Fréttablaðið - 08.02.2022, Qupperneq 12
www.taramar.is ,Lyfjaver,
Íslandsapótek, Hakgkaup
(Kringlunni, Smáranum,
Garðabæ og Akureyri)
T A R A M A R
Frítt Serum
með hverju
Dagkremi
Jewells hefur
ástríðu fyrir að
deila sögum
og fróðleik um
Ísland. Ástríðu
sem hún vissi
ekki af fyrr en
hún sló til og
byrjaði með
hlaðvarp.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Stutta útgáfan af því af hverju
Jewells, sem er fædd og uppalin
í Brooklyn í New York, flutti til
Íslands er að hún kynntist íslensk-
um manni og elti ástina hingað
á Klakann. En aðdragandinn var
langur.
„Ég kynntist Gunnari í Banda-
ríkjunum fyrir mörgum árum,
þegar ég var í háskóla. Ég var að
læra verkfræði og Orri vinur hans
var eini Íslendingurinn á háskóla-
svæðinu. Við urðum vinir og ég
hitti Gunnar í fyrsta skipti þegar
hann kom út að heimsækja Orra.
Við löðuðumst hvort að öðru þá en
það varð ekkert á milli okkar fyrr
en löngu seinna. Maður veit aldrei
þegar maður hittir einhvern fyrir
tilviljun hvort hann endi á að verða
maki þinni seinna í lífinu,“ segir
Jewells og brosir.
Seinna flutti Gunnar til Banda-
ríkjanna til að fara í nám og þá
kviknaði neistinn. Gunnar sagði
Jewells að hann vildi flytja til
Íslands eftir útskrift og hún ákvað
að slá til.
„Ég var samt alveg ákveðin í því
að ég vildi ekki flytja nema fá vinnu
við hæfi, í þeim geira sem ég var
að vinna í úti í New York,“ segir
Jewells sem fékk að lokum vinnu í
stafrænni markaðssetningu fyrir
ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi.
Hún flutti til Íslands og byrjaði í
vinnunni strax daginn eftir. Þetta
var í júní árið 2016 og hún hefur því
búið hér í bráðum sex ár.
Ísland eins og ferskur andvari
Jewells heldur úti vinsælli YouTube-
rás og hlaðvarpi og er auk þess
með Instagram- og Facebook-síður
undir nafninu All Things Iceland.
Nýlega byrjaði hún líka á TikTok til
að ná til fleira fólks. Á miðlunum
segir hún meðal annars frá Íslandi
út frá sjónarhorni aðkomumanns-
ins og hefur til dæmis talað um það
sem kom henni á óvart þegar hún
flutti fyrst til landsins.
„Ég ólst upp í Brooklyn í New
York og bjó þar næstum allt mitt
líf fyrir utan fjögur ár þegar ég
fór í háskóla annars staðar í New
York-fylki. Ég hafði því í raun búið
í New York í 30 ár þegar ég flutti til
Íslands. Ég man að mér fannst oft
ansi þröngt í lestunum í New York
á leið í vinnu á morgnana því þar er
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun
@frettabladid.is
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón
Þórisson
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 |
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergs-
dóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
svo rosalega mikið af fólki. Þannig
að það að koma til Íslands var eins
og ferskur andvari, bókstaflega,
af því loftið er svo hreint, en líka
vegna þess að hér er miklu meira
pláss af því það er ekki mikið af
fólki hér,“ útskýrir hún.
„Reykjavík er líka hægari en
New York, það er rólegra hér þó
Reykjavík hafi auðvitað líka sinn
hraða. Það er allt miklu afslappaðra
hér. Ég man að eitt af því fyrsta sem
kom mér á óvart við menninguna
hér var þegar fólk fór fyrr heim úr
vinnunni af því það var gott veður.
Ég kom hingað sumarið 2016 og þá
voru nokkrir góðviðrisdagar. Fólk
var að fara heim klukkan 15.00 og
spyrja mig hvort ég ætlaði ekki að
fara heim og nýta góða veðrið. Ég
var mjög hissa og sagði bara: Ha?
Nei, ég ætla ekki að fara, ég þarf að
vinna. Ég var svo föst í New York-
gírnum,“ segir hún og hlær.
„Það var svo ekki fyrr en árið
2018 þegar sumarið var hræði-
legt og það rigndi næstum hvern
einasta dag sem ég hugsaði: Ókei,
héðan í frá mun ég nýta mér góð-
viðrisdagana, ég ætla ekki lengur að
taka þeim sem gefnum.“
Annað sem Jewells nefnir að
henni hafi þótt skrýtið þegar hún
kom til Íslands var að fólk skildi
börnin sín eftir sofandi úti í vagni
áhyggjulaust.
„Ég var með áhyggjur fyrir þeirra
hönd. Ég hef verið skilyrt til að
finnast ég alltaf þurfa að vera á
verði, þú þarft þess í stórborg, svo
þó ég skilji af hverju Íslendingar
eru ekki hræddir við þetta fannst
mér erfitt að venjast þessu,“ segir
hún.
„En það sem mér fannst skrýtn-
ast var að heyra Íslendinga tala á
innsoginu. Ég var í sjokki, ég hélt að
fólkið væri með slæman astma. Það
var svo ekki fyrr en svolítið seinna
sem ég minntist á þetta við Gunnar
manninn minn og hann hló bara
og sagði nei, Íslendingar tala bara
svona,“ segir hún hlæjandi.
