Fréttablaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.02.2022, Blaðsíða 2
Mikil barátta er um þriðja til fimmta sæti á lista flokksins. Hiti mældist 17,6 gráður í Bakkagerði á Borgarfirði eystri 21. janúar. Mesti óvissuþátturinn var með úrkomuna og ef veðrið hefði haldist í snjókomu hefðu afleiðingarnar verið verri. En það var mildi að þetta fór út í rign- ingu. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur Gengið eftir Ægisíðunni Þessi maður nýtti tækifærið og viðraði hundinn sinn á Ægisíðunni þegar veðrinu slotaði á höfuðborgarsvæðinu í gær eftir stormasama nótt og morgun í rauðri viðvörun. Hundurinn virtist, ekki síður en eigandi hans, ánægður með útiveruna og ferska sjávarloftið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Handgerðir íslenskir sófar • Margar útfærslur í boði • Mikið úrval áklæða • Engin stærðartakmörk • Sérsmíði eftir þínum óskum Hvernig er draumasófinn þinn? Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is Sjá nánar á patti.is Veðrið hefur boðið upp á margar útgáfur að undan­ förnu. Fyrir nokkrum dögum var hátt í 20 stiga hiti á Austfjörðum og lítill snjór á Akureyri. Þar er nú allt á kafi í snjó og vindurinn blæs sem aldrei fyrr. benediktboas@frettalbadid.is VEÐUR „Það eru ákveðnar sveiflur í gangi en við höfum séð þetta allt áður,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Veðuröfgarnar það sem af er ári eru fjölmargar, sem eftir vill topp­ aði sig á sunnudagsnóttina þegar Suðvesturlandið var undir rauðri viðvörun og landið allt á appels­ ínugulri. Þjóðin beið því heima til hádegis og flestir biðu af sér veðrið við stofuborðið í faðmi fjölskyld­ unnar. Hvassviðri hafa verið tíð það sem af er ári og töluvert um samgöngu­ truf lanir og foktjón. Sjór hefur gengið á land og valdið tjóni bæði á Austur­ og Suðvesturlandi. Þó er stutt síðan hiti mældist 17,6 stig, í Bakkagerði á Austurlandi. „Viðvaranir sem voru gefnar út í janúar jafnast á við helminginn af öllum viðvörunum sem gefnar voru út í fyrra þannig að það má alveg segja að janúar hafi verið hressi­ legur,“ segir Birta. Hún bendir þó á að síðasti vetur hafi verið frekar rólegur. Hún segir að það hafi verið mikil mildi að hitastigið féll ekki síðustu nótt og kófið hafi breyst í slyddu. „Mesti óvissuþátturinn var með úrkomuna og ef veðrið hefði hald­ ist í snjókomu hefðu afleiðingarnar verið verri. En það var mildi að þetta fór út í rigningu. Snjórinn hefði þannig hlaðist upp og myndað skafla sem hefðu stíflað allt. Það var mjög blint í þessu veðri og á tímabili var skyggni í Reykjavík rétt um 100 metrar.“ Samkvæmt Veðurstofunni mæld­ ist mánaðarúrkoman 142 milli­ metrar í Reykjavík í janúar sem er 63 prósentum yfir meðallagi tíma­ bilsins 1991 til 2020. Þá var landið snjólétt í janúar en borgin var alhvít fimm daga en níu á Akureyri. Og þó að stóri hvellurinn sé búinn er enn vindasamt, með mikilli ölduhæð og jafnvel eldingum. ■ Öfgarnar í veðrinu alls ekki nýjar af nálinni hér á Fróni Veðurviðvaranir í janúar jafnast á við helminginn af öllum viðvörunum sem gefnar voru út í fyrra. Áfram er spáð vindasömum dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON birnadrofn@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Á síðustu fimm árum hafa skrifstofu fjármálagreininga lögreglu borist samtals 34 tilkynn­ ingar þar sem grunur var um að spilakassar væru notaðir við pen­ ingaþvætti. Þetta kemur fram í svari dóms­ málaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, um peningaþvætti með spilakössum. Árið 2017 barst fjármálagreiningu lögreglu engin tilkynning þar sem grunur lék á að spilakassar hefðu verið notaðir við peningaþvætti. Ári síðar voru slíkar tilkynningar átta, árið 2019 voru þær ellefu, árið 2020 14 og á síðasta ári þrjár. ■ Fjöldi tilkynninga um peningaþvætti í spilakössum Sabine og Hjálmar vilja sitja áfram í borgarstjórn en fleiri gefa kost á sér í þeirra sæti. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR mhj@frettabladid.is STJÓRNMÁL Yfir 1.500 manns höfðu skráð sig ýmist í Samfylkinguna eða sem stuðningsmenn flokksins áður en kjörskrá var lokað vegna prófkjörs Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar sem fer fram um næstu helgi. Áður en prófkjörsbaráttan fór af stað voru rúmlega 4.500 á kjörskrá en samkvæmt heimildum blaðsins höfðu rétt innan við þrjú hundruð nýir félagsmenn verið skráðir í f lokkinn og yfir 1.200 skráð sig sem stuðningsmenn þegar kjörskránni var lokað á föstudag. Þetta þýðir að fjórðungur þeirrar flokksskrár sem miðað verður við er nýskráningar. Enginn gefur kost á sér gegn þeim Degi B. Eggertssyni og Heiðu Björgu Hilmisdóttur í fyrsta og annað sæti á lista flokksins en töluverð barátta er um næstu sæti. Meðal þeirra sem takast á um þriðja sætið eru borg­ arfulltrúarnir Skúli Helgason og Hjálmar Sveinsson og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Sabine Leskopf og Ellen Calmon vilja einnig halda áfram og vera í öruggum sætum og meðal þeirra sem keppa við þær um örugg sæti eru Ólöf Helga Jakobsdóttir, Sara Björg Sigurðardóttir og Guðný Maja Riba. ■ Mikil smölun í Samfylkinguna 2 Fréttir 8. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.