Fréttablaðið - 25.01.2022, Síða 8
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Ástæða
skýrleikans
er ekki sú
að ég hafi
verið slík
íþrótta-
kempa að
þar hafi
ég varið
flestum
stundum,
heldur
vegna þess
að þar leið
mér alltaf
illa.
Gætum
að því að
fjölgun
ráðuneyta
getur veikt
Stjórnar-
ráðið,
sérstaklega
gagnvart
sérhags-
munaöfl-
unum.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
Árið 2011 gengu í gildi ný lög um Stjórnarráð Íslands
sem höfðu það að markmiði að styrkja Stjórnarráðið
meðal annars með því að fækka ráðuneytum og stækka
þau. Færð voru gild rök fyrir þeirri ráðstöfun í skýrsl-
unni Samhent stjórnsýsla sem Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra lét vinna. Þar má lesa vel rökstuddar
tillögur um uppbyggingu og styrkingu Stjórnarráðsins.
Skipan ráðuneyta er á ábyrgð framkvæmdavaldsins
og forsætisráðherra hefur verkstjórnar- og samræm-
ingarvald í Stjórnarráðinu. Á því leikur enginn vafi.
En ekki heldur á því að fjölgun ráðuneyta úr tíu í tólf
var forsenda þess að formenn ríkisstjórnarflokkanna
þriggja náðu saman um áframhaldandi samstarf eftir
alþingiskosningarnar í haust.
Til grundvallar fjölgun ráðuneyta liggur að þessu
sinni hvorki formleg þarfagreining né önnur gögn fyrir
alþingismenn að styðjast við í umfjöllun um málið.
Fyrir liggur að tillögur um breytta skipan Stjórnar-
ráðsins hafa verið til umfjöllunar í litlum hópi ráðherra
(formanna stjórnarflokkanna) og æðstu embættis-
manna. Forsætisráðherra hefur lýst því svo að með
breytingunni sé verið að draga lærdóm af verkaskipt-
ingu síðastliðins kjörtímabils og reynslu liðinna ára.
Það er ekki dregið í efa en jafn ljóst má vera að fjölgun
ráðuneyta þjónar einnig skýrum pólitískum hags-
munum flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórnina.
Í ráðuneytum Stjórnarráðsins og undirstofnunum
þeirra býr ekki einungis sérþekking á hverju einasta
stjórnarmálefni heldur einnig stofnanaminni sem
nauðsynlegt er til að viðhalda góðri stjórnsýslu, tryggja
jafnræði borgaranna og þjónustu við þá. Sterk og fagleg
stjórnsýsla viðheldur því með sínum hætti kerfislegum
og lýðræðislegum stöðugleika þótt pólitísk forysta ráð-
herranna sé óumdeild og sú staðreynd að þeir fara með
dagskrárvaldið í sínu ráðuneyti.
Gætum að því að fjölgun ráðuneyta getur veikt
Stjórnarráðið, sérstaklega gagnvart sérhagsmunaöflun-
um en það þarf að hafa bolmagn til að gæta almanna-
hagsmuna í sérhverju máli sem þar er til afgreiðslu. n
Er fjölgun ráðuneyta
góð hugmynd?
Þórunn Svein-
bjarnardóttir
formaður stjórn-
skipunar- og
eftirlitsnefndar
Alþingis
Á dögunum samþykkti skóla- og
frístundaráð Reykjavíkurborgar
að frá og með næsta hausti verði
nemendum áttunda bekkjar boðið
að ljúka hæfniviðmiðum skóla-
sunds við upphaf níunda bekkjar. Velji nem-
endur það og standist hæfniviðmiðin geta þeir
þá notað tímann sem annars færi í skólasund
í annars konar val í síðustu tveimur bekkjum
grunnskóla.
Ólíkt því sem gengur og gerist víða er þjóðin
meira og minna vel synd og það má þakka
skólasundinu sem við öll höfum farið í gegnum.
Sund er stór hluti menningar okkar enda hvergi
í heiminum eins mikið um almenningssund-
laugar þar sem fólk nýtur útivistar, hreyfingar
og samveru á heilbrigðan hátt.