Varð mín leið til að aðlagast
Þegar Jewells byrjaði með hlað-
varpið sitt hafði hún enga reynslu af
þáttagerð. En þar sem hún var alltaf
að fá spurningar um hvernig það
væri að búa á Íslandi og var beðin
um að deila upplýsingum með fólki
ákvað hún að prófa.
„Ég hlustaði mikið á hlaðvörp
á þessum tíma en ég fann ekkert
hlaðvarp sem fjallaði sérstaklega
um þetta. En þar sem ég hafði enga
reynslu fannst mér ég kannski
vera að ætla mér of mikið. En ég
hlustaði mikið á hlaðvörp þar sem
var meðal annars talað um að ef
þig langar að gera eitthvað þá áttu
að fylgja þeirri tilfinningu. Svo ég
hugsaði bara ókei, ég geri þetta
bara,“ segir Jewells en í dag er hlað-
varpinu hennar hlaðið niður 30.000
sinnum á mánuði.
„Mig langaði að fjalla um eitt-
hvað sem mér sjálfri þætti áhuga-
vert svo ég myndi nenna að halda
áfram með þetta. Ég vildi ekki
bara fjalla um hvernig er að búa á
Íslandi eða ferðast til Íslands heldur
vildi ég tala um allt sem viðkemur
landinu, menninguna, söguna,
skrýtnu og skemmtilegu hlutina,
hneykslismálin, tungumálið og allt.
Þetta varð svolítið mín leið til að
aðlagast. Í hvert sinn sem ég kom
á nýjan stað reyndi ég að drekka
í mig eins miklar upplýsingar um
hann og ég gat og deildi þeim svo
með heiminum.“
Fyrsti hlaðvarpsþátturinn fór í
loftið í júní árið 2018 og um haustið
sama ár setti hún fyrsta YouTube-
þáttinn í loftið en hún segir að You-
Tube sé sá miðill sem hafi hjálpað
henni hvað mest að fá fylgjendur.
„Ég er með um 46.000 fylgjendur
á YouTube, sem er lítið í YouTube-
heiminum en á Íslandi er það
mikið. Við erum ekki mörg hér sem
búum reglulega til myndbönd fyrir
YouTube,“ segir hún.
Flestir fylgjendur Jewells koma
frá Bandaríkjunum en margir eru
frá enskumælandi löndum eins og
Bretlandi og Kanada og svo auð-
vitað frá Íslandi, Evrópu og héðan
og þaðan úr heiminum.
Trúði forsetanum ekki
Hlustendurnir hafa mikinn áhuga
á að vita hvað er að gerast á Íslandi
svo Jewells gerir oft þætti í sam-
starfi við íslensk fyrirtæki til að
sýna hvað er í boði hér á landi. Hún
fær oft fólk í viðtal til sín í hlað-
varpið til að fræða hlustendur um
ýmislegt sem við kemur Íslandi
og hefur meðal annars tekið við-
tal við forseta Íslands, Guðna Th.
Jóhannesson.
„Ég var að taka upp myndband
með vini mínum sem er fararstjóri,
en þetta var fyrir skólaferðalag
fyrir háskólanemendur í Kanada.
Einn af viðkomustöðunum voru
Bessastaðir. Ég bjóst ekki við að tala
við forsetann nema bara að segja:
Góðan daginn. En hann spurði
mig hvað ég væri að gera og ég
sagði honum frá YouTube-rásinni
og hlaðvarpinu og að ég tæki oft
viðtöl við fólk. Þá sagði hann að ég
gæti talað við hann ef mig vantaði
viðmælanda, ég trúði honum ekki
og spurði hvort hann væri að meina
þetta,“ segir Jewells sem endaði svo
á að hitta forsetann seinna og taka
eins og hálf tíma langt viðtal við
hann. „Þetta opnaði augu margra
hlustenda, eins og Bandaríkja-
manna, sem eru ekki vanir því að
hægt sé að taka svona hversdags-
legt viðtal við þjóðhöfðingja. Við
áttum bara gott spjall og það var
engin leyniþjónusta eða lífverðir
á staðnum. Þetta er eitt af því sem
ég elska við Ísland,“ segir hún og
hlær og segist ekki hafa átt von á
því þegar hún flutti hingað að hún
myndi einn daginn taka viðtal við
forseta Íslands.
Jewells segist hafa nýtt reynslu
sína í stafrænni markaðssetningu
til að fá fylgjendur en eitt af því sem
hún gerði var að búa til efni fyrir
marga miðla til að ná til fleira fólks.
„Mér finnst ég heppin að fá að
gera þetta. Ég hef ástríðu fyrir að
deila efni og tengjast öðru fólki. En
ég vissi það ekki fyrr en ég byrjaði
á þessu. Þegar ég ýtti óttanum frá
og ákvað að sjá hvað gerðist. Það er
oft talað um að fólk eigi að gera það
sem það hefur ástríðu fyrir. En ég
hugsa stundum: Hvernig veistu að
þú hefur ástríðu fyrir einhverju ef
þú hefur aldrei prófað það?“ ■
Það sem
mér fannst
skrýtnast
var að
heyra
Íslendinga
tala á
innsoginu.
Ég var í
sjokki, ég
hélt að
fólkið væri
með slæm-
an astma.
2 kynningarblað A L LT 8. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR