Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Blaðsíða 36

Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Blaðsíða 36
NAMSKEIÐ Aðstandendum fatlaðra barna boðið upp á frœðslu og ráðgjöf Fyrir tveimur árum tókst samstarf með Sjálfsbjörg, Þroskahjálp og Styrktarfélögum vangefinna og lamaðra og fatlaðra um námskeiðahald fyrir aðstandendur fatlaðra barna. Að sögn Guðrúnar Ögmundsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sjálfsbjargar hafa síðan verið haldin allmörg námskeið bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. „Við erum búin að fara næstum allan hringinn, eigum Sauðárkrók og Vestmannaeyjar eftir en þangað verður farið eftir áramót." Óskir um námskeið af þessu tagi komu upphaflega frá svæðisstjórnum um málefni fatlaðra og foreldrasamtökum og segir Guð- rún að mikil ánægja hafi verið með nám- skeiðin. Hér er um að ræða helgarnámskeið og er séð fyrir barnagæslu enda ætlunin að öll fjölskyldan geti tekið þátt. Sérfræðingar mæta og halda erindi um ýmsa þætti sem snerta líf fatlaðra, svo sem starf svæðis- stjórna, lagalegan rétt fatlaðra og aðstand- enda þeirra, hvað fötlun er og hvernig hún er greind. Sálfræðingar ræða um kreppu- kenningar og það sem gerist hjá foreldrum sem eignast fatlað barn og þroskaþjálfi ræðir um þroska barna, leiki og hjálpartæki. I lok dagskrár hvorn dag gafst þátttakend- um kostur á að ræða einslega við sérfræð- ingana sem haldið höfðu fyrirlestra og gripu margir það tækifæri. Að sögn Guðrúnar er áhugi á því að efna til framhaldsnámskeiða og er nú verið að móta þau. „Vonandi verður hafður sá háttur Öll fjölskyldan er velkomin á námskeiðin og margir foreldrar taka börnin með sér, enda er séð um að hafa ofanaf fyrir þeim meðan foreldr- arnir hlýða á fyrirlestra. Hér er Vaka litla sem er 7 ára gömul að spreyta sig með tússið. á að mynduð verði fjögurra manna teymi, td. sálfræðingur, læknir, félagsráðgjafi og sjúkra- eða iðjuþjálfi, sem vinna að þessu námskeiðahaldi með fulltrúum foreldrafé- laganna," sagði hún. Hún bætti því við að fyrirhugað væri að halda annað námskeið í Reykjavík í haust og vonandi yrði svo hægt að hefja aðra hringferð um landið fljótlega. „Við bindum fjölda þátttakenda við 24 í hvert skipti og hingað til hefur alltaf verið fullt, reyndar margir á biðlista hér í Reykjavík." Tíðindamaður Sjálfsbjargarblaðsins ræddi við foreldra sem þátt hafa tekið í námskeiðunum og innti þá eftir því hvað þeim fyndist um þau. Fara þau viðtöl hér á eftir. -ÞH 34 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.