Fréttablaðið - 08.02.2022, Side 8
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hættu
merkin eru
alls staðar
en samt
þokast
óhugnan
lega hægt
að draga úr
losun.
Skuldir
Reykjavík
urborgar
voru í upp
hafi kjör
tímabilsins
299 millj
arðar en
nema núna
400 mill
jörðum.
Hver hefur ekki staðið sig að því að blóta ríkinu
þegar rúllað er yfir launaseðilinn og maður sér
hversu hátt hlutfall heildarlauna fer í skatta? Við
erum öll meðvituð um að reka þarf gott heil
brigðiskerfi, menntakerfi, löggæslu ásamt öðru.
En er það svo að allir þessir peningar renni beint
í ríkissjóð? Nei, er svarið. Hvað verður þá um
peningana ef ríkið er ekki að soga þá alla til sín,
jú, þeir renna til þess sveitarfélags sem þú býrð í.
Á höfuðborgarsvæðinu er Reykjavík eina sveitar
félagið sem innheimtir hámarksútsvar eða 14,52%.
Það þýðir að einstaklingur sem er með 650 þúsund
í laun á mánuði og á lögheimili í Reykjavík greiðir
90.605 kr. til Reykjavíkurborgar og 68.643 kr. til
ríkisins. Einstaklingur með 450 þúsund á mánuði
greiðir 62.726 kr til Reykjavíkurborgar og 23.523 til
ríkisins.
Það er staðreynd að sveitarfélög eru að taka
háar upphæðir af launafólki og í mörgum tilfellum
meira en ríkið. Eigum við ekki að vera meðvitaðri
um fjármál sveitarfélaganna? Skuldir Reykja
víkurborgar voru í upphafi kjörtímabilsins 299
milljarðar en nema núna 400 milljörðum. Skuld
irnar hafa vaxið hratt á kjörtímabilinu, samkvæmt
áætlun er gert ráð fyrir að þær verði 453 milljarðar
árið 2025. Þessar staðreyndir eiga að gera það að
verkum að við gerum meiri kröfur til Reykjavíkur
borgar og förum fram á að skattpeningum okkar
sé betur varið í þá grunnþjónustu sem sveitar
félaginu ber skylda til þess að reka. Fréttir um
lélegt viðhald skólabygginga þar sem fjármagnið
sem átti að fara í viðhaldið var sett í önnur verkefni
sem þóttu meira „spennandi“ eiga að vekja okkur
til umhugsunar og krefjast þess að hér sé vel farið
með okkar sameiginlegu eigur og þá fjármuni sem
stjórnmálamenn úthluta í hin og þessi verkefni.
Fjármunir sem við sjáum á launaseðlinum að eru
teknir af okkur. n
Fjármál borgarinnar
koma okkur við
Valgerður
Sigurðardóttir
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis
flokksins
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
toti@frettabladid.is
Tveggja Smára Verbúð
„Mér skilst að í Verbúð kvöldsins
hafi verið tveir blaðamenn,
Gunnar Smári og Smári,“ skrifaði
Karl Th. Birgisson á Facebook að
loknum síðasta þætti Verbúðar
þar sem þeir tókust á blaðamenn
irnir Smári, sem Hilmir Snær
leikur, og ný persóna, Pressurit
stjórinn Gunnar Smári. Karl rakti
Smárana tvo síðan til handrits
höfundarins Mikaels Torfasonar,
sem hóf blaðamannsferil sinn
sem skutilsveinn hins eina sanna
Smára. „Mikki Torfa verður vita
skuld að hafa sín blæti óáreitt, en
hefði verið ofílagt að láta annan
þeirra heita Jónas? Styrmi? Eða
bara Jakob til þrautaþrautavara?“
Tvöföld pressa
Þessar pælingar Karls springa
síðan út í aðra vídd þegar horft
er til þess að leikarinn Hákon
Jóhannesson túlkaði Gunnar
Smára með tilþrifum og hár
greiðslu sem minntu frekar á
Karl sjálfan en hinn eina sanna
nafna persónunnar. Karl virtist
líka eitthvað kannast við kauða
ef marka má tilsvar hans á Face
book: „En drengurinn nær mér
ágætlega, ef sú var ætlunin. Sem
ég efast um.“ Svo sem ekki algalið
að þeir Karl og Smári hafi runnið
saman í einni persónu þar sem
Karl tók einmitt við ritstjóra
starfi á Pressunni þegar Gunnar
Smári var rekinn 1993 og þeir
hafa af og til eldað grátt silfur. n
Elín
Hirst
elinhirst
@frettabladid.is
Því er spáð að öfgar í veðurfari
fari vaxandi á næstu árum vegna
aukinnar losunar gróðurhúsa
lofttegunda út í andrúmsloftið af
mannavöldum. Rétt er að taka fram
að lægðin djúpa sem gekk yfir landið í gær og
í fyrrinótt var að öllum líkindum dæmigerð
íslensk vetrarlægð, en talið er að í framtíðinni
gætu slík öfgaveður orðið algengari hér á
landi. En slík óveður vekja fólk til umhugs
unar um hvernig veðurfar er að breytast í
heiminum.
Öfgar í veðurfari af völdum loftslagsbreyt
inga eru þegar orðnar staðreynd víða um
heim. Má þar nefna að stærri fellibyljir eru
tíðari, svæsnari hitabylgjur, f lóð, ofsaþurrkar
og aftakaúrkoma með tilheyrandi manntjóni,
eignatjóni, uppskerubresti og gróðureldum.
Veðuröfgarnar taka á sig alls konar myndir.
Sögulegt kuldakast varð í Texas og f leiri ríkj
um í sunnanverðum Bandaríkjunum í fyrra
þar sem hitinn fór niður í mínus 18 gráður á
Celsíus síðasta vetur. Flestir tengja loftslags
breytingar við hækkandi hitastig en málið er
ekki svo einfalt. Hlýnun á norðurslóðum ýtir
köldu lofti mun lengra suður á bóginn en áður
hefur þekkst eins og í þessu tilfelli.
Menn áttu líka erfitt með að trúa því þegar
þeir litu á hitamælinn á einum kaldasta stað
veraldar í NorðurSíberíu í júní árið 2020 en
mælirinn sýndi +38 gráður á Celsíus. Lægsti
hiti sem hafði mælst í bænum var 68 gráður á
Celsíus, þannig að hér var um að ræða sveiflu
upp á 106 gráður.
Hættumerkin eru alls staðar en samt þokast
óhugnanlega hægt að draga úr losun. Athygli
vakti þegar ráðherra frá Kyrrahafseyju flutti
ávarp sitt á loftslagsráðstefnunni í Glasgow,
COP26, þar sem hann stóð í hnédjúpu vatni,
en á eyjunum er nú þegar víða neyðarástand
vegna hækkandi sjávarstöðu. En því miður
skilaði loftslagssamningurinn sem undir
ritaður var á COP26 engum stórum byltingum,
þrátt fyrir ákaft ákall.
Samkvæmt nýlegri könnun telja sextíu
prósent ungmenna mannkynið dauðadæmt
vegna hnattrænna loftslagsbreytinga. Vantrú á
stjórnvöld fer vaxandi og ungmennin upplifa
sig valdalaus.
Loftslagskvíði ungmenna er sem faraldur
sem mun bitna á geðheilsu núverandi og kom
andi kynslóða. Ekki er þó hægt að líta fram
hjá því sem er að gerast eða þegja um það.
Vonandi verða hinar slæmu horfur til að auka
drifkraftinn enda er mannkynið þekkt fyrir
að láta ekki deigan síga þótt á móti blási. n
Veðuröfgar
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 8. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR