Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.2021, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 08.12.2021, Blaðsíða 16
Baráttan fyrir íslenskri tungu Sögufélag gefur út bókina Þrautseigja og mikilvægi ís- lenskrar tungu og í tilkynn- ingu frá því segir um bókina: Þar er fjallað um hugmyndir manna um að leggja niður ís- lensku á 18. og 19. öld, baráttu fyrir íslenskri tungu og þraut- seigju hennar gagnvart erlendum áhrifum. Þessi saga er síðan spegluð við samtímann, þar sem íslenskunni steðjar ef til vill ógn af enskunni. Um bókina: Árið 1771 skrifaði rektor Skálholts- skóla bréf til danskra yfirvalda þar sem hann lagði til að íslenska yrði lögð niður. Íslendingar skyldu taka upp dönsku, tungumál herraþjóð- arinnar. Íslenskir mennta- og emb- ættismenn notuðu mest dönsku en alþýðan notaði nær eingöngu íslensku. Rektor vildi meina að íslenskan væri ekki aðeins orðin gagnslaus heldur beinlínis skaðleg ímynd þjóðarinnar. Hvað gerði það að verkum að framtíð íslensk unnar var tryggð þrátt fyrir ýmsar hindranir? Hér koma við sögu íslenskir málhreins- unarmenn og „baráttumenn“ ís- lenskunnar en einnig danskir áhugamenn um íslensku – nor- rænuna fornu – og handritin sem geyma sögu Norðurlanda. Kristjana Vigdís Ingvadóttir, sagnfræðingur, fjallar hér um „dönsk áhrif“ á Íslandi á átjándu og nítjándu öld en einnig um mikil- vægi íslensku frá siðaskiptum. Hvaða áhrif hafði það á íslenskt samfélag og tungu að vera undir stjórn Dana? Hér er í fyrsta skipti rannsökuð tungumálanotkun á Íslandi á markvissan hátt með því að rýna í bréfaskipti amtmanna við aðra embættis menn, stjórnvöld og al- menning. Þannig fæst skýr mynd af tungumálanotkun Íslendinga á átjándu og nítjándu öld. En baráttunni fyrir íslenskunni er hvergi nærri lokið. Aðrar ógnir steðja að á tuttugustu og fyrstu öld og þrautseigju þarf enn ef ís- lenskan á að lifa af. Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu: Um notkun dönsku og erlend áhrif á Íslandi – er ný bók eftir Keflvíkinginn Kristjönu Vigdísi Ingvadóttur „Ég hef haft áhuga á því að skoða söguna og reyna að skilja hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru í dag allt frá því ég var í skemmtilegum sögutímum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja,“ segir Kristjana Vigdís Ingvadóttir, skjala- vörður hjá Þjóðskjalasafni Íslands en eftir hana er nú komið út sagnfræðiritið Þrautseigja og mikilvægi ís- lenskrar tungu: Um notkun dönsku og erlend áhrif á Ís- landi.Kristjana þurfti að sýna mikla þrautseigju við bókar- skrifin sem húnn vann með 80% starfi hjá Þjóðskjala- safninu. Við spurðum hana hvað hafi komið til að hún skrifaði bókina og forvitnuð- umst líka aðeins um hana. Keflvíkingur í Njarðvík „Ég er ég 28 ára gömul, fædd og uppalin í Reykjanesbæ, í raun Kefl- víkingur sem bjó í Njarðvík. Ég gekk í Holtaskóla og svo Fjölbrautaskóla Suðurnesja en ég útskrifaðist þaðan af Félagsfræðibraut. Ég fór sem skiptinemi til Ítalíu árið 2010 og uppgötvaði í raun þar áhuga minn á sögunni. Þegar heim var komið fór ég aftur í FS og skipti alveg um stefnu – ég hafði nefnilega verið skráð á náttúrufræðibraut og vissi ekkert hvað ég vildi gera í lífinu. Eftir árið á Ítalíu færði ég mig því yfir um braut og reyndi að komast í sem flesta söguáfanga sem ég gat í skólanum. Ég var þá svo heppin að fá að sitja sögutíma hjá Guðjóni S. Björgvins- syni það árið en hann var einstak- lega góður í að gera efnið áhugavert og skemmtilegt.“ Hvað var hvatning til að fara í þessi skrif? „Í raun byrjar þetta allt á þeirri einföldu pælingu hvers vegna við tölum ekki dönsku hér á Íslandi í stað íslensku. Þegar ég fór í náms- ferð til Edinborgar vildi svo til að ég fór að skoða notkun gelísku og ensku þar og komst að því að gelískan var bókstaflega barin niður og Skotum gert að tala og nota ensku. Ég fór því að velta fyrir mér hvers vegna okkur var ekki gert að nota dönsku meira þar sem við vorum undir stjórn Danakonungs. Fljótlega heyrði ég svo af bréfi Bjarna Jónssonar rektors í Skálholtsskóla frá 1771 þar sem hann leggur það til að Íslendingar taki upp dönsku í stað íslensku og sagði íslenskuna jafnvel orðna skað- lega okkur. Þetta vakti óneitanlega áhuga minn svo ég ákvað að ég skyldi skoða betur tungumálanotkun á þessum tíma. Ég velti fyrir mér hvaða áhrif það hafði á samfélagið á Íslandi að vera undir stjórn Dana og til dæmis hvort það hafi verið svo mikið um dönskunotkun að það hefði verið auðvelt að skipta alfarið yfir í dönsku eins og Bjarni lagði til - var þetta hugmynd sem margir studdu eða var hún bara komin frá Bjarna sjálfum? Þá er nokkuð aug- ljóst að þessari hugmynd var ekki hrint í framkvæmd svo mig langaði til þess að skoða líka hvað olli því að íslenskan „sigraði“ – hvers vegna tölum við íslensku í dag?“ Núna enskuslettur Bókin byggir á BA ritgerð minni í sagnfræði við Háskóla Íslands sem Kristjana sótti um að gefa út sem smárit hjá Sögufélagi en varð svo að veglegri bók. „Þá ætlaði ég að bæta aðeins við umfjöllun um stöðu tungumálanna á 19. öld og svo langaði mig endilega að hafa í lokin smá kafla um ensk- unotkun í dag. Ástæðan er sú að þegar ég var að skoða „dönsk áhrif“ á 18. og 19. öld fannst mér margt minna á umræðuna um enskuslettur og enskunotkun á Íslandi í dag. Í þá daga var kvartað undan dönsku- slettum en í dag kvartað undan enskuslettum. Það er þó margt sem skilur þessa tíma að en mér fannst gaman að spá aðeins í þessu því það sem mér finnst nokkuð augljóst er að íslenskan er virt og hún lifir áfram þrátt fyrir að það steðji að henni ein- hverjar ógnir. Í grunninn er bókin svo rannsókn á tungumálanotkun innan stjórn- sýslunnar á Íslandi á 18. og 19. öld en þar kemur skjalavörðurinn í mér sterkt fram þar sem ég rannsaka bréfaskipti innan stjórnsýslunnar á þessum tíma. Markmiðið með þeirri rannsókn var í raun bara að sjá svart á hvítu hversu mikið hafi verið um íslenskunotkun og hversu mikið menn notuðu dönsku.“ Hvernig gengu svo skrifin? „Skrifin gengu ágætlega bara. Ég hafði auðvitað BA rannsóknina til að byggja á en fór í þó nokkuð mikla rannsóknarvinnu til þess að bæta við efnið. Ég hef verið í nær 2 ár að vinna að útgáfu bókarinnar en ég ákvað að gera þetta með 80% vinnu á Þjóðskjalasafninu svo nær öll kvöld og helgar hafa farið í bókina síðustu misserin. Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í enda ekki með mikla reynslu af bókarskrifum og rannsóknum svona nýskriðin úr BA náminu en þetta ferli hefur verið mjög lærdómsríkt - og stærsta lexían líklega sú að það er ekki sniðugt að skrifa bók í hjáverkum með 80% vinnu! En þetta hafðist - og líklega hjálpaði það eitthvað að ég var ekkert að missa af miklu þegar ég var að vinna enda samkomubönn og takmarkanir eitthvað sem einkenndi þennan tíma líka að miklu leyti.“ Viltu segja okkur frá helstu niður- stöðum? „Eins og titillinn á bókinni gefur til kynna er niðurstaðan að stærstu leyti sú að bæði Íslendingar og Danir lögðu frekar áherslu á að rækta og þróa áfram íslensku í stað þess að danskan tæki hér yfir. Dönsk áhrif hér á landi þar til á 19. öld voru ekki svo mikil ef litið er til þess að þau var helst að finna meðal yfirstéttarinnar – elítunnar. Þeir sem kunnu dönsku á Íslandi voru þeir sem höfðu tækifæri til þess að mennta sig og flytja til Kaupmannahafnar í skóla. Þeir komu svo heim og notuðu dönsku ef þeir þurftu í vinnunni sem embættis- menn en sumir notuðu dönsku líka utan hennar – t.d. var fyrsta íslenska tímaritið gefið út á dönsku. Það voru svo einhverjir danskir menn starf- andi hér, sem embættismenn og kaupmenn sem dæmi, og þeir höfðu einhver áhrif – en ekki þannig að það hefði t.d. verið auðvelt fyrir alla að skipta bara yfir í dönsku. Almenn- ingur hafði þá nær enga þekkingu í dönsku en það sem er mjög áberandi á Íslandi miðað við t.d. önnur lönd innan Danska konungsríkisins er að á Íslandi var það viðurkennt að Íslendingar notuðu móðurmál sitt. Þetta hafi Danir sjálfir lagt áherslu á nota bene. Engar reglugerðir voru t.d. settar um það að almenningi skyldi kennd danska á 18. öld en sem dæmi má nefna að á sama tíma var miklu meira um dönsku í Færeyjum. Börðust fyrir íslenskunni „Ljóst er að á 18. öld voru fleiri en Bjarni Jónsson rektor að hugsa um þá hugmynd að taka upp dönsku í stað íslensku en Eggert Ólafsson talar t.d. um hana (og er ekki hrifinn). Þá birtist sem dæmi grein Áhuginn kviknaði í skemmtilegum sögutímum í Fjölbraut á dönsku í fyrsta íslenska tímaritinu (sem hét Islandske Maaneds-Ti- dender) og Magnús Ketilsson sýslu- maður gaf út, árið 1771 þar sem hann fjallar um þessa hugmynd og biður þess að hún verði ekki að veruleika. Árið 1837 fjallaði Konráð Gíslason Fjölnismaður svo um þessa hug- mynd um afnám íslenskunnar og var lítt hrifinn, en þar er e.t.v. of vægt til orða tekið. Konráð talaði um að þeir sem notuðu dönsku svo mikið, t.d. í störfum sínum en einnig utan þeirra, væru jafnvel bara þjóðleysingjar eða hið minnsta þjóðblendingar. Með það í huga er óhætt að segja að á 19. öld hafi viðhorf til dönskunotkunar á Íslandi (þá helst innan stjórn- sýslunnar) gjörbreyst en gagnrýni á dönskunotkun varð einnig mun há- værari. Í ræðu sinni frá 1837 sagði Konráð þá sem betur fer dauða sem hefðu viljað meiri dönsku á 18. öld og svo þekkjum við líklega flest restina af sögunni; Jón Sigurðsson, Konráð og fleiri börðust fyrir því að íslensku skyldi nota í öllum embættisgjörðum á Íslandi og íslenskan varð að ein- hverskonar vopni í sjálfstæðisbarátt- unni – því hún var svo mikils virði (fyrir okkur en líka Dani!). Við vitum svo hvernig sjálfstæðisbaráttan fór og hvaða tungumál við tölum í dag. Má þó bæta við að á 19. öld var eins og það bættist í dönsku notkun embættismanna á Íslandi, en það er það sem rannsókn mín sýnir – og ég hugsa að það sé þá að miklu leyti vegna aukinna tengsla og samskipta við dönsk stjórnvöld á fyrri hluta 19. aldar.“ Kristjana segir að um miðja 19. öld hafi aftur orðið gjörbreyting á tungu- málanotkun innan stjórnsýslunnar og íslenskan virðist taka yfir allt. „Síðan þá hefur það verið nokkuð skýrt að íslensku eigi að nota innan stjórnsýslunnar á Íslandi en í sam- skiptum við önnur lönd er þó viður- kennt að það megi nota önnur tungumál, annars myndum við ein- angrast nokkuð mikið hér á þessari litlu (stórustu) eyju. Á 18. og 19. öld var það danskan sem helst var notuð til þessa en nú er það helst enska. Það sem við þurfum því að passa er að viðhalda íslenskunni og hafa ís- lensku í forgrunni hér á landi á sama tíma og við fögnum fjölmenningunni og þeim tengslum sem við eigum við þá sem ekki eru íslenskumælandi,“ segir Kristjana Vigdís. „Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í enda ekki með mikla reynslu af bókarskrifum og rannsóknum svona nýskriðin úr BA náminu en þetta ferli hefur verið mjög lærdómsríkt - og stærsta lexían líklega sú að það er ekki sniðugt að skrifa bók í hjáverkum með 80% vinnu!“ Páll Ketilsson pket@vf.is 16 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.