Fréttablaðið - 25.01.2022, Qupperneq 4
Þó að hilli undir lok farald
ursins gætu bólusetningar
vottorð og gjá milli bólusettra
og óbólusettra verið komin
til að vera. Prófessor í stjórn
málafræði segir fordæmin
óheillavænleg.
kristinnhaukur@frettabladid.is
SAMFÉLAG Andstaðan við sótt
varna aðgerðir og bólusetningar
hefur ekki minnkað þrátt fyrir að
endalok faraldursins séu í augsýn.
Á sunnudag mótmæltu þúsundir í
Washington og í Brussel sló í brýnu
milli mótmælenda og lögreglu. Hér
á Íslandi var bólusetningum barna
mótmælt á Austurvelli.
„Við erum mjög hratt að skera þá
hópa sem ekki vilja láta bólusetja
sig frá samfélaginu,“ segir Eiríkur
Bergmann, prófessor í stjórnmála
fræði við Háskólann á Bifröst. Þetta
birtist til dæmis hjá austurrískum
og frönskum stjórnvöldum. Emm
anuel Macron Frakklandsforseti
hafi farið fram með fordæmalausri
hörku í garð minnihlutahóps.
Eiríkur bendir á að þeir sem mót
mæli séu ekki einsleitur hópur. Stór
hluti sé á móti sóttvarnaaðgerðum
vegna frelsisskerðingarinnar, sumir
vegna mismununar bólusettra og
óbólusettra og sumir telji bólusetn
ingar vera skaðlegar og eru hallir
undir samsæriskenningar. Hvað
verði um þessa hópa eftir faraldur
inn sé ekki augljóst.
„Popúlistar hafa alltaf nýtt sér
samsæriskenningar og jafnvel stað
ið að dreifingu þeirra. Það er óljóst
hvernig þeir muni nýta sér endalok
þessa faraldurs sér til framdráttar,“
segir Eiríkur. Popúlistaflokkar hafi
víða átt nokkuð erfitt uppdráttar
í faraldrinum en fleiri færi geti nú
aftur verið að opnast fyrir þá.
Eitt dæmi, sem gæti reynst stórt,
er brottvísun serbneska tennis
kappans Novak Djokovic frá Ástr
alíu vegna bólusetningarstöðu
hans. Í augum sumra varð hann að
píslarvætti vegna þessa og Eiríkur
bendir á að óbólusettir hafi fengið
leiðtoga til að líta til þess.
Þá er umræðan um bólusetning
arvottorð alltaf að verða háværari.
Meðal annars hafa framkvæmda
stjórar Samtaka verslunar og þjón
ustu og Samtaka ferðaþjónustunnar
hér á Íslandi sagt sig fylgjandi slíku
fyrirkomulagi.
Eiríkur segir eina mögulega
sviðsmynd þá að bólusetningar
staða muni ekki skipta máli þegar
faraldrinum linni. Vottorðin hverfi
og gjáin milli bólusettra og óbólu
settra sömuleiðis. En þetta sé bjart
sýn spá og að önnur framvinda sé
einnig möguleg.
„Manni sýnist að bólusetningar
vottorð gætu allt eins verið fest í
sessi, jafnvel þó að faraldrinum
linni,“ segir Eiríkur. „Þá erum við
komin með jaðarsettan hóp sem
hefur ekki sama aðgang að sam
félaginu og aðrir. Forsagan segir að
slíkir hópar eflist í andstöðu við sitt
samfélag.“
Þessi andstaða geti brotist út
með hvaða hætti sem er, í ýktustu
dæmum sem ofbeldi. Til séu að verða
stórir hópar sem treysta ekki stjórn
völdum og stjórnvöld ýti frekar út á
jaðarinn sem magnar vantraustið.
„Þetta er varasamur vítahringur
sem fjölmörg fordæmi sýna að geta
leitt samfélög í ógöngur. Sumir leið
togar virðast frekar ætla að magna
upp vandann en að leysa hann,“
segir Eiríkur. Farsælli leið væri að
líta á óbólusetta sem hóp sem þurfi
að hlúa að og reyna með skilningi
og hlýju að sýna fram á að fari villur
síns vegar í stað þess að jaðarsetja. n
Forsagan segir að slíkir
hópar eflist í andstöðu
við sitt samfélag.
Eiríkur Berg-
mann, prófessor
við Háskólann á
Bifröst
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U F J Ó R H J Ó L A D R I F
JEEP COMPASS LIMITED TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI 7.479.000 KR.
