Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.07.2021, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 14.07.2021, Blaðsíða 4
FERÐAÞJÓNUSTAN Á FLEYGIFERÐ Á NÝ Hröð aukning í ferðaþjónustunni hefur haft áhrif á samfélagið og at- vinnulífið á Suðurnesjum í sumar. Um tuttugu brottfarir og komur, alls um 40 flug, hafa verið á Kefla- víkurflugvelli síðustu daga en það er svipuð traffík og var yfir rólegustu vetrarmánuðina árið 2017. Bandaríkjamenn hafa flykkst til Íslands enda mikið framboð af flugi daglega. Þetta hefur haft mikil áhrif á atvinnulífið, bílaleigubílar renna út, fjöldi fólks hefur aftur fengið störf á Keflavíkurflugvelli, hjá ferða- þjónustufyrirtækjum og fleirum. Útlendingar sjást víða á ferli og þeir sækja veitingastaði og aðra þjónustu, ekki síst Bandaríkjamenn sem eyða mestu. Þeir hafa t.d. verið duglegir við að sækja bakaríin heim í Reykja- nesbæ skömmu eftir að hafa lent á Keflavíkurflugvelli. Starfsfólk í Sigur- jónsbakaríi og Kökulist hafa bæði þurft að bregðast við því. Von er á meiri aukningu á næst- unni en þegar tíðindamaður Víkurf- rétta var í flugstöðinni um miðjan dag síðasta mánudag var fjölmennt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar margar flugvélar voru að lenda. Umferðin gekk þó ágætlega og fjöldi starfsmanna í stöðinni til staðar til að láta hlutina ganga hratt og vel. Skúli Mogensen, stofnandi flugfélags- ins WOW, er bjartsýnn á komandi tíma fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi og Suðurnesjum. Hann er að opna nýtt 67 herbergja hótel á Ásbrú á næstunni sem verður alfarið sjálfstýrt. Honum líst vel á Play flugfélagið en hefði viljað sjá það fara lægra í farmiðaverðum. Nýja hótelið heitir ABC Hotel og er við Keilis- braut 747 á Ásbrú. „Þetta er bygging sem ég gerði alfarið upp á sínum tíma og var notuð fyrir erlendu flugmenn WOW air en hefur núna verið í skammtímaleigu. Þetta verður 67 herbergja hótel sem verður alfarið sjálfstýrt þar sem gestir innrita sig sjálfir og fá aðgang að herbergi sínu með lásakóða. Herbergin eru flest öll rúmgóð, nýuppgerð og á hagstæðu verði hverju sinni. Stefnt er að því að opna núna í ágúst,“ segir Skúli sem er með taugar til Suðurnesja enda með sterka Keflavíkur- tengingu en móðir hans, Anna Skúladóttir, er fædd og uppalin í Keflavík. Suðurnesin rísa hratt „Það er alveg ljóst að núna þegar landið opnast á ný og flugið kemst í samt horf þá munu Suð- urnesin rísa hratt á ný. Það er líka ánægjulegt að sjá nýsköpunina sem er að eiga sér stað og ég hef alltaf verið sannfærður um skilin á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins muni halda áfram að minnka á komandi árum enda stutt á milli,“ segir Skúli en hann breytti Base hotel, sem hann rak á sínum tíma, í litlar íbúðir sem hafa verið seldar á undanförnum mán- uðum og ári. Alls um 80 íbúðir en stefnt er að því að setja síðustu 40 íbúðirnar í sölu í haust. Gaman að fylgjast með Play Aðspurður um nýstofnað flugfélag, Play, segir hann að stofnendur þess hafi staðið sig frá- bærlega og þar sé margt gott fólk. Hann setur þó spurningamerki við farmiðaverð félagsins. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd Íslands og ferðaþjónustunnar í heild sinni þar sem það er nokkuð ljóst að mörg af þeim erlendu flugfélögum sem hafa „uppgötvað“ Ísland á undanförnum árum munu snúa aftur og ef eitthvað er býst ég við því að framboðið til og frá Íslandi muni ná nýjum hæðum strax næsta sumar með tilheyrandi samkeppni og mjög hagstæðum verðum fyrir neytendur. Það hefur verið gaman að fylgjast með Play fara á flug og það að koma af stað nýju flug- félagi er gríðarlegt afrek svo ekki sé talað um að sækja átta milljarða í fjármögnun áður en fyrsta flug er farið. Þarna er margt gott fólk sem á heiður skilið fyrir að koma félaginu á þennan stað eftir langa og stranga fæðingu. Byggt á fyrri reynslu hefði ég reyndar viljað sjá þau fara mun grimmar í lággjaldastefnuna til að standast aukna samkeppni úr öllum áttum en ég óska þeim alls hins besta og bíð spenntur eftir að sjá framhaldið,“ segir Skúli Mogensen.   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga Skúli Mogensen opnar nýtt hótel á Ásbrú: ánægður með Play en hefði viljað sjá lægri verð Það mun ekki fara illa um gesti ABC Hotel á Ásbrú. VF-myndir: pket ABC Hotel á Ásbrú. VF-mynd: HBB Lífið er að færast í eðlilegt horf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og eru ferðalangar nú teknir að streyma til landsins á ný. 4 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.