Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Blaðsíða 10

Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Blaðsíða 10
Frásögn kemur annars lítt við þessa sögu, ívar Halldórs- son beykir á Bjargi og svo Jakob Gunnarsson skósmiður í Fögruhlíð. Þeir tveir síðarnefndu ort- ust á, stundum dálítið meinlega, en voru jafngóð- ir vinir fyrir því. Ósáttir urðu þeir eigi að síður og hef ég fyrir satt, að þeir hafi deilt um eignarhald á fyrrnefndum Guðmundi biskupi, en þann grip hafði faðir þinn gert úr tálgusteini og var í tafl- mannslíki og höfuðið gert eftir fyrirmynd Guð- mundar meðhjálpara Finnssonar ömmubróður þínum og haft eftir listamanninum að hann vildi gera móðurbróður sinn að biskupi. Þennan tafl- mann hafði Laugi á Hamri, Gunnlaugur Stefáns- son síðar trésmíðameistari í Reykjavík, fundið uppi á Löngubúðarlofti þegar hann var þar við smíðar og gerðu margir tilkall til fundarins, því allir vildu eiga mynd eftir Ríkarð. Laugi mun síðan hafa efnt til nýstárlegrar samkeppni um listaverkið. í þá sögu hef ég reynt að rýna gegn- um móðu áranna þar sem fátt er ljóst af menning- arsögu Berfirðinga, annað rökkri hulið en flest horfið með öllu. Svo er mál með vexti að á vesturlofti Löngu- búðar þar sem Laugi hafði trésmíðaverkstæði sitt, var panelþil og á það ritað skilmerkilega með tréblýanti typpismál velflestra Djúpavogsbúa. Pessi skrá var enn læsileg í bemsku minni, en mun nú horfin eins og fleirir kúltursöguleg verðmæti úr húsum selstöðuverslunarinnar gömlu. Þarna gat meðal annars að líta atgeirsmál föður míns, sem ég hefi nú gleymt, enda skaraði þarna aðeins eitt nafn framúr, en það var Jakob. Við hans nafn stóð með greinilegum tölustöfum 10” — tíu tommur, og svo innan sviga („teygður"). Við trúðum því lengi strákarnir að þar væri átt við séra Jakob Jónsson, en það var rangt. Sigurgeir Stefánsson, bróðir Lauga, Geiri í Borgargarði, leiðrétti þann misskilning við mig fermingarvetur- inn minn. Laugi smíðaði ekki á Löngubúðar-loftinu fyrr en eftir að sú fjölskylda var flutt úr plássinu, enda voru hvorki séra Jón Finnur né Eysteinn sonur hans á umræddri skrá. Samkvæmt frásögn Geira var talið líklegast að myndin af Guðmundi biskupi hefði orðið eftir þarna á loftinu frá því að þar var spilað keiluspil og einhver tapað henni í veðmáli. Svo ákvað Laugi að láta menn keppa um listaverkið, og þar sigraði Jakob í Fögruhlíð og það var út af teygingunni að skáldunum sinn- aðist. ívar taldi Jakob hafa rangt við. Þetta tók enginn mjög alvarlega nema þeir tveir, og þó sennilega bara Jakob. Pað var svo fljótt að rjúka úr honum ívari. En Geiri sagði að Jakob hefði ekki haft neitt gaman af Guðmundi biskupi og aldrei haft hann neitt uppi, og hefði víst týnt honum skömmu síðar. Ég hafði vit á því að láta sem ég vissi ekkert um afdrif steinbiskupsins. Þeir voru báðir geðhrifamenn, ívar og Jakob, eins og skáld eiga að vera. ívar orti sjaldnar og gat verið bæði hvass og meinlegur í kveð- skapnum. Jakob orti miklu meira og var hvergi nærri jafn háður fornum bragreglum. Eftir hann voru flestir gamanbragirnir, sem sungnir voru á Djúpavogi, og sjálfsagt er það honum að þakka hve mörg okkar öðluðust umburðarlynd brag- eyru. Ekki man ég til þess að nokkurn mann hafi sviðið undan kviðlingum Jakobs í Fögruhlíð, sem helgast kanski af því hvað maðurinn var framúr- skarandi heilsuveill, gjörbæklaður til gangs af völdum berkla, og eftir því fátækur. Ég efast um að ívar hafi verið skapheitari en skáldbróðir hans en hann átti greiðari leiðir til að veita sínum hita útrás. Dæmi upp á það er að vísu fjórum árum yngra en dagsetning þessa bréfs, þegar ívar var að slá saman saltkjötstunnur uppi á Löngubúðarlofti fyrir sláturtíðina. Þá klifruðum við þrír jafnaldrar upp á hanabjálka fyrir ofan hann og pissuðum ofan í tunnuna, sem hann var að girða. Það er að segja tveir okkar unnum sjálft ódæðið. Sá þriðji, Ragnar í Görðum, stóð hjá vegna einkavináttu sinnar við ívar. Við tveir föld- um okkur að svo búnu í ullarpokastæðunni, en Ragnar hljóp ekki í sakleysi sínu svo að ívar náði honum og rak honum kinnhest áður en hann áttaði sig á málavöxtum, svo vel útlátinn að vinur hans fékk glóðarauga. ívar lagði tafarlaust frá sér hamar og drífholt og hljóp heim eftir vinargjöf handa Ragnari. Það var snyrtilega innbundinn árgangur af Norðurljósinu, kristilegu tímariti. Þaðan í frá var það kallað að fá Norðurljós ef einhverjum áskotnaðist blátt auga þar í plássinu. Jakob í Fögruhlíð var funi í skapi ekki síður en ívar, en hann gat ekki hlaupið. Hægri fóturinn á honum hafði stirðnað hálfkrepptur um hnéð og hann hökti við staf á fimmtán sentimetra þykkum sóla á þann fótinn og var aukinheldur mæðinn. Hann hrekktum við öðruvísi. Ef við gengum fram á hann á förnum vegi og vorum nógu mörg sam- an, þá kallaði einhver: Kobbi skakkalöpp - Kobbi skakkalöpp og áður en lauk tóku allir undir þessa krítík þangað til Jakob var orðinn dökkblár í framan af reiði og hellti yfir okkur skömmunum, sem við heyrðum ekki fyrir hlátri. Við vissum að þetta var ljótt. Þessvegna gerðum 8 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.