Hvað kom fyrir pabba? „Þau fjölskyldan bjuggu á Siglufirði. Amma fékk lömunarveiki og þurfti að fara til Reykja- víkur í tvö ár. Þá var pabbi ásamt Rakel systur sinni sem var einu ári eldri en hann sendur til ömmu sinnar og afa en önnur tvö systkini pabba voru send annað. Pabbi þeirra var mikið á sjónum. Þegar pabbi var níu ára deyr Rakel. Samstaða þeirra móðurlausu árin hafði gert þau mjög náin. Svo þetta var mikið áfall fyrir pabba.“ Það sem er mikilvægt að komi fram er að Vala hefur sömu tilfinningar gagnvart föður sínum og annað fólk í samfélaginu sem á ekki svona veikan nákominn einstakling. Hún elskaði stóru fallegu augun hans, hæfi- leikana hans, síða rauðleita hárið og hlýju nær- veruna. ,,Pabbi var góður maður. Hann hafði farið í bata og því var ég alltaf að reyna að bjarga honum. Ég gerði hluti sem ég veit að margir aðstandendur geta tengt við. Hluti sem eru galnir, en voru mín leið til að aðstoða hann. Sem dæmi þá lenti hann á spítala eftir að hann datt í það aftur. Hann bjó þá í bílskúr og ég fór inn á spítalann, rændi lyklunum af bíl- skúrnum. Setti öll fötin hans í svarta rusla- poka og fór með þau heim til mömmu til að þvo. Ég var eitthvað svo sannfærð um að ef pabbi kæmi heim í hreinan skúrinn þar sem fötin hans væru falleg og hrein þá gæti það orðið til þess að hann myndi hætta í neyslu og verða edrú aftur.“ Þetta bataplan Völu var mjög eðlilegt plan hjá ungri stúlku en Gestur sökk dýpra í raun allt þar til hann dó 11. júlí árið 2019. Vala segir ótrúlegt hversu lengi hann náði að lifa. Hvernig upplifir þú kerfið í kringum þetta veikasta fólk okkar? „Ég upplifi algjört úrræðaleysi. Það er ekki val fólks að búa á götunni. Ég upplifi kerfið ekki spyrja réttu spurninganna. Í stað þess að spyrja hvað gerðist hjá viðkomandi þá var kerfið að reyna að greina og flokka pabba til að koma honum í ákveðinn kassa til að koma hon- um frá. Hann fékk vanalega mjög hraða afgreiðslu í kerfinu. Það er ekki þekking til að vinna með hlut- ina á annan hátt. Pabbi var með mjög fjöl- þættan vanda. Læknar eru þjálfaðir í að greina fólk og síðan að gefa þeim lyf sam- kvæmt greiningum. Það er til fært fagfólk í fíknifræðum, en því miður þá hefur fólk eins og pabbi ekki getuna til að greiða fyrir þannig þjónustu. Pabbi gekk sem dæmi til geðlæknis sem ég tel að hafi hjálpað honum eins vel og hann gat. Geðlæknirinn ávísaði á pabba aukalyfjum svo hann gæti selt á svörtum markaði og haft aukapeninga af því. Það var ekki að hjálpa pabba. Nema síður sé. Þó ég skilji alveg geð- lækninn að nota þau tól og tæki sem hann hef- ur. Þarna sjáum við ákveðna brotalöm á kerf- inu okkar. Pabbi fór í nokkrar meðferðir á Vog og átti svo að fá að fara í meðferð til Svíþjóðar. Á þeim tíma hafði ég sett peninga fyrir hann til hliðar, svo hann gæti flogið út. Við létum gera Vala var alltaf ein- staklega náin föður sínum. Hann tók þátt í öllu því sem skipti máli í lífi hennar þrátt fyrir veikindi sín. Hér eru amma og afi með litla barnabarni sínu. Lilja Valdimarsdóttir, móðir Völu, flutti til Svíþjóðar með hana þar sem hún lærði á horn. Hún hefur starfað fyrir Sinfóníu- hljómsveit Íslands í þrjá áratugi og stund- að kennslu í hljóðfæraleik í áraraðir. Gestur lét sig aldrei vanta á samkomur þrátt fyrir að stundum hafi hann þurft að finna sér óhefðbundnar leiðir til að komast inn. Vala rifjar upp þegar hann þurfti að troða sér í gegnum baðglugga Þjóðleikhússins til að horfa á hana spila í leikhúsinu. Á þessari mynd studdi hann við dóttur sína við útskrift. Vala lítil stúlka í faðmi Gests föður síns og Lilju móður sinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.