En það eru ekki allir sem velja að nýta sér
þessar laugar til að auka vellíðan sína enda
tengja margir sundlaugaheimsóknir við allt
aðrar tilfinningar. Ástæðurnar geta verið af
ýmsum toga en flest á þetta fólk það þó sam-
eiginlegt að hafa verið gert að mæta í sitt skóla-
sund frá upphafi til loka grunnskólagöngu.
Öryggis- og lýðheilsumarkmið vega þar aug-
ljóslega þyngst og er engin ástæða til að efast
um þau. En hvað tekur það að meðaltali langan
tíma að kenna barni að synda? Áratug? Varla.
Þó börnum virðist eðlislægt að líða vel í vatni
er það líklega jafn eðlislægt að upplifa feimni
við að bera sig frammi fyrir öðrum á unglings-
árunum á tímum stórra líkamlegra breytinga.
Að bjóða flugsyndum unglingum upp á val um
það hvort þeir taki fáklæddir þátt í skólasundi
eður ei er ég handviss um að geti haft mikið að
segja um andlega líðan þessara sömu barna.
Ekki aðeins er þessi breyting til góðs á tímum
sífelldrar aukningar á kvíðagreiningum barna
og unglinga heldur er hún merki um enn stærri
viðhorfsbreytingu: Því þessi tillaga kemur frá
börnunum sjálfum – og á þau var hlustað!
Þegar ég ritaði þessi orð rann upp fyrir mér
að hvað skýrustu æskuminningar mínar eru
úr íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ frá níunda
áratug síðustu aldar. Ástæða skýrleikans er
ekki sú að ég hafi verið slík íþróttakempa að
þar hafi ég varið flestum stundum, heldur
vegna þess að þar leið mér alltaf illa. Það hefði
þó aldrei hvarflað að mér að sjálf gæti ég haft
áhrif á örlög mín sem grunnskólanemandi – að
einhver fullorðinn myndi hlusta.
Tillaga Elísabetar Láru Gunnarsdóttur, full-
trúa ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og
Hlíða, náði aftur á móti alla leið.
Fyrir það munu margir þakka henni – og
þeim sem á hana hlýddu! n
Þau sem synda
ser@frettabladid.is
Nýir kettir
Frægt var þegar Jóhanna Sigurðar-
dóttir, þáverandi forsætisráðherra
í vinstristjórninni 2009 til 2013,
líkti því við að smala köttum er
hún reyndi, ítrekað, að fá þing-
menn og ráðherra Vinstri grænna
til fylgilags við Icesave-samning-
inn sáluga. Og varð þar með til eitt
lífseigasta pólitíska orðatiltæki
síðari tíma og hefur þótt fara vel
í munni yfir óþekktarormana
innan þings. En nú ber nýrra
við þegar komið er fram á þriðja
áratug aldarinnar, því jafnt þing-
menn og ráðherrar Vinstri grænna
eru einna líkastir björnum í
vetrarhíði á meðan þingmenn og
ráðherrar Sjálfstæðisflokksins láta
öllum illum látum.
Seinni smölun
Það kemur nú í hlut Katrínar
Jakobsdóttur að smala köttum,
en ófriðurinn í þingflokksher-
bergi íhaldsins varir mánuðum
saman, eilíflega með efasemdum
eða þaðan af sterkari yfirlýsingum
um sóttvarnaaðgerðir sem vaskir
hægrimenn segja vera sovéska
tilburði og algera ráðstjórn þegar
betur fari á því að huga að frelsi
einstaklingsins. Þessi seinni
smölun íslenskrar pólitíkur er ekk-
ert minna en áhugaverð áminning
um að ábúðarfullir íhaldsmenn
geta breyst í óstýriláta ketti, ef svo
hentar til heimabrúks, rétt eins og
vinstrimenn gerðu áður, einmitt
til héraðsbrúks. n
Handgerðir íslenskir sófar
• Margar útfærslur í boði
• Mikið úrval áklæða
• Engin stærðartakmörk
• Sérsmíði eftir þínum óskum
Hvernig er
draumasófinn þinn?
Kíktu í heimsókn!
Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is
Sjá nánar
á patti.is
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 25. janúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR