Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Blaðsíða 25

Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Blaðsíða 25
Ásta B. Schram: Viðtökur í fyrirtækjum oftast góðar þótt einstaka maður setji upp snúð. fram í febrúar en þegar kemur fram í mars fer ástandið skán- andi. Hins vegar koma fatlaðir hingað í atvinnuleit jafnt og þétt allt árið. Oft lendum við í því að hafa ekki fólk í þau störf sem okkur berast. Hins vegar er þá á skrá hjá okkur fólk sem ekki passar í þau störf. Eða þá að aðstæður fólks hafa breyst frá því við heyrðum frá því síðast, það hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús og er ekki tilbúið þeg- ar kallið kemur.“ Hefur starf vinnuhópsins sem þú nefndir borið árangur? „Já, það held ég að sé óhætt að segja. Það hafa töluvert marg- ir fengið vinnu fyrir tilverknað hópsins. Hins vegar er misjafnt hve lengi menn endast í störfun- um sem við útvegum. Sumir eru þar árum saman en aðrir skemur og þá oft vegna þess að þeir þurfa að leggjast inn á sjúkra- hús. Þegar þeir útskrifast er al- gengt að þeir fari ekki aftur á sama stað. Margir þeirra sem til okkar koma hafa ekki verið útivinn- andi í nokkur ár, aðrir koma af sjúkrahúsum eða úr endurhæf- ingu og enn aðrir koma úr störf- um sem þeir eru hættir að valda og biðja okkur þá að finna sér léttari störf. Það getur oft reynst Atvinnumál erfitt, einkum ef aldurinn er far- inn að færast yfir. Margir at- vinnurekendur eru tregir til að ráða fólk sem komið er yfir 55 ára aldur og í einu fyrirtæki vildu þeir ekki fólk yfir fertugu! Þeim finnst eldra fólk orðið þreytt en við bendum á að eldra fólk sé yfirleitt stöðugra á vinnumarkaði en það yngra. Þeir svara þá oft á þann veg að þeir vilji fólk sem geti starfað hjá þeim í mörg ár. Reynslan sýnir að ef fólk vill finna sér léttari vinnu ætti það að koma því í verk fyrir fimmtugt, einkum ef einhver sjúkdómur háir því. Meirihluti þeirra sem eru á skrá hjá okkur er eldra fólk.“ Á flœkingi um kerfið Hvað með vernduðu vinnu- staðina, leysa þeir ekki nokkurn vanda fyrir fatlaða? „Jú, það er td. algengt að fólk byrji í Múlalundi og fari síðan út á hinn almenna vinnumarkað. Flestir þeirra sem nú eru á skrá hjá okkur eru mikið fatlaðir og þess vegna viljum við fleiri verndaða vinnustaði. Við vitum að oft er fólk of fatlað til að það geti unnið til frambúðar á al- mennum markaði, það hefur ekki þrek til þess. Oft lendir þetta fólk á fiækingi í kerfinu, er sent frá einum til annars og lendir oft á sjúkrahúsum. Þessi flækingur er ömurlegur fyrir sjálfsvirðingu fólks auk þess sem hann er dýr fyrir kerfið. Við höfum á skrá tæplega 50 manns sem svona er ástatt um og eina lausnin fyrir þetta fólk er að fjölga vernduðum vinnustöðum. Sumir hafa ekki þrek til að vinna nema hluta úr ári og það fellur ekki inn í kerfið. Það er ekki rétt að einblína á kostnaðinn við að SJÁLFSBJÖRG 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.