Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.2021, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 08.12.2021, Blaðsíða 23
Eva Margrét með brons á NM Fyrsti Íslandsmeistaratitill félags- liða fer í mekka pílunnar á Íslandi, Grindavík. Pílufélag Grindavíkur, PG, varð fyrst félaga til að tryggja sér Ís- landsmeistatitil félagsliða í pílukasti í síðustu viku þegar liðið lagði Pílu- kastfélag Reykjavíkur, PFR. Keppt var í bæði tvímenningi og einmenningi. Sigra þarf tvo af þrem leggjum í tvímenningi til að tryggja liðinu eitt stig og svo þurfti að sigra níu af sautján leggjum í einmenn- ingi þar sem tvö stig voru í boði. Grindvíkingar unnu fyrstu viður- eignina í tvímenningi örugglega 2:0 en PFR jafnaði metin með 2:1 sigri í annarri viðureigninni. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrstu viðureignum einmennings- keppninnar og að fjórum þeirra loknum höfðu liðin unnið tvo hvor. Þá tóku Grindvíkingar við sér og unnu þrjá af næstu fjórum viður- eignum og komust í 5:3. PFR minnkaði muninn í 5:4 en Grindvíkingar unnu næstu fjórar viðureignir og tryggðu sér 9:4 sigur í einmenningskeppninni, og þar með 3:1 sigur í heildaviðureign kvöldsins. Það var Hörður Þór Gunnarsson sem tryggði Grindvíkingum sig- urinn með því að taka út 111. „Bara mjög góð tilfinning,“ sagði Hörður Þór í samtali við Stöð 2 sport eftir að Íslandsmeistara- titillinn var í höfn. „Maður dettur í þetta zone og þetta tókst. Bikarinn er kominn heim. Mekka pílunnar, Grindavík.“ Eva Margrét Falsdóttir úr sunddeild ÍRB vann til verðlauna á Norður- landamótinu í 200 metra fjórsundi um helgina. Verðlaunin fékk Eva Margrét þegar hún keppti í 200 metra fjór- sundi og synti á sínum besta tíma. Eva Margrét hafnaði í þriðja sæti sem er frábær árangur. Pílufélag Grindavíkur Íslandsmeistari félagsliða Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli - Kennari á leikskólastig Háaleitisskóli -  Forfallakennari í stundakennslu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Deiliskipulag í Reykjanesbæ Flugvellir - tillaga að breytingu á deiliskipulagi Tillagan felur í sér að lóð nr. 23 stækkar, byggingarreitur er færður og gert verði ráð fyrir bensínstöð. Byggingar- reitum lóða nr. 13-17 og 5-9 breytt og lóðirnar sameinaðar. Lóðin Smiðjuvellir 3 er innlimuð í skipulagið. Fyrirkomulagi geymslusvæðis fyrir bíla og grenndarstöð breytt. Samanber uppdrætti DAP ráðgjafa frá nóvember 2021. Tillagan er til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 8. desember 2021 til 27. Janúar 2022. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. Janúar 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is Reykjanesbæ, 8. desember 2021. Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar   Export Agent – útflutningsfulltrúi Icelandair Cargo óskar eftir að ráða sjálfstæða og og lausnamiðaða einstaklinga í störf útflutningsfulltrúa (Export Agent) á skrifstofuna í Keflavík og eru þeir hluti af frábæru þjónustuteymi fyrirtækisins. Um er að ræða lifandi og krefjandi störf við undirbúning og afgreiðslu flugsendinga í leiðarkerfi Icelandair Cargo þar sem reynir á skipulögð vinnubrögð og útsjónarsemi í fjölbreyttum verkefnum. Unnið er á vöktum frá kl. 10:00 til 22:00 alla daga vikunnar (dagvaktir 5-5-4 vaktasyrpa). Starfssvið: | Umsjón og úrvinnsla á vörusendinum milli landa | Samskipti við innri og ytri viðskipatavini | Aðstoð við afgreiðslu | Þjónusta í síma og bókanir sendinga | Móttaka á sérstökum varningi (Dangerous Goods) | Skjalavarsla og frágangur við erlend tollakerfi | Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu Hæfniskröfur: | Menntun og reynsla sem nýtist í starfi | Framúrskarandi samkiptahæfileikar | Jákvæðni, frumkvæði og rík þjónustulund | Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð | Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg | Góð tölvufærni Nánari upplýsingar veita: Ásta P. Hartmannsdóttir, stöðvarstjóri Icelandair Cargo á Keflavíkurflugvelli, astap@icelandaircargo.is Ingigerður Þórðardóttir, mannauðsráðgjafi, ingig@icelandair.is Umsókn ásamt ferilskrá óskast fyllt út á heimasíðu Icelandair, www.icelandair.is/umsokn, eigi síðar en föstudaginn 15. desember nk. vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár // 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.