Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Blaðsíða 8

Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Blaðsíða 8
Orlög Guðmundar biskups Frásöguþottur eftir Stefán Jónsson, fgrrum al- þingismann. Sögusuiðið er austfirska þorpið Djúpiuogur um iíkt legti og loftfarið Graf Zeppe- lin sueimaði gfir íslenskum höfðum Djúpavogi 16. júlí 1930 Ólöf Ríkarðsdóttir, kœra vinkona: Nú fyrst, og þá reyndar alltof seint, læt ég verða afþví að viðurkenna sem satt er, að ég á sök á hvarfi einnar af allra fyrstu högg- myndum föður þíns, taflmanns úr tágusteini, sem gekk undir nafninu Guðmundur biskup þar eystra í bernsku minni. Bréfið verður lengra en brýnustu efni standa kanski til, vegna þess hversu mikið mér er nú í mun að skýra þær félagslegu og trúarlegu ástæður sem lágu til þess að ég hlaut að senda þetta gamla listaverk, hann Guðmund biskup, út í hafsauga, og einnig það, að ég gerði þó útför hans sæmilega. — O — Kipptu þér ekki upp við dagsetninguna. Petta er ekki elsta bréfið sem ég hef trassað að senda. Hin eru að vísu óskrifuð ennþá líka. En dagsetn- ingin er að minnsta kosti eins rétt og velflestir fæðingardagar í kirkjubókum, að henni færi ég rök seinna. Ártalið get ég sannað. Sjöunda af- mælisdaginn minn þetta vor gaf pabbi mér bát. Smiður að honum var Sveinn Ingimundarson, Denni á Berunesi, fæddur í janúar 1913. Honum var báturinn enn minnisstæður rúmum 40 árum seinna, að hann hefði verið 19 ára þegar hann smíðaði hann. Svo er mál með vexti að fyrir- myndin að þeim farkosti var Beruness-séttan fræga, kjörgripur sem Sigurður fóstri hans smíð- aði. Eftirlíkingin, sem ég eignaðist þetta vor, og Denni smíðaði milli jóla og nýjárs 1929, var svo nákvæm að ekki skeikaði í neinu smáatriði. Þess vegna er eðlilegt að lýsa sjálfri fyrirmyndinni: Þetta var sexæringur gerður til segla, lota- langur, og þó ekki með færeysku lagi, ekki ýkja- reistur á stefni og skut, kantsettur í botninn til þess að draga úr mótstöðu og létta skrið en súðbyrt efstu fjögur borðin, tvísigldur með stór- segl, aftursegl, fokku og klífi. Hvar sem á þennan sexæring var litið þá var handbragðið eins og á bestu stofumublu, og sama gilti um rá og reiða. 6 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.