Morgunblaðið - 01.10.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.2021, Blaðsíða 18
er ég í skyrtu sem ég keypti fyrir 700 krónur á loppumarkaði og merkja- jakka yfir sem ég keypti fyrir 100 þúsund krón- ur.“ Uppáhaldsmerki? „Hugo Boss. Ótrúlega vandað en á sama tíma töff merki. Ég fíla hvað þeir eru duglegir að koma með ódýrari vöru- línur með mörgum skemmtilegum smáat- riðum og brjóta þannig upp veglegan grunn- fatnað. Önnur merki eru Tommy Hilfiger, Ralph Lauren, Armani, Paul Smith og eitthvað í þeim dúr.“ Uppáhaldslitir? „Tja, litirnir sem eru í raun ekki litir. Ég er ótrúlega svart- hvít. Kampavínsgylltur er samt áberandi hjá mér en ef ég ætti að nefna einhverja liti þá eru mestar líkur á því að þú sjáir mig í rauðu eða grænu.“ Ef peningar væru ekki vanda- mál, hvað myndir þú kaupa þér? „Ekkert sérstakt, ég kaupi mér allt sem mig langar í og hef aldrei verið neitt sérstaklega spennt fyrir því að eyða mjög mörgum hundruðum þúsunda í einstakan hlut. En aldrei að vita nema ég kaupi mér einhvern tímann ein- hverja vel ýkta Gucci-tösku.“ Svava Kristín segist gjörn á að nota slæður og klúta til þess að toppa heildarútlit sitt. „Ég elska að poppa upp venjulega skyrtu með ein- hverjum töff eða fallegum klút. Svo er ég líka mjög oft með einhvers konar höfuðfat, derhúfu eða hatt. Það er eitthvað sem ég fíla við það.“ En hvað með aðra fylgihluti, notarðu skartgripi? „Já, ég er mikið með skart. En ég er mjög gróf þegar kemur að öllu skarti. Vil hafa það stórt og áberandi. SIGN-skartgripirnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef þá alltaf í aðalhlutverki. Ég geng mikið með hringi á mér, grófa og flotta hringi frá SIGN. Svo er ég reyndar líka hrifin af Gucci-ljóninu og Versace.“ Morgunblaðið/Eggert Hundurinn Arven er uppáhalds- fylgihlutur Svövu. Stundum fær Svava unglingaveikina. Þá sérstaklega þegar hún er í fríi frá vinnu. „Ég elska að poppa upp venjulega skyrtu með einhverjum töff eða fallegum klút“ Svava er hrifin af hvítum skyrtum. Svartur og hvítur eru litir að hennar skapi. Blandar saman nýju og notuðu. Marc Jacobs- taskan hefur stað- ið undir kostnaði. Svava setur punktinn yfir i-ið með slæðum. 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 2021 OPIÐ fyrir umsóknir Lingó er vottaður umboðsaðili á Íslandi fyrir alþjóðlega fagháskóla á Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Kanada og Bandaríkjunum. Nám í slíkum skóla er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hug- mynda, stefnum og straumum víða að úr heiminum. Aðstaða og umhverfi er eins og best gerist og kennarar eru reyndir fagmenn og sérfræðingar. Nám erlendis í hönnun, miðlun, sjónlistum, stjórnun, sviðslistum, tísku, ferðaþjónustu eða viðskiptum, opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði. Háskólanám erlendis á sviði skapandi greina Nám erlendis opnar þér nýjan heim, að heiman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.