EIGUM BÍLA TIL AFGREIÐSLU STRAX. KOMDU OG REYNSLUAKTU!
Jeep rafknúnu jepparnir henta íslenskum aðstæðum um allt land
JEEP RENEGADE TRAILHAWK TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI 6.499.000 KR.
ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á
DRIFRAFHLÖÐU
ÁRÉTTING
Í Fréttablaðinu á laugardag birtist
mynd af Oddi Helga Halldórssyni,
fyrrverandi bæjarfulltrúa á Akur-
eyri, með frétt um breytingar á
gjaldtöku í miðbænum. Áréttað skal
að aðkoma Odds Helga að ákvörðun
bæjarins um breytingarnar er engin.
bth@frettabladid.is
AKUREYRI Engin skriðuhætta er
vegna fyrirhugaðra fjölbýlishúsa
við Tónatröð á Akureyri.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
Oddur Sigurðsson, jarðtækniverk
fræðingur hjá Geotek, hefur unnið
fyrir verktakann, SS Byggi.
Oddur gerði vettvangsskoðun
til að meta jarðveg, jarðtækni
legar aðstæður. Hann hefur skrifað
bæjaryfirvöldum minnisblað þar
sem hann leggur mat á byggingar
hæfi lóða á grunni skýrslunnar og
metur það gott.
Mjög hefur verið tekist á um þessa
fyrirhuguðu framkvæmd, einkum
meðal þeirra sem búa nálægt og
hafa stofnað Facebookhópinn
Björgum Spítalabrekkunni. Íbúarn
ir hafa gagnrýnt verklag við skipu
lagsundirbúning og sumir varað
við veðrabreytingum í framtíðinni,
ekki síst aukinni rigningu sem gæti
skapað skriðuhættu, en húsin munu
standa á brekkubrún ef þau rísa.
Í skýrslunni segir: Það er mat
undirritaðs að byggingarhæfi lóða
sé með ágætum, grundunarað
stæður einfaldar þar sem grafa þarf
ofan í þéttan jökulruðning og fylla
með burðarhæfu og frostöruggu
malarlagi eða að grundað er beint
á klöpp.“
Þá segir: „Hætta á skriðuföllum er
engin og með tilkomu fyrirhugaðra
mannvirkja verður vatnssöfnun
neðan við svæðið enn minni en fyrr
vegna tilkomu fráveitukerfa fyrir
hugaðra bygginga.“
Þórhallur Jónsson, formaður
skipulagsráðs Akureyrarbæjar,
segist ánægður með hve afdráttar
laus skýrslan er.
Sérfræðingar Veðurstofunnar
munu nú leggja sitt mat á jarðvegs
niðurstöður Geotek. n
Metur enga skriðuhættu hjá húsum á brekkubrún á Akureyri
Teikning af áformuðum byggingum
við Tónatröð. MYND/YRKI
Leiðtogar magni upp andstöðu við
óbólusetta en hlúi ekki að hópnum
Hópur hefur
mótmælt bólu-
setningum í
nokkur skipti á
árinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Hrap í ferðaþjónustu hefur leikið
Ísland grátt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
kristinnhaukur@frettabladid.is
E F N A H A G S M Á L Fjá r má la ha l l i
ríkisins var í fyrsta sinn undir 5
prósentum af landsframleiðslu í
faraldrinum á þriðja ársfjórðungi
ársins 2021. Hallinn var 4 prósent
miðað við rúmlega 11 prósenta
halla á öðrum ársfjórðungi. Engu
að síður er hallinn á Íslandi meiri
en meðaltal álfunnar, 3,3 prósent.
Reksturinn var nánast á núlli en
strax á fyrsta ársfjórðungi 2020, er
faraldurinn skall á, hrapaði hann
niður í nær 7 prósenta halla. Á þeim
næsta var hallinn yfir 12 prósent,
sem er það mesta á öldinni, ef frá
eru talin nokkur skipti eftir 2008.
Allan faraldurinn hefur hallinn á
Íslandi verið meiri en meðaltal Evr
ópu og á tímabili sá mesti í álfunni.
Hallinn er nú mestur í Belgíu, nær
10 prósent. Níu ríki á EESsvæðinu
hafa jákvæða afkomu en 2020 voru
þau öll í mínus. Best hefur afkoman
verið í Noregi, rúmlega 6 prósent
á þriðja ársfjórðungi og í plús allt
árið. n
Afkoma ríkisins
fer batnandi
4 Fréttir 25. janúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