Fréttablaðið - 08.02.2022, Page 28

Fréttablaðið - 08.02.2022, Page 28
odduraevar@frettabladid.is Ragna Sigurðardóttir borgarfulltrúi „Þáttaáhorfið er almennt ekki mikið hjá mér en ég fagnaði nýlega próf­ lokum með því að horfa á ítölsku myndina Quattro metà, eða Fjögur í mat, á Netflix. Hún er bæði skemmtileg og heilalaus þótt mér hafi þótt erfitt að fylgja söguþræðinum á köflum en ég held að það skrifist á ítölskukunn­ áttu mína frekar en söguþráðinn sjálfan. Í Covid­einangrun minni í vetur horfði ég síðan á sænsku þættina Young Royals sem ég mæli ein­ dregið með,“ segir Ragna og slær þann varnagla að öruggast sé að horfa án maskara fyrir þau sem nota svoleiðis. ■ Próflokum fagnað á ítölsku ■ Á skjánum odduraevar@frettabladid.is Arnar Kjartansson viðskiptafræði- nemi „Ég er eins og er að horfa á þætt­ ina Newsroom á HBO í svona tíunda skipti. Ég gjörsam­ lega elska þá eins og flest annað sem Aaron Sorkin gerir og skrifar. Þættirnir fjalla um hvernig bitlaus fréttastofa með vinsælan frétta­ þul tekur u­beygju yfir í að taka mál líðandi stundar í Bandaríkj­ unum föstum tökum,“ segir Arnar og heldur áfram: „Jeff Daniels fer með aðalhlut­ verkið og gerir það fullkomlega og ég mæli sérstaklega með að horfa á upphafsatriði fyrsta þáttar á YouTube. Er svo að horfa á einn og einn þátt af Dopesick á Hulu sem eru leiknir þættir um hvernig Oxy­ Contin byrjaði ópíóíðafaraldurinn í Bandaríkjunum. Micheal Keaton og Peter Saarsgard fara þar á kostum.“ ■ Newsroom í tíunda skipti odduraevar@frettabladid.is Íslenskir aðdáendur áströlsku sápu- óperunnar Nágranna eru í áfalli eftir að þau tíðindi bárust frá Ástralíu að óvíst sé hvort áfram verði haldið með framleiðslu þáttanna. Aðdá- andinn Bjarney Halldórsdóttir segir ekkert geta komið í staðinn. Þættirnir hafa verið vinsælir um árabil hér á landi og þekkja margir með nafni til persóna sem sést hafa á skjáum landsmanna á Stöð 2 og búa í Erinsborough, líkt og Susan, Karl og Kartan sjálf svo einhverjir séu nefndir. Þættirnir hófu göngu sína í ástr- ölsku sjónvarpi árið 1985 og hafa verið sýndir í Bretlandi og Ástralíu. Samningar milli Fremantle Media í Ástralíu og Channel 5 í Bretlandi hafa ekki náðst og því líkur á að hætt verði að framleiða þættina í sumar. „Ég held að ég sé búin að fylgjast með þáttunum í tæp þrjátíu ár,“ segir Bjarney sem fylgist með þátt- unum í áströlskum rauntíma, enda þættirnir á Stöð 2 gjarnan nokkuð langt á eftir. „Ég er búin að vera að melta þessi tíðindi síðan ég sá þetta í gær og búin að vera í öngum mínum,“ segir Bjarney sem er búin að skrifa nafn sitt undir alla þá undirskriftalista sem hún hefur fundið, þar sem kall- að er eftir því að Fremantle Media endurskoði málið. „Covid hefur leikið þættina nokk- uð grátt,“ segir Bjarney aðspurð um hvað valdi hiki bresku stöðvarinnar við að endurnýja samninga. Erfið- ara hafi verið að blanda saman leik- urum en áður. „Ég hef alltaf verið opin með þetta, að ég hor f i enn þá á Nágranna. Þetta eru svona 20 mín- útur á dag, sem ég sé aldrei eftir,“ segir Bjarney. „Þetta er uppeldisstöð ástralskra Hollywood-leikara,“ segir Bjarney og segir það til marks um mikilvægi þáttanna þar sem leikarar eins og Kylie Minogue og Russell Crowe hafa slitið barnsskónum. Aðspurð hvort hún myndi þá horfa á hina bandarísku sápuóperu Glæstar vonir ef til þess kemur að Nágrannar hætti, segir Bjarney: „Nei, alls ekki. Það er bara alls, alls ekki hægt.