Fréttablaðið - 11.02.2022, Side 1
2 9 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 1 1 . F E B R Ú A R 2 0 2 2
Engin Madonna
án Betty Davis
Frikki Dór opnar
hlið gleðinnar
Lífið ➤ 20 Lífið ➤ 22
lyaver.is
Netapótek
Lyavers
ENYAQ iV
RAFMAGNAÐUR
412 til 534 km drægni (WLTP)
HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is/skodasalur
FÆST EINNIG FJÓRHJÓLADRIFINN
Verð frá 5.790.000 kr.
Lögreglan segir það stórkost
legan árangur í vondri stöðu
að ná að koma öllum fjórum
á land úr Þingvallavatni í gær.
Þetta hafi verið ein erfiðasta
aðgerð allra tíma.
bth@frettabladid.is
BJÖRGUN Mikið afrek var unnið í
gær í einhverri f lóknustu og erfið
ustu björgunaraðgerð sem sögur
fara af hér á landi, þegar kafarar
komu öllum hinum látnu á land
úr Þingvallavatni, eftir f lugslysið í
síðustu viku. Nýttur var kaf bátur
með myndavél og griparmi og tóku
kafarar svo við.
„Með því að vinna þetta skipu
lega held ég að við höfum komið í
veg fyrir að hætta skapaðist,“ sagði
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn
á Suðurlandi, sem stjórnaði aðgerð
um, í samtali við Fréttablaðið rétt
fyrir prentun í gærkvöld.
„Það er öllum létt, þetta er langt
umfram það sem við gerðum okkur
vonir um í síðustu viku að gæti
gerst. Þetta er stórkostlegur árangur
í mjög vondri stöðu,“ segir Oddur.
Kennsl höfðu verið borin á tvo
menn af fjórum þegar blaðið fór í
prentun og var stefnt að því að ætt
ingjar næðu að bera kennsl á alla
fjóra fyrir nóttina.
Ásgeir Erlendsson, hjá Land
helgis gæslunni, segir að Gæslan,
lögregla og slökkvilið í samstarfi
við sérfræðinga í faginu hafi undan
farna daga unnið baki brotnu. „Við
þessar aðstæður er sérstaklega
mikilvægt að vanda undirbúning
inn eins vel og kostur er og segja má
að hver einasta mínúta kafaranna
hafi verið skipulögð. Við hjá Land
helgisgæslunni erum ákaf lega
þakklát öllum þeim sem komu að
aðgerðinni við krefjandi aðstæður
á og við Þingvallavatn,“ segir Ásgeir.
Traustvekjandi sé að vita af svo
öflugum hópi fagfólks. ■
Hver einasta mínúta í kafi
var skipulögð til fullnustu
REYKJAVÍK Ragnhildur Alda María
Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi
hyggst gefa kost á sér í oddvitasæti
Sjálfstæðisf lokksins fyrir borgar
stjórnarkosningarnar í vor. Þetta
herma heimildir Fréttablaðsins.
Hildur Björnsdóttir borgarfull
trúi hefur einnig gefið kost á sér
í oddvitasætið. Ragnhildur Alda
hefur verið varaborgarfulltrúi frá
árinu 2018, hún skipaði 11. sætið á
lista flokksins fyrir borgarstjórnar
kosningarnar það ár. SJÁ SÍÐU 4
Ragnhildur Alda
keppir við Hildi
Ragnhildur Alda
María Vilhjálms-
dóttir, vara-
borgarfulltrúi
Kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, slökkviliðinu og Landhelgisgæslunni unnu þrekvirki við að ná þeim sem létust í flugslysinu í síðustu viku upp af botni Þingvallavatns. Hinir látnu voru fluttir
til Reykjavíkur þar sem aðstandendur fengu að eiga stund með þeim. Á morgun er stefnt að því að ná upp Cessna-flugvélinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
MENNTAMÁL Mennta og barna
málaráðherra, Ásmundur Einar
Daðason, fagnar úttekt Umboðs
manns Alþingis á einveruher
bergjum í skólum landsins. Hann
segir að f ljótlega muni ráðuneyti
hans gefa út verklagsreglur um slík
herbergi.
Litið verður til núverandi löggjaf
ar, reglugerða og aðalnámskrár við
þá vinnu, samkvæmt svari mennta
og barnamálaráðuneytisins til
Umboðsmanns Alþingis. SJÁ SÍÐU 4
Reglur um
einveruherbergi
Ásmundur
Einar Daðason,
mennta- og
barnamála-
ráðherra
Ásgeir Erlends-
son, hjá Land-
helgisgæslunni