Fréttablaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 1
2 6 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 2
Ársæll steig yfir
kvótalínuna
Fimm gangráðar
í sjö aðgerðum
Lífið ➤ 16 Lífið ➤ 17
Mikið gekk á í veðurofsanum sem gekk yfir landið í gær líkt og sjá má á þessu strætóskýli í Hlíðunum í Reykjavík. Rauðar og appelsínugular viðvaranir voru í gildi um allt land og skólahald féll víða
niður. Í dag er í gildi gul veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum. Á morgun má svo búast við blíðari veðurskilyrðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Rakning á síma Bandaríkja-
mannsins Josh Neuman sýndi
síðdegis daginn sem flugvélin
TF-ABB hvarf nákvæmlega
hvar hana var að finna í Þing-
vallavatni. Leit var þó ekki
beint þangað sérstaklega fyrr
en morguninn eftir.
gar@frettabladid.is
jonthor@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Svo virðist sem
mikilvæg grundvallargögn, vegna
leitarinnar að f lugvélinni TF-ABB
sem hvarf síðastliðinn fimmtudag,
hafi ekki borist til stjórnenda leit-
arinnar fyrr en löngu eftir að ein-
hverjir björgunarsveitarmannanna
voru komnir með þau í hendur.
Tafði það leitina að vélinni fram á
næsta dag.
Um klukkan sjö á fimmtudags-
kvöld fékk Fréttablaðið í hendur
mynd úr leitarforritinu Find My
iPhone. Sýndi hún rakningu á far-
síma Bandaríkjamannsins Josh
Neuman, eins þeirra sem voru um
borð í f lugvélinni. Fylgdi sögunni
að þessi gögn væru komin í gagna-
grunn björgunarsveita. Munu þau
einnig hafa gengið milli manna í
f lugheiminum hér heima. Taldi
Fréttablaðið víst að stuðst væri við
fyrrnefnd símagögn við leitina.
Það var þó ekki fyrr en morgun-
inn eftir, á föstudag, sem stjórnend-
ur leitarinnar kváðust hafa fengið
ný gögn frá erlendu símafyrirtæki
og upphófst þá sú mikla leit í Ölfus-
vatnsvík sem leiddi til þess að TF-
ABB fannst á 48 metra dýpi á botni
víkurinnar um miðnæturbil sama
dag.
Oddur Árnason, yfirlögreglu-
þjónn á Suðurlandi, segir að lög-
reglan hafi fengið upplýsingar um
umrædd merki frá símanum nótt-
ina eftir að leit að vélinni hófst, það
er að segja aðfaranótt föstudags. Leit
í Þingvallavatni hafi verið hafin en
upplýsingarnar úr símanum hafi
gefið betri mynd af staðsetningu
vélarinnar. Greint var frá símagögn-
unum á vef blaðsins á föstudag.
Aðspurður kveðst yfirlögreglu-
þjónninn ekki vilja gefa upp
nákvæmlega klukkan hvað lög-
reglu bárust gögnin úr símanum, að
öðru leyti en því að þau hafi komið
nóttina eftir að leit hófst. Á föstudag
greindi Fréttablaðið frá því að þessi
gögn hefðu legið fyrir á fimmtudag.
Oddur segist ekki vita hvers vegna
þau hafi borist lögreglu svo miklu
síðar. „Ég bara veit það ekki,“ svarar
Oddur Árnason. n
Lykilgögn seint í hendur leitarstjóra
Leitarforrit staðsetti farsíma far-
þega í TF-ABB þar sem vélin fannst.
Fjórhjóladrifinn
Alrafmagnaður
Audi e-tron 55 Quattro Advanced Verð 10.990.000 kr.
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · hekla.is/audisalur
STJÓRNSÝSLA Mannréttinda- og lýð-
ræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar
gagnrýnir nýja framkvæmdaáætlun
Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð-
herra í málefnum hinsegin fólks.
Telur borgin ekki nóg um fram-
kvæmdir í áætluninni og að ekki
fylgi henni nægt fjármagn.
Drög að áætluninni voru lögð
fram í lok janúar og er hún í 17
liðum.
Aðeins er gert ráð fyrir aukafjár-
magni í tveimur liðunum, fjörutíu
milljóna króna framkvæmdasjóði
sem nýttur verður á fjögurra ára
tímabili og fimm milljónum króna
í kortlagningu á bæði stöðu og rétt-
indum hinsegin fólks á Íslandi.
SJÁ SÍÐU 6
Borgin gagnrýnir
áætlun Katrínar