“ ■ Myndi aldrei taka Glæstar vonir fram yfir Nágranna Bjarney var einungis sjö ára gömul þegar hún byrjaði að horfa á þættina. MYND/AÐSEND Jackie Wood­ burne og Alan Fletcher hafa birst lands­ mönnum á skjánum sem Susan og Karl Kennedy um árabil. MYND/CHANNEL 5 Ársæll Sigurlaugar Níelsson, sonur Níels Ársælssonar sem má telja meðal þekktustu andstæðinga kvótakerfisins, lék forseta Fiskiþings í síðasta Verbúðarþætti í því sem Helgi Seljan kallar besta hlutverka- val sögunnar. odduraevar@frettabladid.is „Ég þekki þessa menn, þá Gísla og Hlyn, og þau í Vesturporti,“ segir leikarinn og kvikmyndaframleið- andinn Ársæll Sigurlaugar Níelsson þegar hann er spurður hvernig hafi komið til að hann fór með hlutverk forseta Fiskiþings í síðasta þætti af Verbúðinni. Svo skemmtilega vill nefnilega til að Ársæll er sonur Níels heitins Ársælssonar, eins frægasta kvóta- andstæðings Íslandssögunnar, sem vakti landsathygli um margra ára skeið fyrir baráttu sína gegn kerf- inu sem gengur sem rauður þráður í gegnum Verbúðina. Þar fer Ársæll með hlutverk for- seta Fiskiþings sem samþykkir framsalsheimild hins nýja kvóta- kerfis í nýju fiskveiðifrumvarpi. „Það að sonur Níels heitins Ársæls- sonar hafi leikið forseta Fiskiþings í Verbúðinni er eitt lúmskasta en jafnframt besta „cast“ íslenskrar kvikmyndasögu,“ sagði Helgi Seljan á Twitter. Lagðist ekki í djúpar pælingar „Þetta var ekki alveg svona djúp- stætt held ég,“ segir Ársæll hlæjandi og bætir við að hann hafi ekkert þurft að leggjast undir feld. „Ég hugsaði sko ekkert: „Hvað myndi pabbi segja?“ segir Ársæll og bendir á að þarna hafi aðallega verið um vinargreiða að ræða. „En ég glotti auðvitað smá þegar þau báðu mig um að leika þennan formann Fiskiþings en leiddi kannski ekki hugann að því hvort þetta væri eitthvert „cast“ aldar- innar,“ segir Ársæll. „En, jújú, mamma spurði mig ein- hverjum mánuðum seinna að því hvað ég hefði leikið. Jú, formann Fiskiþings, svaraði ég og hún bara: Já, ókei, það er dálítið sérstakt. En ég eiginlega verð að viðurkenna að ég leiddi hugann ekkert sérstaklega að því,“ segir leikarinn. Fann nasaþef af verbúð „Kallinn var náttúrulega harður andstæðingur þess sem þarna átti sér stað. Hann fékk ekki að taka þátt og var svona útlagi sem barðist alla tíð gegn kerfinu og var þekktur fyrir það,“ segir Ársæll sem sjálfur er hæstánægður með þættina. „Mér finnst þetta mjög skemmti- Lúmskt leikaraval ekkert svo lúmskt Magnús Þór Hafsteinsson og Níels Ársælsson pæla í fiski. MYND/BÆJARINS BESTA legt, hafandi búið á Suðureyri og alist upp í þorpi sem er ekkert ósvipað, vestur á fjörðum – Tálkna- firði. Maður lifði náttúrulega sjálfur og hrærðist í þessu. Þótt ég sjái þetta kannski ekki sömu augum og fólkið sem var í brúnni eða vinnslunni á þessum tíma, enda er ég það ungur. Þetta er hins vegar umhverfið sem fylgdi mér fram á fullorðinsár,“ segir Ársæll sem segist rétt svo hafa náð í skottið á verbúðarlífinu. „Ég byrjaði að vinna þegar aðal- verbúðin lokaði og hætti að vera í frystihúsinu sjálfu og mann- skapnum var dreift á þrjú eða fjögur einbýlishús. Þannig að ég rétt náði í skottið á þessu, þótt það hafi kannski verið aðeins öðruvísi stemning.“ Ársæll segist mikið vera í því að benda á skjáinn yfir þáttunum og atburðum sem hann rekur minni til. „Maður er svona: Já, heyrðu! Einmitt akkúrat ’86, það er akkúrat þegar þau komu þarna frá Suður-Afríku og Ástralíu.“ Það eru allir að tala um þessa þætti. „Já, það er mjög skemmtilegt. Vegna þess að í gegnum árin hafa ansi margir fengið leið á þessu, kvótakerfinu og því. Og bara á fiski og fiskvinnslunni og margir hafa einfaldlega viljað gera eitthvað annað,“ segir Ársæll. „Fyrir Vestfirðinga sem kannski hafa pirrað sig á sérfræðingum að sunnan sem alltaf segja okkur að gera eitthvað annað, þá sýna þessir þættir rosalega vel hvað þetta skipt- ir miklu máli. Þú lætur ekkert heilt samfélag bara allt í einu gera eitt- hvað annað. En það er náttúrulega pólitík í þessu og fólk lítur á þetta mismunandi augum.“ ■ Ársæll í hlutverki sínu sem forseti Fiskiþings. Sonur hins harða kvótaandstæðings lét sig ekki muna um að stíga yfir á myrku hliðina í Verbúð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Framsalið samþykkt. Þá eru það bara veitingarnar. 16 Lífið 8. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 8. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.